Svara þráð

Spjall

Sorg í vesturbænum ?13.nóvember 2021 kl.17:04
Mikið óskaplega er ég dapur að heyra að okkar ástkæri leikmaður og fyrirliði sé farinn frá okkur i Stjörnuna, á bara erfitt með að kyngja því, en vil samt þakka honum fyrir frábær ár hjá KR ig hefði óskað að hann hefði lokið ferlinum hér hjá okkur. En verð samt að segja með óbragði í munni að hélt að dlíkur karakter mundi ekki fara fyrir nokkra fimm þúsund karla eða hvað ?
kalli
14.nóvember 2021 kl.00:23
Óskar Orn átti frábær ár með KR og við stuðningsmenn KR þokkum honum bara kærlega fyrir alla skemmtunina. Hann stimplaði sig inn sem einn allra besti leikmaður KR frá upphafi og drengur góður.
Stefán
14.nóvember 2021 kl.10:10
Þakka Óskari fyrir frábæra þjónustu fyrir stórveldið.Öllu líkur að endanum enginn er stærri en KR.Legend í sömu stöðu Einar Þór lauk ferlinum í ÍBV.Ef að óskar hefði gengið til liðs við Val gengið til liðs við Val hefði það verið svik maður sættir sig við önnur lið.Nóg er að uppöldum KR-ingum sem eru að þjálfa og leika með Knattspyrnu og körfuboltaliðum Vals.Áfram KR.
Vesturbæingur
14.nóvember 2021 kl.11:22
Mér var einmitt hugsað ti Einars Þórs Dan þegar ég var að skrifa mitt innlegg hér að ofan. Frábær og vinsæll leikmaður eins og Óskar Orn.
Stefán
14.nóvember 2021 kl.12:39
Ég hef ekki verið "Fan of Óskar" en klárlega er hann með þeim betri leikmönnum sem hefur spilað fyrir klubbinn. Það að hann endi feril sinn í Stjörnunni er fjárhagslega gott move fyrir hann og gott fyrir KR. Almennt var ætlast til of mikils af honum og hann átti að sjá um að KR ynni leikinn. Gegnum tíðina hefur honum verið boðinn betri samningur annarstaðar en alltaf hélt hann tryggð við KR. Hann hefði pottþétt getað fallið í Valinn en valdi Stjörnuna. Klárt mál að hann er með alvöru KR hjarta og veit að alvöru KR-ingar fara ekki á afturendann sama hversu vel þeir bjóða. Vill ég óska honum alls hins besta í Stjörnunni og megi hann skora slatta af mörkum þar eins og hann gerði hér.
Damus7
14.nóvember 2021 kl.14:16
Kemur á óvart hvað menn taka þessu vel og virðast litið sjá eftir Óskari, ólíkt mér sem vildi að hann endaði ferilinn sem KR-ingur, gaman að velta fyrir sér i old days að gegnheilir KR-ingar eins og Ellert Schram, Bjarni Fel, Sveinn Jóns, Þormóður, Ottó Guðmunds og fl hefðu aldrei ljàð màls að yfirgefa klúbinn jafnvel þó vel væri boðið, félagshollusta er liðin tið og nú snýst þetta allt um peninga sem er sorglegt.
kalli
14.nóvember 2021 kl.17:52
Einar Þór og Óskar áttu eitt sameiginlegt reyndu báðir að spila erlendis gekk ekki hjá hvorugum komu alltaf til baka í KR.
Vesturbæingur
15.nóvember 2021 kl.20:19
Þetta eru ákveðin tímamót. Yrði erfitt að sjá hann eiga svo gott tímabil með Stjörnunni og hugsa að hann hefði kannski átt þetta inni hjá KR. En kannski að KR geti fengið Hannes í búrið aftur?
Vaxtavextir
17.nóvember 2021 kl.16:40
Kíkja í sögubækurnar Kalli minn - Þormóður endaði ferilinn í Stjörnunni eins og Óskar.
Charlie
Arnþór Ingi17.nóvember 2021 kl.18:10
Arnþór Ingi lika farinn - Jólahreingerning hjá KR ?
Stefán
17.nóvember 2021 kl.18:28
Hann lék víst einn leik neðri deild með liðinu
kalli
18.nóvember 2021 kl.14:18
Àgúdt Gylfa segir Stjörnuna stærsta félag landsins, hvaða grin er þetta ? félag sem hefur unnið eina dollu frá upphafi, þar á ég við sjàlfan islandsmeistaratitilinn
kalli
18.nóvember 2021 kl.15:28
Ég fæ nú ekki séð að Stjarnan skíni eitthvað skærar en verið hefur með Ágúst Gylfason sem þjálfara, frekar stjörnuhrap.
Stefán
18.nóvember 2021 kl.19:07
Vissulega slæmt að missa Óskar hann ásamt Arnóri Sveini voru lykileikmenn þrátt fyrir að vera með elstu mönnum.Þörf á því að yngja hópinn en hefði viljað halda honum. Nú verður Kjartan ofl að stíga upp.
Vesturbæingur
18.nóvember 2021 kl.20:54
Þrátt fyrir allt var nú Kjartan markhæstur i sumar með 7 mörk (0 víti) og Óskar með 5, þannig að liðið vantar tilfinnanlega góðan grimmann markaskorara, til samanburðar var daninn með 16 mörk f Víking (0) risa munur þarna á.
kalli
18.nóvember 2021 kl.23:48
No worries, Óskar er farinn svo framherjarnir munu núna skora meira. King Kjartan bætir markametið.
Damus7
19.nóvember 2021 kl.07:59
Það er slæmt að King Kjartan byrjar í einhverra leikja banni og ekkert er hægt að stóla á Guðjón varðandi síendurtekin meiðsli, en yngri leikmenn eru að koma inn. Svo vona ég að Alex Freyr komi til baka.
Stefán
Alex Freyr20.nóvember 2021 kl.20:26
Þá er það ljóst að Alex Freyr fær ekki að sanna hæfileika sina hjá KR. Hver ætli sé næstur út ?
Stefán
22.nóvember 2021 kl.03:51
Maður hefði haldið að eitthvað peningafólk hefði verið tilbúið að fjármagna veru Óskars, eða að það hefði verið hægt að koma honum að í þjálfun eða einhverju álíka. Þó hann sé úr Njarðvík er hann einn af merkustu leikmönnum félagsins frá upphafi. Það heyrist í viðtölum við hann hvað hann er greindur, jákvæður, jarðbundinn og hreinskilinn við bæði sjálfan sig og aðra. Hann er ómetanlegur karakter fyrir unga og efnilega leikmenn, sérstaklega þar sem hann hefur verið í atvinnumennsku sjálfur þar sem ekkert gekk upp. Mig grunar að Stjarnan sé að horfa í slíka hluti og ætli sér að halda honum í félaginu til langs tíma. Segir líka margt um karakter Óskars að hann er ekki að "láta allt flakka" þó KR hafi greinilega komið illa fram við hann eftir tímabilið. Orð Rúnars um að það væri erfitt að ná í Óskar voru furðuleg, og Páli Kristjánssyni virtist nokkurn veginn standa á sama í viðtölum hvort Óskar yrði áfram eða ekki.
dóri
22.nóvember 2021 kl.09:04
Þú vilt sem sagt eyða morðfjár í leikmann sem yrði líklega á bekknum hjá KR heldur en að eyða þessu í framtíðarleikmann. Eðlilega tekur Óskar samningi um þreföld laun í stað þess að leggja skóna á hilluna. Núna er KR örugglega að safna peningum til að kaupa HK-inginn og gamli launapakkinn hans Óskars hjálpar til þar.
Damus7
22.nóvember 2021 kl.15:52
Nei, það vil ég ekki, en hlutirnir virka ekki þannig. Ég tel að einhver auðjöfur eða fyrirtæki hefði verið til í að fjármagna Óskar Örn, en kannski ekki til í að fjármagna komu einhvers leikmanns úr öðru félagi. Ég veit um dæmi af þessum toga í öðrum félagum, til dæmis Víkingi og Val.
dóri
22.nóvember 2021 kl.15:54
P.S. Þessi saga um "þreföld laun" hefur hvergi verið staðfest og er líklega eitthvað kjaftæði úr Hjörvari Hafliða eða Kristjáni Óla. Það er algjörlega útilokað að pakki Stjörnunnar hafi verið þrefaldur á við það sem KR hafði úr að moða.
dór
23.nóvember 2021 kl.22:44
Hárétt að vera ekki að elta ofur yfirboð annara félaga.KR hefur ekki úr sömu fjármunum og sum félög verðum að sætta okkur við það.
Vesturbæingur
Styrktaraðilar24.nóvember 2021 kl.10:41
Það hvað KR hefur úr litlum fjármunum að moða hlýtur að einhverju leiti að skrifast á lélega samninga við styrktaraðila eða of fáa styrktaraðila.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012