Breiðablik - KR á fimmtudagskvöld

Breiðablik og KR eigast við í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15. Einhverjum áhorfendum verður hleypt á leikinn en hámarksfjöldi leyfilegur í hólfi er nú 200 manns. Blikar munu hafa tök á einhverri hólfaskiptingu en ekki liggur fyrir hvað margir áhorfendur komast á leikinni. Miðar eru til sölu í gengum Stubbs-appið. 
 
Á sunnudaginn tekur KR síðan á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni og hefst sá leikur kl. 14. Ekki liggur fyrir hvað margir komast á þann leik en sem fyrr segir er hámarksfjöldi í hólfi 200 manns. 
 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012