Svara þráð

Spjall

Það vantar leikmenn25.apríl 2022 kl.20:49
Það er nokkuð ljóst að það vantar leikmenn, einn eða tvo. Það voru höggvin skörð í framlínuna í kvöld og þó að Kjartan Henrý sé að koma inn og vonandi Stefán Árni líka, þá vantar meiri breidd í liðið.
Stefán
25.apríl 2022 kl.21:08
Fyrri hálfleikur fínn seinni ekki nógu góður.Vissulega slæmt að hafa ekki Kjartan og Stefán en breidd liðsins er ekki mikill en þegar allir eru klárir er byrjunarliðið gott KR hefur ekki 100 milljónir í leikmannakaup eins og sum félög .Koma svo mæta með ákefð og mikls baráttu í næsta leik gegn Vali .Áfram KR
KR ingur
26.apríl 2022 kl.12:54
Hópurinn er fínn og betri en í fyrra - sýndi sig í fyrri hálfleik. Vorum miklu betri en samt vantaði Kjartan Henry og Stefán Árna. Stefán og Sigurður Bjartur flottir í gær í framlínu en vantaði slútt.
ebeneser
26.apríl 2022 kl.16:33
Svo er náttúrulega orðin hefð fyrir því hjá KR að tapa fyrsta heimaleik og það hefur bara aldrei lofað góðu um framhaldið, en ég og allir KR-ingar gerum að sjálfsögðu kröfur um sigur á Val á Hlíðarenda.
Stefán
26.apríl 2022 kl.19:54
Ferlega pirrandi þetta gengi á heimavelli og 3 tapið í röð í fyrsta leik á heimavelli.
Vesturbæingur
Valur-KR30.apríl 2022 kl.21:26
Vorum rændir stigi í kvöld af óheiðarlegum dómara.Er KSÍ ekki með dómnefnd búið að ræna okkur tvo leiki í röð von nema okkar leikmenn og þjálfarar séu reiðir þþegar svona er gert gegn okkur.Óréttlæti verið sð hygla öðrum á kostnað KR.
Vesturbæingur
1.maí 2022 kl.09:09
KR átti auðvitað að fá víti og það er dómarinn búinn að viðurkenna. Þá átti Grétar Snær augljóslega ekki að fá annað spjald. Burt séð frá því, þá er uppskera knattspyrnuliða KR skelfileg eftir fyrstu leiki. Við stuðningsmenn KR eigum betra skilið eftir hörmulegt gengi körfuboltaliðanna.
Stefán
3.maí 2022 kl.19:15
Erum ekki með lið eins og staðan er til að keppa við toppliðinn höfum tapað öllum leikjum á þessu ári gegn þeim.Hópurinn er litla breidd. Æ
KR ingur
4.maí 2022 kl.23:46
Metnaðarleysið varðandi kvennaliðið er æpandi, engin styrking og vita gagnlsus þjálfari, þvi miður virðist liðið stefna beint niður aftur ef ekkert er að gert.
jalli
6.maí 2022 kl.08:39
Liklega blanda af metnaðarleysi og peningaleysi bæði í fótboltadeildum og körfuboltadeildum, eða hvað ?
Stefán
Nýir leikmenn6.maí 2022 kl.16:46
Ég fagna nýjum leikmanni - Aron Þórður Albertsson á klárlega eftir að gera góða hluti með KR. Svo er kvennaliðið með tvær bandarískar sem ekki voru komnar með leikheimildir og þar mun vera um virilega góða leikmenn að ræða - Förum því fagnandi inn í helgina !
Stefán
6.maí 2022 kl.19:15
Svo sannarlega vona ég að þu hafir á réttu að standa, en miðað við hóp spà ég því mipur 5-6 sæti, yrði mjög hissa og glaður ef þeir hafna ofar, en ég segi þetta miðað við mannval og litla breidf.
kalli
6.maí 2022 kl.22:48
Miðað við hópinn í dag er KR í 6-10 sæti því miður verður að bretta upp ermar enginn fallbarátta takk.Ps Færeyingurinn er ekki að heilla mig frekar en sá sem lék með okkur fyrir 15-20 árum.
Vesturbæingur
Nú er nóg komið7.maí 2022 kl.18:14
Ég hef bara þetta að segja eftir jafnteflið á móti tíu KA mönnum að nú er nóg komið Rúnar !!! Þú getur bara ekki boðið okkur lengur upp á svona árangurslausan og einstaklega illa skipulagðan sóknarleik.
Stefán
7.maí 2022 kl.19:11
Alveg rétt fyrirsjáanlegur og einhæfur sóknarleikur sem andstæðingarnir geta auðveldlega lesið.Alltaf sami leikur síðustu 3 árinn.
Vesturbæingur
Einhæft og fyrirsjáanlegt7.maí 2022 kl.19:16
Vitað mál að KA myndi mæta á Meistaravelli og falla tilbaka. Þetta var svakalega dauf frammistaða og ekkert plan B. Miðjumoð fyrir KR á þessu tímabili því miður.
Baddi
7.maí 2022 kl.19:28
Leika á heimavelli fyrir stuðningsmenn sína og eru manni fleiri i 59 mín (með injury time) og geta ekki skorað eitt einasta mark, hvað eru menn að æfa alla vikuna, maður spyr sig ?
kalli
7.maí 2022 kl.19:29
Er timi Rúnars liðinn eða eru þetta handónýtir leikmenn, svarið nú kæru félagar ?
kalli
7.maí 2022 kl.19:38
Ég og fleiri höfum höfum einmitt verið að velta þessu fyrir okkur kalli. Eftir síðustu leiki hallast ég að því að mjög mikið megi skrifa á Rúnar vegna þess að andstæðingar lesa einhæfan sóknarleikinn svo auðveldlega.
Stefán
7.maí 2022 kl.19:38
Ég og fleiri höfum höfum einmitt verið að velta þessu fyrir okkur kalli. Eftir síðustu leiki hallast ég að því að mjög mikið megi skrifa á Rúnar vegna þess að andstæðingar lesa einhæfan sóknarleikinn svo auðveldlega.
Stefán
7.maí 2022 kl.19:48
Að sjàlfsögðu var risa áfall að missa Ôskar heilann i liðinu, og svo dettur Flóki lika út vegna meiðsla, þvi er óskiljanlegt sð ekki hafi verið brugðist við, leikmenn úr neðri deildum getur aldrei talist styrking, KA með 6 erl atvinnumenn sýndi mun meiri kraft og baràttu í dag.
kalli
ÍBV - KR8.maí 2022 kl.11:50
Það er allavega á hreinu kalli, að ef KR vinnur ekki ÍBV í Eyjum þá fær Rúnar gula spjaldið hjá mér, en ég tel að til þess komi ekki og að KR vinni. Það hefur nefninlega myndast einskonar hefð fyrir því hjá KR að vinna útileiki en tapa stigum heima, sem er auðvitað alveg óþolandi.
Stefán
8.maí 2022 kl.16:51
Okkar leikmenn og þjálfari verða að stíga upp og finna lausnir við illa skipulögðum sóknarleik.Ef menn gera ekkert og finnst nóg eftir að móti til að slípa sig saman og safna stigum þá getum við verið í vondum málum í haust. Og verið að berjast á botnbaráttu það má ekki gerast.
KR ingur
Stöðumat8.maí 2022 kl.20:26
Eftir þessa fjóra leiki vitum við allavega hvar við stöndum, þannig að við þurfum ekki að gera okkur neinar grillur. Ég tel að við munum sjá áherslubreytingar varðandi taktík í næstu leikjum, því við þurfum að safna stigum. Ég tel að raunhæft markmið sé að stefna að 6 sæti.
Andreas
11.maí 2022 kl.16:12
Haha þið verðið í fallbaráttu.Stórveldið tekur þetta með vinstri.
Balli
11.maí 2022 kl.20:51
Ég tel Breiðablik vera best spilandi liðið, en KR mun vonandi moka inn stigum á útivöllum a.m.k.
Stefán
11.maí 2022 kl.21:26
Breiðablik og því miður Valur virðast sterkust eins og staðan er.Ef við vinnum ekki þá vonandi Blikar ekki Valur takk.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012