Svara þráð

Spjall

Heyr mína bæn28.maí 2021 kl.14:22
Kæra stjórn knd. Það vitjaði mín sópran söngkona í draumi stuttu eftir leik KR - HK. Söng hún hið klassíska lag okkar "Heyr mína bæn" - svo fallega söng hún að það var engu nær en hvert einasta atóm heimsins væri sem hörpustrengur sem víbraði og hljómaði með í sama tón. Draumurinn sagði mér að félagið þyrfti að spila "Heyr mína bæn með Ellý" að nýju, bæði fyrir leik og í hálfleik. Þá myndi KR byrja að vinna á heimavelli. Getum við fengið að heyra það á sunnudag?
qwerty
28.maí 2021 kl.17:04
Goð hugmynd qwerty. Eitthvað verður allavega að gera til að rifa leikmenn og stjornendur knattspyrnudeildar KR upp af værum svefni a heimavelli !
Stefan
Heimasigur !!!!!!!!!!30.maí 2021 kl.21:07
Loksins, loksins, loksins heimasigur og það sanngjarn eftir alltof, alltof alltof langan tíma. Kjartan Henrý flottur og Óskar Örn orðinn 25 ára á ný.
Stefán
30.maí 2021 kl.21:48
Loksins kom þetta síðasti heimasigur var í fyrra og gegn ÍA.
Vesturbæingur
31.maí 2021 kl.12:00
Ekki var lagið Heyr mína bæn spilað. Kalla eftir því. Einnig var spilað gegn HK markalag, fyrst svokölluð skipaflauta að hætti Rotterdam manna og næst eitthvað hollenskt teknó. Það var ekki í gær og raunar eins og enginn væri á tökkunum, þegar mark var skorað. Og enginn til að lækka tónlistina þegar lagið var tekið í leikslok.
qwerty

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012