Bikarslagur í kvöld

KR og Fjölnir eigast við á Meistaravöllum í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar og hefst kl. 19.15. Liðin gerðu jafntefli fyrir skömmu í deildarleik, úrslit sem voru vægt áfall eftir sigurhrinu þar á undan. Í kjölfarið kom síðan jafnteflisleikur gegn KA á Akureyri. 
 
Leikurinn í kvöld er kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut og sæti í bikarkeppninni að sjálfsögðu í húfi. KR vann bikarinn síðast árið 2014 en tapaði úrslitaleik keppninnar gegn Val árið 2015. Síðan þá hefur KR ekki verið í úrslitaleik keppninnar. 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012