Svara þráð

Spjall

Hvað kostar21.júlí 2019 kl.11:32
Hvað kostar á völlin í dag, borgar 75 ára og 15 ára það sama og fullorðinn.
Bjarni
KR - Stjarnan21.júlí 2019 kl.14:03
Ég hef ekki svar handa þér Bjarni varðandi aldursgreiningu á verði, en veit bara að það skiptir gríðarlegu máli fyrir leikmenn og þjálfara KR, að við stuðningsfólk KR fjölmennum sem aldrei fyrr á völlinn í kvöld. Það sjá það allir að sigur gerir vonir okkar um Íslandsmeistaratitil miklar, en tap myndi hins vegar galopna titilbaráttuna. Ég hef fulla trú á því að leikmenn okkar muni mæta tvíefldir til leiks og vinna sanngjarnan sigur - sýna þjóðinni úr hverju þeir eru gerðir !!! Það gerði kvennalið KR svo sannarlega í gær með glæsilegum sigri.
Stefán
KR - Stjarnan21.júlí 2019 kl.21:27
Í beinu framhaldi af skrifum mínum hér að ofan. Þessi hörmulegu úrslit á heimavelli eru tóm vonbrigði og það sást svo sannarlega á andlitum KR-inga á leið úr stúkunni. Kristinn Jónsson lagði sig allan fram og Björgvin Stefánsson átti glæsilega innkomu, en sumir leikmenn KR voru bara alls ekki að leika vel og það er alveg óafsakanlegt í þeirri stöðu sem liðið er í. Ef menn leggja sig ekki betur fram í Árbænum, þá kann illa að fara.
Stefán
21.júlí 2019 kl.21:48
Margir leikmenn voru hreinlega ekki með í fyrri hálfleik. Töpuð stig sem skrifast á einbeitingarleysi getur kostað okkur titillinn.
Vesturbæingur
21.júlí 2019 kl.23:28
Ókei. Það er samt hægt að horfa á björtu hliðarnar hérna. Liðið kom til baka úr stöðunni 0-1 og fékk stig á töfluna sem ég verð að viðurkenna að ég hefði tekið að óséðu fyrir leik. Ómetanlegt fyrir Bjögga að skora. Eigum svo fína leiki framundan, en það þarf auðvitað að nýta þau tækifæri.
Gústi
KR - Stjarnan22.júlí 2019 kl.07:24
Það er eins gott að Björgvin Stefánsson verði í byrjunarliðinu á móti Fylki og að aðrir hysji upp um sig. Kristinn Jónsson stóð algjörlega upp úr og innkoma Björgvins var glæsileg.
Stefán
KR - Stjarnan22.júlí 2019 kl.07:24
Það er eins gott að Björgvin Stefánsson verði í byrjunarliðinu á móti Fylki og að aðrir hysji upp um sig. Kristinn Jónsson stóð algjörlega upp úr og innkoma Björgvins var glæsileg.
Stefán
22.júlí 2019 kl.10:34
Margir andstæðingar okkar tala um þetta er búið við séum orðnir meistarar.Hvorki stuðningsmenn né leikmenn meiga falla í þá gryfju ekkert er í hendi ekki einu sinni Evrópusæti.Engir"fínir" leikir eftir bara erfiðir .Allir verða að vera á tánum til enda og berjast.Áfram KR.
Vesturbæingur
22.júlí 2019 kl.20:52
Meiri stælarnir. Það eru bara víst ,,fínir” leikir framundan. Liðin í deildinni eru alveg missterk þó að stigin séu aldrei ókeypis. Tók það sérstaklega fram.
Gústi
23.júlí 2019 kl.08:45
Svo því sé svarað þá kostar held ég 2.000 fyrir alla fullorðna en frítt fyrir 16 ára og yngri.
Stórveldið
23.júlí 2019 kl.21:57
Góð umferð. Kláruðum erfiðan leik, fengum stig. Blikar misstigu sig á móti lélegu liði þannig að þetta er á réttri leið.
Vaxtaverkir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012