„Við erum vel peppaðir,“ segir Óskar Örn

  „Við erum vel peppaðir. Málin hafa bara verið rædd innan hópsins og allt sem gengið hefur verið á sett til hliðar,“ sagði Óskar Örn Hauksson í örstuttu spjalli við vefinn í gær en þá kom KR-liðið úr sóttkví sem það þurfti að gangast undir eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli rétt eftir miðnætti á miðvikudagskvöld, þegar nýjar og hertari reglur um skimanir á landamærum tóku gildi. 
 
Eftir nokkurt þóf komst KR í svokallaða vinnusóttkví á laugardaginn og hefur liðið síðan þá æft af kappi fyrir stórleikinn gegn Val sem verður á Meistaravöllum í dag kl. 17. 
 
KR hefur gefið eftir í undanförnum umferðum á þessu stórundarlega Íslandsmóti og tap gegn FH í síðustu umferð, í leik þar sem KR hafði nokkra yfirburði, var mikil vonbrigði. 
 
Sigur gegn Val í dag er gífurlega mikilvægur fyrir toppbaráttuna. Kannski er þetta fyrsti úrslitaleikurinn af mörgum á mótinu. 
 
Áhorfandabann er á leikinn en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012