Svara þráð

Spjall

Ætlar KR að vera með ?16.maí 2021 kl.22:41
Nú mun reyna til fulls á getu KR heima gegn Val. Körfuboltaliðið fór á Hlíðarenda og sótti þangað sætan sigur. Við stuðningsmenn KR gerum hiklaust kröfu um heimasigur í fótboltanum. Sumir leikmenn KR hafa leikið langt undir getu í fyrstu leikjum, svo að nú er komið að þeim að sýna að vilji sé fyrir hendi að vera með í sumar.
Stefán
17.maí 2021 kl.08:10
KR hristir af sér shaky start í sumar og hefnir fyrir 4-5 tapið í fyrra með öruggum 3-0 sigri.
Vaxtavextir
Annað vonbrigða tímabil ?17.maí 2021 kl.21:16
Nei, þetta KR lið verður líklega ekki með í sumar. Eitthvað svo vonlausir, sérstaklega á heimavelli þar sem bara ekkert fellur með þeim. Það hreinlega stefnir í annað vonbrigða tímabil.
Stefán
17.maí 2021 kl.21:34
Því miður er lið okkar ekki nógu gott sumir orðnir of gamlir og mettir. Árangurinn í fyrra sýndi það hefði þurft meiri greiddu og yngingu í leikmannahópinn. ÁFRAM KR
Vesturbæingur
Krisa17.maí 2021 kl.22:10
Nakvæmlega Vesturbæingur. Krisan byrjaði i fyrra og það sja það allir nuna að þetta lið hefði ekkert erindi att i Evropukeppni. Það eru ny lið að stiga upp nuna og eg se bara þvi og miður ekki gott timabil framundan hja KR, en vona svo sannarlega að eg hafi rangt fyrir mer.
Stefan
17.maí 2021 kl.22:21
Fatta ekki að byrja með Kjartan, Flóka og Finn alla á bekknum. Á móti Val þarf að byrja með sitt besta lið. Eflaust munu einhverjir afsaka þetta en þegar liðið hefur varla unnið heimaleik í tvö ár, er að keppa á móti Val og vitandi að tap setti liðið í nokkuð djúpa holu strax í maí þá byrjarðu allavega 2 af þessum þremur og hrifsar þessa þrjá punkta til þín. Tap í í Krikanum í næstu umferð þýðir að KR getur gleymt því að berjast um titilinn.
Vaxtavextir
17.maí 2021 kl.22:30
Ja, ef KR nær ekki i þrju stig i Krikanum, þa einfaldlega kallar það a krisufundi hja Vesturbæjarstorveldinu, enda gerum við stuðningsmenn KR sanngjarnar krofur um arangur.
Stefan
18.maí 2021 kl.10:43
Sko, þú setur ekki leikmann inn í byrjunarlið án þess að viðkomandi hafi mætt á æfingu, annað er vanvirðing við núverandi leikmenn. Hvað þennan leik varðar þá voru úrslitin leiðinleg en leikurinn sjálfur frábær skemmtun alveg þar til að dómarinn flautaði leikinn af. KR spilað vel í þessum leik og synd að við höfum ekki unnið. Við áttum nokkra mjög góða kafla og Valur átti svo nokkra góða kafla. Svona á fótbolti að vera, bæði lið að sækja og reyna vinna. Heilt yfir er ég stoltur af leik minna manna í þessum leik.
Damus7

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012