Svara þráð

Spjall

Breytingar á liðinu fyrir næsta sumar24.september 2012 kl.14:28
Þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið vel upp á síðkastið tel ég ekki vera þörf á neinum meiriháttar breytingum á leikmannahópnum eftir tímabilið. Eini leikmaðurinn sem er með lausan samning hjá KR er Viktor Bjarki og finnst mér sennilegt að hann leiti á önnur mið í ljósi þess að ekki er búið að ganga frá endurnýjuðum samningi við hann nú þegar. Þá er spurning hvort Óskar Örn verður keyptur til Noregs eða hvort hann kemur aftur í KR. Mér finnst ólíklegt að einhverjir aðrir leikmenn fari frá liðinu en auðvitað veit maður aldrei og staldrar maður þá helst við Hannes sem er alveg hægt að ímynda sér að eitthvað erlent lið falist eftir. Ef við gefum okkar það að Viktor fari þá ætti liðið alveg að ráða við þar sem við eigum Bjarna Guðjóns, Baldur Sig, Jónas Guðna, Egil Jóns, Atla Sigurjóns og Björn Jónsson sem allir geta spilað á miðjunni. Ef Óskar kemur ekki aftur er staðan á vinstri kantinum hins vegar laus og það er þá væntanlega forgangsatriði að finna nýjan leikmann í þessa stöðu. Það hver það ætti að vera er ég hins vegar ekki viss um. Sé litið til þess hvernig má bæta liðið tel ég mikilvægast að styrkja það varnarlega. Varnarleikurinn hefur alls ekki verið jafn sannfærandi á þessu tímabili og því síðasta og ljóst að brotthvarf Skúla Jóns hafði áhrif á liðið. Þá áttu bakverðirnir okkar ekki jafn gott sumar og í fyrra en maður vonar að með heilu undirbúningstímabili fyrir næsta sumar finni Mummi aftur sitt besta form. Mitt mat er að við þurfum nýjan miðvörð og sting ég upp á því að KR reyni að fá Rasmus Christiansen frá ÍBV sem hefur verið jafnbesti miðvörður deildarinnar síðustu ár og er samningslaus eftir þetta tímabil. Í aðrar stöður tel ég ekki mikla þörf á nýjum leikmönnum þótt það gæti verið ágætt upp á breiddina fram á við að gera að gera aðra tilraun til að fá Steven Lennon. Þar fyrir utan vonast maður auðvitað eftir því að einhverjir yngri leikmanna hópsins á borð við Hauk Heiðar, Atla Sigurjóns, Þorstein Má, Dofra og Egil stígi upp í vetur og komi sterkir til leiks næsta sumar. Þá geta lykilleikmenn eins og til dæmis áðurnefndur Mummi, Maggi Lú, Baldur og Kjartan Henry spilað talsvert betur en þeir hafa gert í sumar og ekki endilega ástæða til að halda að þeir eigi aftur slæmt sumar á næsta ári. Með fáum en skynsamlegum breytingum á hópnum er ég þess fullviss um að KR getur hafið leik næsta sumar með lið í höndunum sem getur gert atlögu að Íslandsmeistaratitilinum. Hvaða breytingar vilja menn sjá á hópnum fyrir næsta sumar?
Stórveldið
24.september 2012 kl.14:31
Ábending til vefstjóra: Það þarf að gera mönnum kleift að gera greinarskil í textanum á þessu spjallborði...
Stórveldið
24.september 2012 kl.15:49
Brynjar Björn kemur inn í miðvörðin, væri frábært að fá Jón Daða og Lennon til að styrkja liðið fram á við.
Skarphéðinn
24.september 2012 kl.15:55
Með fullri virðingu fyrir Brynjari Birni þá er maðurinn orðinn 37 ára og kannski ekki beint sanngjarnt að ætla honum að koma heim og laga það sem laga þarf í öfustu varnarlínu. Hann er þó að sjálfsögðu alltaf velkominn aftur í KR en við verðum að átta okkur á því að hann verður engin töfralausn.
Stebbi
24.september 2012 kl.16:01
Brilli er í flottu standi, verður einn besti leikmaður deildarinnar á næsta ári.
Skarphéðinn
24.september 2012 kl.16:02
Ég gleymi auðvitað Brynjari Birni. Það væri virkilega gaman að sjá hann aftur í KR-treyjunni en annars er ég sammála Stebba...
Stórveldið
24.september 2012 kl.17:24
Þurfum nýjan miðvörð í öðrum stöðum erum við góðir + það að fá Egil og Dofra aftur frá Selfoss.
Vesturbæingur
24.september 2012 kl.21:21
Eru menn búnir að missa vitið í þessari skitu undanfarið?? Jú, Dofri er leikmaður sem hefur potential en Egill er bara búinn að vera áhorfandi í þeim leikjum sem hann hefur spilað hjá KR. Hann tekur bara eitthvað skemmtiskokk og horfir á aðra leikmenn...það er EKKERT að koma út úr honum. Þetta er ekki bara mín skoðun, kíktu á umsagnir og einkunnir úr leikjum hans...þvilík hörmung.
Bobbi
KR liðið 201324.september 2012 kl.21:54
ég tel ekki að það verði miklar breytingar á liðinu en held að þeir leikmenn sem gætu farið eru: Óskar,Atli og Hannes. Ef við missum Óskar þá væri ég til í að fá Jón Daða ef hann fer ekki út eða Ingimund. Væri til í að sjá KR reyna við Rasmus Christiansen. Við munum líklegast missa VBA en ef við missum bæði hann og Atla þá þurfum við eitt stykki miðjumann í viðbót vonandi Rúnar Má úr Valnum. Byrjunarliðið Mummi-Grétar-Rasmus-Mummi Bjarni-Baldur Björn Jóns KHF-Gary-Óskar/Ingi/Jón Daði
David Winnie
24.september 2012 kl.23:32
Spila Jón Daði og Ingimundur ekki báðir á hægri kantinum? Annars hvort tveggja góðir leikmenn...
Stórveldið
25.september 2012 kl.08:23
Atli fer 100% heim í Þór Þorsteinn Már vill án efa spila með Víkingi Ólafsvík á næsta ári. Viktor Bjarki mun skipta eftir tímabilið. Egill og Dofri verða ekki í KR á næsta ári. Hannes fer út. Björn Jónsson skiptir yfir í ÍA Þetta liggur fyrir
Halldór Geir
25.september 2012 kl.08:39
Við KR-ingar fengum einn misheppnaðan leikmann síðastliðið vor og það var útlendingurinn hann Rhys, enda var hann látinn fara. Að öðru leiti erum við með það sterkan mannskap, að við getum ekki kennt honum um ófarirnar ,, hamfarirnar " í síðustu leikjum. Samkvæmt því sem haft er eftir leikmönnum sjálfum, þá er það umgjörðin og mórallinn í kring um liðið sem orsakar þetta og smitar inn í liðið.
Stefán
25.september 2012 kl.12:35
Miðað við skrif Stefáns þarf KR nauðsynlega einn leikmann sem heitir"góður mórall"
Staðreynd
25.september 2012 kl.13:10
Brynjar ferðast alltaf með strætó í Reykjavík
Hamar
25.september 2012 kl.13:46
Mikið rétt Staðreynd og góðan sálfræðing líka.
Stefán
25.september 2012 kl.13:48
"Eru menn búnir að missa vitið í þessari skitu undanfarið??" segir Bobbi og vísar til þess að Egill sé "hörmulegur" leikmaður og "áhorfandi" í þeim leikjum sem hann spilar. Í fyrsta lagi þá skipti Egill yfir í Selfoss um mitt tímabil og hefur ekki átt neinn þátt í meintri skitu KR upp á síðkastið fyrir utan að hafa lítið sem ekkert fengið að spila á fyrri hluta tímabils. Í öðru lagi hefur Egill verið lykilleikmaður í skemmtilegu Selfoss liði, sem hefur staðið sig töluvert betur en KR í seinni umferðinni, og hann unnið mjög vel varnar- og sóknarlega fyrir liðið. Sjálfstraust hans hefur vaxið mikið á þessum tíma, og má þar m.a. þakka trausti sem Logi sýnir honum með að hafa hann alltaf í byrjunarliðinu. Ég er því mjög spenntur fyrir því að fá hann aftur í Vesturbæinn fyrir næsta tímabil. Hvað varðar skrif Bobba um umsagnir og einkunnir, þá hefur hann fengið mjög góða umsögn og einkunnir á tíma sínum hjá Selossi. Bobbi, reyndu að tala af virðingu um leikmenn, þá sérstaklega uppalda leikmenn sem hafa alltaf gert sitt besta fyrir klúbbinn!!!
Nonni
25.september 2012 kl.14:47
Nonni: Egill hefur byrjað slatta af leikjum hjá KR áður en hann fór á lán til Selfoss. Hann minnir meira á dómara en leikmann í þeim skilningi að hann virðist forðast það að koma við boltann og er bara í einhverju skemmtiskokki. Mögulega hefur leikur hans batnað hjá Selfyssingum en í raun erfitt að sjá hvernig frammistaða hans hefði getað versnað. Virðing er eitthvað sem maður ávinnur sér og ef hann sýnir smá baráttu og ,,balls" þá fær hann virðingu...og nota bene, þá gildir þetta um alla leikmenn.
Bobbi
25.september 2012 kl.15:50
...og þar með er ég hættur að skrifa inn á spjallþræði á Netinu.
Nonni
25.september 2012 kl.21:12
WINNING!! :)
Bobbi
26.september 2012 kl.11:19
Held að komment Bobba dæmi sig sjálf.. ekki skrítið að þið KRingar séuð út' að skíta með svona áhangendur..
HEK
Ekki miklar breytingar27.september 2012 kl.13:06
Vonandi verða ekki miklar breitingar vonandi höldum við atla sig og þorsteini r og viktori mér finst hann stundum van mettin .
Bkj
27.september 2012 kl.16:02
Viktor Bjarki ofmetinn?!?!? Á hvaða lyfjum ert þú eiginlega??
Siggi T
27.september 2012 kl.16:03
meinti vanmetinn...obviously!
Siggi T
27.september 2012 kl.16:39
Sammála Bkj, Viktor er þrælduglegur á miðjunni í að vinna boltann og hleypur allann völlinn endilangann annað en aðrir í liðinu. Ótrúlegt hvað það er hægt að kenna honum um allt sem illa fer hér á spjallinu.
Dóri
Fjandmenn27.september 2012 kl.17:20
Ég á tvo syni sem spilað hafa með KR frá unga aldri og upp í meistaraflokk. Ég get ekki annað en verið sammála HEK hér að framan. Það er átakanlegt hversu illa "stuðningsmenn" KR tala um leikmenn. Held að það ætti að taka upp annað orð yfir suma stuðningsmenn þessa félags "fjandmenn" væri nær. Kannski að endurnýjun þyrfti helst að fara fram þar fyrir næsta tímabil.
Sigga

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012