Svara þráð

Spjall

Mótlæti er til að sigrast á !11.júlí 2019 kl.18:56
Eftir að hafa horft á algjörlega óafsakanlega og skammarlega niðurlægingu KR í Noregi, þá vil ég bara segja við leikmenn og þjálfara KR - Þessi helv, djö martröð er að baki og sýnið nú öllum úr hverju þið eruð gerðir og vinnið STÓRSIGUR á Stjörnunni í næsta leik !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Stefán
11.júlí 2019 kl.19:31
Vel sagt Stefán... Áfram KR!
KRingur
15.júlí 2019 kl.12:55
Byrjum samt bara á því að taka Molde 6-0.
Hægri fóturinn
15.júlí 2019 kl.15:50
Auðvitað hefði verið betra að koma vel út úr útileiknum, en úr þessu má mín vegna spila unglingaliðinu í heimaleiknum og hvíla menn fyrir deildina.
Gústi
15.júlí 2019 kl.17:34
Vona að liðið taki þennan leik alvarlega. Getum ekki hent út unglingaliði og tapa leiknum 0-7. Menn tuða endalaust um að það verði að komast í þessa evrópukeppni þannig að núna þegar liðið er mætt þangað og fær einn leik enn, þann á heimavelli, þá á gera stórviðburð úr því og gefa áhorfendum skemmtillegan leik. Sérstaklega þegar liðið hefur engu að tapa. Tökum þetta alvarlega, gefum áhorfendum góðan leik, verjum vígið og gefum mönnum dýrmæta reynsla fyrir Evrópukeppnina að ári.
Vaxtaverkir
KR - Stjarnan15.júlí 2019 kl.18:48
Ætla ekki að hafa skoðun á uppstillingu liðsins, en vona bara að allir KR-ingar komist heilir frá honum og vinni svo sanngjarnan sigur á Stjörnunni á Sunnudag. Hugur minn er allur kominn í þann slag, sem skiptir mestu máli úr þessu.
Stefán
16.júlí 2019 kl.16:27
Liðið hefur nefnilega einhverju að tapa. Hvað ætlum við að segja ef við hendum öllu í þennan leik og missum Óskar eða Pálma í meiðsli?
Gústi
16.júlí 2019 kl.17:27
Það var nógu niðurlægjandi að tapa 7-1 á útivelli. Að endurtaka leikinn á heimavelli vegna þess að Rúnar teflir fram varalið væri enn verra. Þetta er norskt lið, þetta er ekki eitthvað stórveldi. Við eigum að geta keppt við þetta lið. En kannski finnst mönnum bara í lagi að taka skell, kasta svo inn handklæðinu og bjóða hinn vangann. Væri ekki mikill klassi yfir því eða að vera hræddur við að spila útaf því að einhver gæti meiðst. Kannski ættum við draga úr æfingum til að draga enn frekar úr meiðslahættu.
Vaxtaverkir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012