KR á sigurbraut á ný

KR vann auðveldan sigur á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Engir áhorfendur voru á leiknum vegna COVID-takmarkana en leiknum var streymt á Facebook-síðu KR. Bæði mörk KR komu í síðari háfleik og skoraði Óskar Örn það fyrra og Kristján Flóki það síðara.
 
Mörkin hefðu getað orðið fleiri enda yfirburðir KR miklir og liðið spilaði glimrandi vel. KR er því komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. 
 
Sigurinn kemur í kjölfar tveggja jafnteflisleikja gegn lakari liðum og er því sérlega kærkominn. 
 
KR átti leik gegn Gróttu í deildinni úti á Nesi á þriðjudagskvöld en sá leikur mun frestast vegna COVID-hlés. Óvíst er hvenær næsti leikur verður spilaður. 
 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012