Bikarmeistarabragur á KR

KR vann glæsilegan útisigur á Breiðablik í átta liða úrslitum Mjólkubikarsins og er komið í undanúrslit. Lokatölur urðu 2-4 í fjörugum leik. Blikar áttu fyrsta færi leiksins er Beitir varði af mjög stuttu færi og Finnur Tómas náði að moka boltanum burtu af línunni. Jafnfræði var með liðum framan af leik og áttu bæði hættulegar sóknir. 
 
Atli Sigurjónsson komst í dauðafæri um miðjan hálfleikinn er hann komst inn í misheppnaða sendingu frá markinu en markvörður Blika varði frá honum.  
 
Á 42. mínútu skoraði Ægir Jarl Jónasson frábært skallamark eftir hornspyrnu. 
 
Í uppbótartíma hálfleiksins skoraði Atli Sigurjónsson síðan með stórkostlegu skoti fyrir rutan vítateig og KR fór í hálfleikshlé með örugga forystu. 
 
Á 52. mínútu skoraði Ægir Jarl öðru sinni með hnitmiðuðu skoti utan teigs. 0-3.
 
KR hafði yfirburði framan af síðari hálfleik og Ægir Jarl var óheppinn að ná ekki þrennu er skalli frá honum fór í innanverða stöng á Blikamarkinu. 
 
Brynjólfur Willumsson skoraði síðan gott mark fyrir Blika eftir vel útfærða skyndisókn á 69. mínútu. 
 
Á 82. mínútu skoraði Krisján Flóki Finnbogason fyrir KR er hann fékk boltann í frákasti eftir markvörslu Blikamarkvarðar, sem varði hjá Kristin Jónssyni eftir frábæra sókn KR. 
 
Stefán Ingi Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Blika tveimur mínútum síðar en sigurinn var aldrei í hættu og hefði vel getað orðið stærri. 
 
Næsti leikur KR er heima gegn Stjörnunni á sunnudag kl. 14 í Pepsi Max deildinni. 
 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012