Fyrsti deildarleikurinn gegn litla bróður

KR og Grótta mætast í fyrsta skipti í deildarleik í knattspyrnu er liðin eigast við á Meistaravöllum á fimmtudag kl. 16.!5. Allt bendir til á þessari stundu að áhorfendur verði leyfðir áleiknum í gegnum 200 manna hólf sem ættu að vera þrjú. Þetta verður þó staðfest af eða á síðar. 
 
Ekki er í boði að tapa fyrir Gróttu, ekki frekar en Ísland má tapa fyrir Færeyjum, en við megum ekki vanmeta nýliðana. KR hefur gengið frekar illa í sumar gegn liðum sem pakka í vörn eins og búast má við að Grótta geri gegn okkur, og er skemmst að minnast jafnteflis gegn botnliði Fjölnis fyrr í sumar. 
 
Eðlilegt markmið úr því sem komið er er annað sætið í deild og bikarmeistaratitill. Næsti áfangi í átt að Evrópusæti er sigur gegn Gróttu. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012