Guðjón Orri hetja KR

Guðjón Orri Sigurjónsson, varamarkvörður KR, sem kom inn í liðið vegna leikbanns Beitis Ólafssonar, reyndist hetja KR í sigurleik gegn Víkingum í Víkinni, er hann varði vítaspyrnu eftir um hálftímaleik. Reyndist þetta augnablik vendipunktur í leiknum sem KR vann 0-2. 
 
Ægir Jarl Jónasson kom KR yfir strax á fyrstu mínútu með skoti utan úr vítateig eftir fyrirgjöf frá Óskari Erni. 
 
Leikurinn var jafn eftir það allt þar til Víkingar fóru að herja mjög á okkar menn upp úr miðjum hálfleiknum. Eftir rúmlega hálftíma leik var síðan dæmd vítaspyrna á KR. Guðjón Orri varði spyrnuna frá Erlingi Agnarssyni. 
 
Fyrir utan þessa markvörslu átti Guðjón Orri heilt yfir mjög góðan leik. 
 
Bæði lið áttu góð færi í síðari hálfleik en Óskar Örn kláraði eiginlega dæmið fyrir KR með marki á 72. mínútu eftir fyrirgjöf frá Kennie Chopart. 
 
Þar með unnust dýrmæt stig í baráttunni um Evrópusætið. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012