KR - Stjarnan á sunnudag - Áhorfendur leyfðir

KR tekur á móti Stjörnunni í Pepsi Max deild karla á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 14. Nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum gera kleift að hafa áhorfendur á leiknum og verður 600 manns hleypt inn á völlinn í þremur hólfum. Börn og unglingar fæddir 2005 og síðar eru undanþegin þessu og get bæst við 600 manna tölu fullorðinna. 
 
Það er mat þess sem hér ritar, burt séð frá nákvæmri tölfræði, að leikurinn sé síðasta tækifæri beggja liða til að komast í raunverulega titilbaráttu, en Valsmenn hafa 8 stiga forystu á toppnum, hafa þó leikið einum leik fleiri en þessi lið. 
 
Frábærir leikir gegn ÍA á dögunum og Breiðabliki í bikarnum á fimmtudagskvöld vekja vonir um gott gengi í þessum leik en leikir gegn Stjörnunni eru ávallt mjög erfiðir. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012