Svara þráð

Spjall

Framtíðar æfingaðstaða KR? 13.maí 2021 kl.18:47
Sláandi úttekt á aðstöðumálum Akureyrarliðanna KA og Þórs er í Fréttablaðinu í dag. Iðkendum félagana fjölgar og æfingaðstaðan löngu sprungin. samt hamast Akureyrarbær við að troða byggingum niður alveg við æfingasvæði félagana sem eru ákkúrat einu mögulegu staðirnir fyrir stækkun æfingasvæðana. -------------Hljómar kunnuglega? Er ekki nákvæmlega það sama að gerast hjá okkur? Mikil íbúða uppbygging er framundan í vesturbænum án þess að sé hugsað um að KR fái að stækka æfingasvæðið. Margra ára óskum fyrrum formanna KR um að félagið fengi SÍF lóðina við Keilugranda var hafnað af Degi B. en svo gaf hann Búseta lóðina bara orðalaust en ekkert heyrðist frá KR. Og nú heyrist að borgin vilji líka skipuleggja íbúðabygð á þeirri litlu ræmu sem KR hefur eftir til umráða. Ekki munu þær byggingar auðvelda stækkun æfingasvæðisins fyrir nýja iðkendur eða hvað? Ef eitthvað er erum við í verri málum en KA og Þórsarar fyrir norðan!!! ----------------------- https://www.frettabladid.is/sport/akureyrarbaer-verdur-ad-ranka-vid-ser/
Spyrnir
13.maí 2021 kl.22:42
Enginn hætta á því að Reykjavíkurborg með Dag í fararbroddi rankar við sér sambandi við KR.Er búið að vera mikið sjónarspil síðustu fjögur ár en engar efndir.
Vesturbæingur
Aðstöðuleysi14.maí 2021 kl.10:57
Það er klárleg ekki hægt að treysta á neitt varðandi KR með Dag sem borgarstjóra, það er löngu ljóst og ekki hefur Eyþór nokkurn áhuga heldur. Við verðum því að teysta á að stjórnarmenn KR berjist fyrir okkur, en þaðan heyrist sjaldan nokkuð sem heitir upplýsingar um framgang mála. Jú, samþykkt fyrir byggingu á knattspyrnuhúsi á svæðinu, en svo ekkert meir. Það sést klárlega á knattspyrnuliðum KR þegar tímabilið hefst, að aðstöðuleysi er verulega að há þeim.
Stefán
Upplýsingar, takk14.maí 2021 kl.11:17
Dagshatrið smitast í KR ? -- Áður en póitíkin yfirtekur umræður um svæði KR væri kannski rétt að foringjar okkar upplýstu um stöðu mála, bæði innanfélags og í viðræðum við borgina. Almennt hlýtur að vera jákvæðtt að fá meiri byggð og fleiri krakka í KR-hverfið (og láta Vaæsarana ekki hirða Skerjó og rísandi 102-svæðið). Hitt er svo gamall vandi að KR hefur meira horft á byggðina leggja undir sig hvern reitinn af öðrum kringum sig allt frá því félagið fluttist í Kaplaskjólið eftir stríð -- sem þá var eiginlega úti í sveit á milli Vesturbæjarins við Ströndina og hverfisþyrpingarinnar á Seltjarnarnesi kringum Vegamót. Það er ekki Degi að kenna, eða öðrum borgarfulltrúum, og ég veit ekki betur en að þar sé almennur velvilji æi garð KR. En hvað erum við núna að gera í þessu (annað en hamast á fjarstöddum) ?
Mörður Árnason
14.maí 2021 kl.16:17
Er það hatur þegar bent er á hvað Reykjavíkurborg hefur látið KR sitja á hakanum.Bíður við svona málflutnigi allir sem starfa við stjórnmál og eru í æðstu embættum verða að þola gagnrýni eru réttir menn stikkfrí?Hitt er rétt vantar allar upplýsingar frá stjórn KR sambandi við uppbyggingarmál.
Vesturbæingur
20.maí 2021 kl.17:19
Jákvæðar fréttir, ekki satt? https://kr.is/undirritun-um-uppbyggingu-a-kr-svaedinu/
Vaxtavextir
Knatthús20.maí 2021 kl.22:33
Þessu ber auðvitað að fagna, en hvenar munu framkvæmdir hefjast og hvar verður aðstaða til æfinga og slíks á meðan framkvæmdir standa yfir ?
Stefán
20.maí 2021 kl.23:27
Frábært löngu kominn tími til.
Vesturbæingur
21.maí 2021 kl.15:16
Flott. Verður gaman að frétta meira af þessu. Við ,,Vesturbæingur'' mætum auðvitað í naglhreinsun ...
Mörður
22.maí 2021 kl.09:11
Ma eg vera memm Morður ?
Stefan

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012