Afleitur varnarleikur

Í viðtali við Fotbolti.net eftir tapleik KR gegn Val, 4-5, sagði Rúnar Kristinsson að varnarleikur liðsins hefði verið afleitur frá fremsta manni til hins aftasta. Vörn KR opnaðist mörgum sinnum illilega í leiknum. Á hinn bóginn var sóknarleikurinn beittur og ekki fóru mörg dauðafæri í súginn. 
 
Því miður virkuðu Valsmenn beittari og markvissari í sínum leik, sérstaklega í síðari hálfleik. 
 
Atli Sigurjónsson skoraði tvö mörk fyrir KR í dag og Kennie Chopart og Óskar Örn Hauksson skoruðu hin mörkin. 
 
Næsti leikur er gegn ÍA á sunnudaginn kl. 17. Áhorfendabann og bein útsending á Stöð 2 sport. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012