Svara þráð

Spjall

Flóðljós á KR völlinn26.september 2019 kl.13:02
Sælir félagar. Í sumar hefur gervigrasi farið fjölgandi í deildinni. Fylgifiskur þess eru fleiri vellir með flóðljós, Þetta opnar á fleiri kvöldleiki kl. 19 eða 20 yfir tímabilið, sérstaklega á vorin og haustin. Óumdeilanlega verður til sérstök skemmtileg stemning við það að spila á kvöldin í flóðljósum. Sömuleiðis er frekar leiðinlegt að spila klukkan 16:45 á haustin á virkum dögum og kl 14 um helgar. Það er engin skylda að hafa gervigras til þess að hafa flóðljós, þetta er sitthvor hluturinn, en fylgist jafnan að þegar gervigras er lagt því þá fær völlur eins og t.d. Fylkisvöllur alhliða yfirhalningu í boði Reykjavíkurborgar. Ég hvet stjórn knattspyrnudeildar KR til þess að greina kostnað og fara í það að fá flóðljós á KR aðalgrasið. Og auk þess hvet ég menn til þess að halda áfram við að bæta GRASvöllinn okkar, t.d. undirhita, lampa á hjólum ofl. Eftir nokkur ár mun koma á daginn að gervigrasið er ekkert ódýrara og auk þess óumhverfisvænna, t.d. vegna krafna UEFA um takmarkaða klst í notkun, endurnýjun gervigrass ofl. Áfram KR.
ebeneser
27.september 2019 kl.01:12
Amen! Væri frábært og klárlega skref í rétta átt.
dr.watson
27.september 2019 kl.09:35
Það þarf auðvitað að ráðast sem ALLRA FYRST í allsherjar framkvæmdir á KR svæðinu. Ný og mun stærri stúka og knatthús eru t.d. forgangsatriði að mínu mati.
Stefán
27.september 2019 kl.12:58
Stefán það er algjör óþarfi að seinka flóðljósum út af framtíðarplani KR. Eins og Rúnar Kristins sagði í meistaraspjalli við .net í vikunni, þá er nýji völlurinn og íbúðir á KR svæðinu draumur sem ennþá er í ferli og hefur verið í ferli í tvö ár. Minn punktur er sá að flóðljós þurfa ekki að vera það dýr. Þetta þurfa ekki að vera 40 metra háir staurar eins og í laugardalnum. Það er hægt að fá minni flóðljós og fleiri. Og hugsanlega hægt að nota þá áfram þegar það er kominn ný stúka og nýr völlur. Hvet stjórn kattspyrnudeildar til að skoða kostnað og uppsetningu flóðljósa sérstaklega. Þetta þarf ekki að bíða eftir stórframkvæmdum. Fleiri kvöldleikir þýðir betri stemning, meiri aðsókn og meiri veitingasala.
ebeneser
27.september 2019 kl.12:58
"hefur verið í ferli í mörg ár" átti það að vera
ebenser
28.september 2019 kl.13:02
Jú ebeneser, það er einmitt svo margt í ferli og hefur verið lengi, en engar sjáanlegar framkvæmdir framundan, bara þögn ?!?
Stefán
28.september 2019 kl.17:05
KR þurfa ekki stærri stúku.. vissulega mætti endurnýja hana og í framtíðinni jafnvel gera nýja sem myndi ná í kringum völlinn allan. Stúkan tekur í dag rúmlega 2000 manns og hún er ekki oft full.
Dr.watson
29.september 2019 kl.10:17
Sammála KR þarf ekki nýja stúku. þarf að viðhalda núverandi stúku bæta aðstöðu fyrir áhorfendur fljóðljós.Tala nú ekki um yfirbyggð knattspyrnuhús.Stórt yfirbyggð knattspyrnhús í samvinnu við Seltjarnarnes kæmi vel til greina að mínu mati.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012