Gestirnir nýttu færin

 Súrt tap gegn FH 1-2 í fyrsta leik eftir COVID-19 hlé. Tómur KR-völlur og flestir fylgdust með leiknum í sjónvarpi, þó mátti sjá eldhörðustu aðdáenur fyrir utan leikvanginn. KR stýrði leiknum gegn FH eins ogsjónvarpsáhorfendur sáu og fengu flest færin sem sáust í leiknum. En FH-ingar nýttu vel tvær skyndisóknir og unnu. Það eru stigin sem telja. Það var Kristján Flóki sem skoraði mark KR, jafnaði í 1-1, eftir þunga sókn og sofandahátt í vörn FH. 
 
Bæði mörk FH komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. FH-ingar lágu töluvert til baka og virtust eiga undir högg að sækja. Tilfinningin frá upphafi leiks og langt fram í leikinn var sú að KR myndi vinna en bæði mörk FH komu óvænt, þvert gegn gangi leiksins. 
 
Kannski gerðu okkar menn rangt að gefa jafnsterku liði og FH kost á að liggja djúpt og beita skyndisóknum, en það er auðvelt að tala um slíkt. Kannski var þetta bara óheppni. 
 
Dýrmæt stig töpuðust og stigasöfnun í deildinni hefur verið afleit í síðustu umferðum, allt frá sætum útisigri gegn Fylki höfum við horft upp á tvö jafntefli gegn liðum í neðri hlutanum og síðan kom þetta tap. 
 
Næsti leikur er gegn stórliði Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í Skotlandi á þriðjudag. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012