Svara þráð

Spjall

KR getur ekki unnið leik heima !!!25.maí 2021 kl.21:10
Hvað er eiginlega málið með KR og heimaleiki ? Þetta er eitthvað svo vonlaust að það þarf eflaust góðan sálfræðing til að kryfja málið og það er líklega einmitt það sem leikmenn og þjálfarar KR þurfa fyrir næsta heimaleik - Góðan sálfræðing !
Stefán
Meistaravellir??25.maí 2021 kl.21:46
Hrikalegt alveg. Aldrei 3 punktar á heimavelli og það á eftir að kosta sitt í lok tímabilsins.
Baddi
25.maí 2021 kl.21:54
Maður á ekki orð fyrir þennan leik bjóst maður því miður ekki meira en jafntefli.
Vesturbæingur
25.maí 2021 kl.22:20
Lok tímabilsins eru nokkurn veginn bara núna í eiginlegum skilningi. 8 stig eftir 6 leiki vinna ekki Íslandsmót. Verð feginn ef við höldum uppi baráttu um Evrópusæti.
Gústi
Bjarni Guðjóns25.maí 2021 kl.22:48
Það getur bara vel verið að brotthvarf Bjarna Guðjóns úr þjálfarateymi KR sé ansi stór hluti vandans, eða hvað ?
Stefán
25.maí 2021 kl.23:24
Held að Bjarni eigi stóran hlut í sigrinum 2019
Vesturbæingur
26.maí 2021 kl.09:07
Nýta færin, þá gerist þetta ekki. Einfalt
KR_ERU_BESTIR
26.maí 2021 kl.16:41
Minnir að Bjarni hafi þjálfað liðið fyrir nokkrum árum og verið rekinn. Minnir líka að hann hafi verið í þjálfarateyminu í fyrra þegar við mættum í Frostaskjólið og unnum sannfærandi 3-0 sigur. Þannig að leikurinn í gær var framför fyrir KR. Annars fór ég ósáttur í rúmið í gærkvöldi en eftir að hafa sofið á þessu voru 1-1 kannski sanngjörn úrslit.
HK Fan

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012