Svara þráð

Spjall

Velkominn Páll Kristjánsson8.mars 2020 kl.19:30
Ég hlustaði á viðtal við Pál Kristjánsson á X-inu síðasta Laugardag og bind miklar vonir við hann sem stjórnarformann knattspyrnudeildar KR. Meðal þess sem Páll nefndi er samstarf við þrjá knattspyrnuklúbba í Skotlandi, sem mun vonandi skila okkur leikmönnum eða því að leikmenn fari þangað til æfinga. Páll kom líka inn á það sem hefur verið svo óþolandi fyrir okkur stuðningsfólk KR, að vera ekki upplýst um hvað er í gangi varðandi uppbyggingu á KR svæðinu. Páll vill flýta framkvæmdum, sérstaklega varðandi nýjan knattspyrnuvöll og svo knatthús í framhaldi af því. Þá á einnig að byggja íbúðir í stórum stíl kring um völlinn, sem er ekkert nema jákvætt. Ef einhverjir nágrannar eru eitthvað á móti slíkum framkvæmdum, þá skulu þeir bara koma sér á brott hið bráðasta segi ég. Það er auðvitað súrt að þurfa að ganga á eftir fólki í Ráðhúsinu við aðstoð, en Dagur og Eyþór eru auðvitað Árbæingar sem horfa sjálfsagt frekar upp í Elliðaárdal - Afram Páll ! Áfram KR !
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012