Beitir bjargaði stigi

KA og KR gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í níundu umferð Pepsi-deildarinnar, 0-0. Úrslitin eru vonbrigði og koma í kjölfar jafnteflis á heimavelli gegn botnliðinu Fjölni. Hafa því fjögur stig tapast í toppbaráttunni á meðan Valur og Stjarnan eru að vinna alla sína leiki. 
 
Samkvæmt fregnum af leiknum fyrir norðan mátti KR þakka fyrir stigið. Leikurinn var lokaður og einkenndist af góðum varnarleik og bitlausum sóknarleik beggja liða. 
 
Um tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma skoraði KA mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Vafi þótti leika á réttmæti dómsins en knötturinn mun hafa haft viðkomu í Beiti markverði áður en hann barst til rangstæða mannnsins sem kom boltanum í markið. 
 
Undir lok venjulegs leiktíma var dæmd vítaspyrna á KR sem Beitir varði og bjargaði þar með stigi á Akureyri. 
 
Næsti leikur KR er í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, gegn Fjölni, á heimavelli, á fimmtudaginn kl. 19.15 

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012