Svara þráð

Spjall

Fjölnota knatthús?12.júlí 2019 kl.12:01
Frétt í Mogganum í dag um knatthúsið sem er núna verið að byggja í Mosfellsbæ. Í því er 65X42 m gervigrasvöllur með upphitunarbraut hringinn í kringum völlinn og 60 m löng tartan-hlaupabraut.... Knatthúsið er fjölnota - mun auðvitað mest nýtast fótboltanum en er einnig öðrum greinum, t.d. frjálsum íþróttum, skokk og göngu, skólaíþróttir og samkomuhald. Húsið kostar 625 millur og byggingatími 7 mánuðir -- verður vígt í haust. Er það ekki svona hús sem KR vantar og það strax --- ekki eftir 10-20 ár? Hvað er að frétta....?
Spyrnir
Knatthús12.júlí 2019 kl.17:50
Svo satt Spyrnir og það sem okkur stuðningsfólki KR þykir verst er að það eru bara engar fréttir af slíkum málum hjá okkur núna- Þögnin ræður ríkjum !?!?!?
Stefán
Knatthús12.júlí 2019 kl.17:50
Svo satt Spyrnir og það sem okkur stuðningsfólki KR þykir verst er að það eru bara engar fréttir af slíkum málum hjá okkur núna- Þögnin ræður ríkjum !?!?!?
Stefán
12.júlí 2019 kl.21:07
Þetta er ekki að fara að gerast hjá KR.
Vesturbæingur
Knatthús13.júlí 2019 kl.12:00
En Vesturbæingur, hvað er þá eiginleg að fara að gerast hjá KR í mannvirkjamálum ? KR er að dragast algjörlega aftir úr hvað slík mál varða, hafa dregið lappirnar á meðan mikil uppbygging er í gangi hjá örum íþróttafélögum. Man ekki betur en að Óskar Örn hafi haft orð á því að KR missi stundum af góðum leikmönnum vegna aðstöðuleysis.
Stefán
14.júlí 2019 kl.11:29
Vonandi hef ég rangt fyrir mér.Hef heyrt að Borgin hafi engan áhuga á uppbyggingu við KR svæðið horfi frekar til Vals.
Vesturbæingur
þriðja knatthúsið byggt í Hafnarfirði -- fjórða á leiðinni14.júlí 2019 kl.12:30
FH er að byggja knatthús í Kaplakrika -- á að vera tilbúið í æfingar í september. Stórglæsilegt hús, 8400 fm + 300 fm búnings- og félagaðstaða. 68x105 m keppnisvöllur með gervigrasi sem skiptist upp í minni einingar eftir þörfum Bygging hússins kostar 800 millur -- Þetta er þriðja knatthúsið sem FH byggir. Þá á að byggja knatthús á Ásvöllum fyrir Hauka -- sennilega á næsta ári. Þá verða komin 4 knatthús í Hafnarfjörðinn
Spyrnir
Uppbygging hjá KR eða stöðnun14.júlí 2019 kl.17:11
Ef borgin hefur engan áhuga á uppbyggingu á KR svæðinu, þá hlýtur það líka að skrifast á alla stjórnendur hjá KR, að þar séu menn bara ekki nógu ákveðnir og duglegir, eða ?
Stefán
17.júlí 2019 kl.09:52
Samkvæmt því sem ég hef heyrt lítur áhugi núverandi stjórnmálamanna í borginni fyrst og fremst að því að byggja blokkir á KR-svæðinu. Þétting byggðar og allt það. Þá var umræða á fb-síðu Vesturbæjar um að KR-svæðið eigi að vera einhvers konar almennings íþróttasvæði í bland við þétta blokkarbyggð. Mér finnst öll umræða lúta að því að bola KR burt úr Vesturbænum.
Herborg
17.júlí 2019 kl.15:07
Ef þetta stemmir sem þú skrifar Herborg þá held ég að Vesturbæjingar og KR-ingar þurfi að grípa til aðgerða. Undirskriftirlistar, mótmæli við ráðhús, mótmæli við Alþingi, alls staðar þar sem hægt að láta raddir hljóma. Ekki bara á samfélagsmiðlum. Fá Dag B. útá gangstétt og afhenda honum undirskriftalista. Fá fjölmiðla til að fjalla um þetta og pressa á fólk í kerfinu. Ef stjórnin og stjórnmálafólkið ná ekki samtali um þessi mál þá þurfum við almenningur að taka málin í okkar hendur og láta vita af því að þetta líðst ekki lengur.
Vaxtaverkir
Knatthús17.júlí 2019 kl.19:30
Stjórnendur KR verða líka að vera duglegir við að upplýsa okkur Vesturbæinga um það hvað sé í gangi eða ekki í gangi. Þessi óvissa og þögn er alveg óþolandi. Hér er um okkar hverfi og okkar félagslið að ræða.
Stefán
17.júlí 2019 kl.20:48
Sama sem ég hef heyrt úr borgarkerfinu íbúabyggð á KR svæðinu er forgangsmál.Borgin á því sem mér skilst svæðið sem Gervigrasvöllur inn er rest eign KR.Horft er til framtíðar að KR færi sig ä flugvallarsvæðið en skiljanlega verður mikill andstaða hjá Valsmönnum.
Vesturbæingur
18.júlí 2019 kl.10:01
SÍF lóðin við Keilugrandann hefði smellpassað undir knatthús -- t.d hús eins og verið er að byggja í Mosfellsbænum eða í Kaplakrika. Maður hélt að KR ætti að fá Keilugrandann undir knatthús en ekkert gerðist -- altaf sagt að málið væri svo erfitt skipulagslega. Svo vildi einhver byggja þarna blokkir og þá var það ekkert mál lengur.... -- Greinilega bara spurning um vilja eða hvað??
KR fan
25.júlí 2019 kl.08:36
Saga SÍF lóðarinnar og KR er sorgarsaga. Lengst af var rætt um að KR fengi þessa lóð og borgarfulltrúar bæði hægri og vinstri sammála um það. Þegar núverandi borgarstjóri tók við keflinu, þ.e. Árbæingurinn Dagur B., lá fyrir strax fyrir að KR fengi ekki lóðina á hans valdatíma. Til að bæta gráu ofan á svart ákvað hann að gefa lóðina félagi sem er þekkt fyrir lítið annað en leigubrask og hefur það félag nú byggt þarna blokkir.
Árni H
KR - Fylkir27.júlí 2019 kl.23:13
Nú skulum við KR-ingar fjölmenna sem aldrei fyrr upp í Árbæ og hvetja okkar lið til sigurs gegn Fylki, félagi borgarstórans sem reynist KR / Vesturbæingum svo andvígur og ósanngjarn.
Stefán
29.júlí 2019 kl.09:55
SÍF lóðar klúðrir fær mig til að fella tár í hvert sinn sem ég fer um Eiðsgrandann. Borgarstjórn á tíma Ingibjargar Sólrúnar var búin að lofa KR þessa lóð. Síðan var það lof brotið. Hrunið kom, og borgin fékk aftur lóðina í hendurnar. Í stað þess að fara í samstarf við KR, þá GEFUR Dagur B. Búseta lóðina! Ein af ástæðum þess að KR vildi ekki byggja yfirbyggt knattspyrnuhús. (Hefði verið 3/4 af stærð). Er að lóðin er á mýri og það væri erfitt til framkvæmda. En á sama tíma er Búseti að klára 78 íbúðir á sömu lóð. SÍF lóðin er sú eina sem hefði getað leyst öll helstu vandamál KR, án þess að selja KR landið og þrengja að KR. Sorglegt.
KRistján
29.júlí 2019 kl.10:50
Það stóð aldrei til af hálfu núverandi borgarstjórnar að láta KR hafa þessa lóð sem SÍF var.Skammarlegt af hálfu borgarinnar að koma fram með þeim hætti að til að fjármagna uppbyggingu hjá KR verði að byggja íbúðir á 36% á núverandi svæði.Hvernig er aðkoma borgarinnar af væntanlegri uppbyggingu hjá ÍR og Fram? á ekki sama að gilda um KR.Vesturbærinn og KR hefur engann stuðning eftir að Kjartan Magnússon hætti í borgarstjórn.
Vesturbæingur
8.agúst 2019 kl.01:33
Nokkur atriði sem þarf að halda til haga í þessari umræðu. Í fyrsta lagi þá á KR sitt svæði. Ekki borgin. KR og valur eru einu félögin á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sitt svæði. Í öðru lagi þá kemur hugmyndin um að byggja upp í kringum svæðið frá KR en ekki borginni. Menn vilja þá fara svipaða leið og Valur með því að nota það svæði sem ekki hefur verið í notkun undir íbúðir og annað sem félagið gæti hagnast á. Þetta hefur margsinnis verið rætt á þessari síðu og margsinnis komið fram. Í þriðja lagi er það einn íbúi í Vesturbænum sem vill nota KR-svæðið undir "fjölíþróttasvæði" og hefur kastað þeirri hugmynd fram á Facebook síðu vesturbæjar. Sú hugmynd byggir á misskilningi þessa sama einstaklings sem virðist halda að KR (og svæðið sjálft) sé í eigu borgarinnar. KR er í dag það félag í borginni sem býður upp á hvað mesta fjölbreytni í íþróttum. Ekki bara boltaíþróttir eins og félagið á afturenda heldur hátt í tuttugu íþróttagreinar. Í fjórða lagi. Ég hef aldrei heyrt þá hugmynd að KR eigi að fá svæði í Vatnsmýrinni. Þetta er eitthvað alveg nýtt og ég leyfi mér að efast um sannleiksgildi þeirrar heimildar. Í fimmta lagi. Já það er skrítið að Fylkir sem er félag borgarstjórans skuli vera komið með risa stúku og rosa skjá sem er flottari en öll félög í Reykjavík geta státað af. Það er mjöööög skrítið...
KK
18.september 2019 kl.21:57
Vænti fljótlega að gefin verði yfirlýsing þar sem Reykjavíkurborg á 120 ára afmælisári KR muni tilkynna um byggingu á knatthúsi á félagssvæði KR.
Vesturbæingur
19.september 2019 kl.08:17
Heyr, heyr, en hefur þetta lið í Ráðhúsinu ( sem margt býr í Vesturbænum ) einhvern dug til góðra verka ?
Stefán
4.október 2019 kl.09:57
Er það ekki svo að formaður KR var eitt sinn í forsvari fyrir það félag sem nú byggir blokkir á SÍF lóðinni? Og er sá hinn sami ekki helsti talsmaður þess að byggja blokkir á því litla svæði sem KR hefur enn til umráða? Er þessi maður að gæta hagsmuna KR eða einhverra stjórnmálaafla sem vilja þétta hér byggð út í það óendanlega?
Andri
7.október 2019 kl.19:29
Ja, er nema von þú spyrjir þessara spurninga Andri ?
Stefán
8.október 2019 kl.16:27
Þétting byggðar er reyndar fínt fyrir KR. Fjölgar íbúum í Vesturbæ sem síðan styrkir félagið. Held að við KR-ingar ættum að fagna þessari stefnu. Ég vil frekar sjá uppbyggingu í Vesturbæ en í úthverfunum.
KK
Fjölnota knatthús á Ísafirði 23.október 2019 kl.23:58
Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykti í síðustu viku að bjóða út byggingu fjölnota knattspyrnuhús. Þar á að byggja 50x70 metra einangrað og upphitað hús, byggingakostnaður 380 milj. kr. ca. 4000 manns eru á Ísafirði, ca. 18000 manns eru í Vesturbænum..... hvað með að hefja söfnun fyrir svona húsi í Vesturbænum, svona einsog gert var með stúkuna á sínum tíma ??
Spyrnir
24.október 2019 kl.22:41
Í góðu lagi að safna en Reykjavíkurborg með DBE í fararbroddi hefur KR í engum forgangi önnur félög eru framar á listanum.
Vesturbæingur
26.október 2019 kl.20:40
Klárlega rétt hjá þér Vesturbæingur og ekki síður er KR aftarlega á listanum hjá hinum árbæingnum, Eyþóri Arnalds, sem þó býr þó í Vesturbænum eins og svo margir aðrir borgarfulltrúar. Svo er bara spurning hversu duglegir stjórnendur hjá KR eru að vinna í þessum málum ? Horfi ég þá t.d. til FH-inga sem hafa verið með bæjarstjórnendur Hafnarfjarðar í vasanum undanfarin ár og fengið allar sínar óskir uppfylltar. Verst er þó að ekkert virðist vera að frétta af framkvæmdamálum, eða þá að slíku er haldið algjörlega leyndu fyrir okkur Vesturbæingum.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012