KR - Fylkir í dag

KR tekur á móti Fyki í Pepsi-Max deildinni kl. 14 á Meistaravöllum í dag. Fylkismenn eru skammt fyrir neðan okkur á stigatöflunni en KR er í fjórða sæti og þarf að komast á sigurbraut til að ná Evrópusæti. 
 
Jafnteflisleikur KR gegn Gróttu um daginn olli gífurlegum vonbrigðum og er einn slakasti leikur KR í sumar, ekki síst þegar haft er í huga að Gróttumenn léku manni færri meirihluta leiksins. 
 
Fyrri leikur KR gegn Fylki í sumar var hins vegar frábær, en honum lauk með 0-3 sigri. Stuðningsmenn vonast eftir frammistöðu í þeim anda í dag. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012