Svara þráð

Spjall

Pablo Punyed 25.september 2021 kl.20:39
Pablo íslandsmeistari með sínu þriðja liði í dag. Vilja stjórnarmenn knd KR eða aðrir sem þekkja til kannski útskýra hvers vegna Pablo var leyft að fara og honum ekki boðinn nýr samningur. Hann hefði glaður viljað vera áfram eftir því sem ég kemst næst.
Qwerty
25.september 2021 kl.20:40
https://m.fotbolti.net/news/25-09-2021/pablo-meistari-med-thridja-lidinu-trudi-ekki-ad-hann-vaeri-a-lausu
Qwerty
Peningaleysi26.september 2021 kl.13:52
Það var sárt fyrir okkur KR inga að sjá á eftir Pablo, sem ég tel víst að hafi eingöngu farið vegna þess að honum hafi verið boðinn betri samningur annarsstaðar. Á meðan var verið að semja við aðra eldri leikmenn, sem flestir skiluðu reyndar sínu. Ég hef líka ekki skilið afhveju Ástbjörn var látinn fara ? Nú er bara að treysta á Bjarna Guðjóns sem er ætlað að leysa úr fjármálaóreiðunni.
Stefán
26.september 2021 kl.16:47
Bjarni leysir ekki úr óreiðunni einn.Þarf samstöðu allra KR inga í það.
Vesturbæingur
Pablo Punyed16.október 2021 kl.16:56
Auðvitað var það sárt fyrir okkur stuðningsmenn að sjá á eftir þeim frábæra leikmanni sem Pablo er. Nú getum við hinsvegar þakkað honum honum og öðrum leikmönnum Víkings fyrir að vinna bikarúrslitaleikinn sem færir KR það sem einmitt vantar mest ... peninga ! Nokkuð ljóst að Bjarni Guðjóns hélt ekki með liði bróðir síns.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012