Svara þráð

Spjall

Aganefnd KSÍ6.júní 2019 kl.20:46
Mig langar að gera 1. mgr. 16. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál að umræðuefni á þessum vettvangi í kjölfar niðurstöðu KSÍ (aganefndar KSÍ) í máli leikmanns KR. Greinin er svohljóðandi: “Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000. “ Ákvæðið er auðvitað galopið til túlkunar en látum það liggja milli hluta og sammælumst um að leikmaðurinn gerðist brotlegur gagnvart ákvæðinu. Varla þarf að taka fram að ummæli tiltekins leikmanns voru hvorki honum né knattspyrnunni til sóma. Þau voru hvort í senn efnislega röng og full af fordómum. Engu að síður finnst mér eðlilegt að litið sé til ásetnings (hér gætu lögfræðingar eflaust deilt um ásetningsstig). Ég kýs þó að hafa þetta bara einfalt og spyr mig: Hafði leikmaðurinn fullan ásetning til þess að misbjóða öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu eða, sem ég tel öllu líklegra, getur verið að hér hafi ungur maður í hita leiksins látið út úr sér orð sem hann sjálfur sér eftir og veit að eiga ekki erindi innan né utan vallarins. Þar sem KSÍ hefur tekið á sambærilegum málum með öðrum og vægari hætti tel ég niðurstöðuna nú ranga. Ég hef því tekið þá ákvörðun að refsa KSÍ á þann eina hátt sem ég get, þ.e. að draga til baka styrk minn til KSÍ og hunsa næstu landsleiki.
Boring KSÍ
6.júní 2019 kl.21:06
Ætla ekki að afsaka ummæli Björgvins heimskuleg og óafsakanleg svona tal viljum við ekki heyra hjá neinum .Nú hlýtur aganefnd KSÍ að rökstyðja afhverju fengu Þórarinn Ingi Stjörnumaður og Pétur Viðars FH ingur enga refsingu fyrir ummæli sín .Meðan það er ógert er vafi á óhlutdrægni aganefndar.
Vesturbæingur
Valsaraklíka formanns ?6.júní 2019 kl.21:39
Grjótharður Valsari og KR-hatari situr í formannssæti KSÍ, en hverjir sitja aðrir í þessari svokölluðu aganefnd sem svo augljóslega er alls óhæf sökum grófrar hlutdrægni, haturs og agaleysis ?!?!
Stefán
6.júní 2019 kl.23:11
Verst þykir mér við þennan úrskurð tvennt. Aganefndin segir málið innan vébanda nefndarinnar, af því bara, án rökstuðnings. Hitt atriðið er að aganefndin hoppar fram og til baka milli 13. gr. og 16. gr. varðandi refsiheimildir í einhverri lögfræðileikfimi. Refsihbeimildir liggja við tiltekinni háttsemi; þessi lagaákvæði eru ekki Quality Street konfelt molar í dós! Þetta er ósættanlegt þegar það er verið að banna manninum að stunda atvinnu sína í einn og hálfan mánuð!
KR_ERU_BESTIR
6.júní 2019 kl.23:12
Ósamræmi er þetta vissulega þó ummælin hafi verið óafsakanleg. Til KSÍ hef ég þetta að segja: Niðurstaða ykkar er óskiljanleg í ljósi fyrri fordæma, merki um eindæma refsigleði og óskynsöm í ljósi þess að nú hefur refsiramminn verið sprengdur. Björgvini varð á og sá strax að sér og baðst afsökunar enda enginn rasisti. Hvað gerir KSÍ ef raunverulegur rasismi á sér stað á vellinum? Sama refsing? KSÍ ykkur varð á. KR-ingar; Mótlætið styrkir okkur. Líkt og Björgvin Stefánsson munum við koma sterkari og betri út úr þessu.
Andri
6.júní 2019 kl.23:17
Samkvæmt túlkun aganefndar má leikmaður FH er bauð ungum manni puttan í leik FH gegn Breiðablik vænta 5 leikja banns. Þar sýnir leikmaður í verki fyrirlitningu í garð ungra (barna). Augljóst 5 leikja bann. Má búast við að gagnaöflun fari fram strax að loknu landsleikjahlé.
Pendragon
Aganefnd KSÍ7.júní 2019 kl.08:02
Það hafa margir mætir knattspyrnuáhugamenn ( jafnvel stuðningsmenn Stjörnunnar ) haft á orði við mig í dag og í gær að Þórarinn Ingi Valdimarsson hljóti að vera á leið í fimm leikja bann í Pepsí Max deildinni í framhaldi af hinum grimma dómi sem Björgvin Stefánsson fékk hjá aganefndinni. Ef ekki, þá er það mjög svo augljóst að þarna er bara um hreina árás KSÍ á KR að ræða. Getur einhver nafngreint þá sem skipa þessa vafasömu nefnd ?
Stefán
7.júní 2019 kl.08:08
Ekki gleyma að KSÍ fannst ekki ástæða til að refsa Stjörnumanninum fyrir mjög ljót og fordómafull ummæli í garð Ingólfs Sigurðssonar í vor.
Eduardo
Aganefnd KSÍ7.júní 2019 kl.08:14
Og í framhaldi af því þá skora ég á allastuðningsmenn KR og alla aðra réttsýna að hundsa með öllu landsleikinn !!!
Stefán
7.júní 2019 kl.09:22
Þetta er erfitt mál. Drengurinn átti aldrei að láta þessi orð út úr sér en mikið ofboðslega er þetta strangur dómur yfir góðum dreng sem vill engum illt og iðrast strax orða sinna. Er það rétt að leikmenn annarra liða hafi látið annað eins út úr sér en ekki fengið leikbann? Ef svo er þá finnst mér þetta vera skandall af hálfu KSÍ. Tek undir með Stefáni, hunsum landsleikina.
Herborg
7.júní 2019 kl.11:24
"Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í þröngsýnina og refsigleðina hjá Íslendingum." Eru þetta fordæmafull ummæli? Fæstir myndu kippa sér upp við það ef einhver myndi missa þetta út úr sér. Og þessi ummæli eru ekki mín skoðun í rauninni, þetta er bara eitthvað sem ég segi í pirringi útaf þessu máli. Björgvin sagði sitt í misheppnuðum brandara sem hann baðst strax afsökunar á en útaf því að það á við annan markhóp þá getur fólk leyft sér að hneykslast á þessu. Að KSÍ dragi línu í sandinn núna eftir þessi ummæli er ótrúlegt. Ef þetta á að vera línan þá verða ansi margir dæmdir í bann fyrir ummæli um ákveðna hópa sem fólk getur teygt út og suður og fundið grundvöll til að hneykslast á. Ég spyr eins og Andri hér að ofan hvað ætlar KSÍ að gera þegar raunverulega rasísk ummæli heyrast á vellinum? Árs bann? KSÍ er búið að mála sig útí horn með þessu og ég mun ekki vorkenna þeim neitt fyrir vesenið sem þeir eiga eftir að lenda í seinna meir því ef þessi dómur er ekki fordæmisgefandi er þetta hreinlega einelti í garð Björgvins og KR.
Vaxtaverkir
Aganefnd KSÍ7.júní 2019 kl.12:33
Það er greinilega mjög stutt í þröngsýni og refsigleði hjá þessu auma fólki sem skipa þessa svokölluðu aganefnd, en hvaða fólk er þetta eiginlega sem kýs að gera svona upp á milli leikmanna og félaga ? Hafið þið nöfnin ? Stendur Valsarinn Guðni Bergsson á bak við þetta ? Er hörmulegt gengi Vals virkilega að bjótast út hjá Guðna með svona óíþróttamannlegri framkomu ?
Stefán
7.júní 2019 kl.13:34
Í aganefndinni sitja: Halldór Frímannsson, Helgi R. Magnússon og Sigurður I. Halldórsson. Eflaust ágætis menn þar á ferð en niðurstaða þeirra augljóslega röng í ljósi fyrri fordæma.
Andri
7.júní 2019 kl.14:42
Einhver benti á að Höddi Magg hafi kallað brota á Kenny Chopart "eitthvað danskt" og vísar þar til að Kenny hafi mögulega bara dýft sér. Augljóst brot á agareglum KSÍ. Höddi magg á yfir höfði sér 5 leikja bann. Er það ekki klárt mál? Þetta eru niðrandi ummæli um Dani.
Herborg
7.júní 2019 kl.15:50
Getur einhver skýrt það fyrir mér af hverju einstaklingur sem ekki er að koma fram fyrir hönd KR, er utan vallar og í erindum fyrir annað félag getur hvort í senn fengið refsingu sem leikmaður KR og refsingu sem einstaklingur utan vallar sem fellur á Hauka? Tek undir með þeim sem ætla að sniðganga KSÍ og leiki landsliða Íslands núna í kjölfarið á þessum úrskurði.
Hilmar
7.júní 2019 kl.18:42
Ég er á þeirri skoðun að KR átti að reka Björgvin fyrir þetta! Þar sem það var ekki gert þá verðum við að styðja hann í því að vera betri einstaklingur en hann á enga innistæðu lengur. Varðandi KSÍ þá veit ég ekki alveg hvort þessar reglur geti yfir höfuð virkað utan fótboltaleiks, þeas: í lýsingu, internet tíst, í viðtali osf.
Damus7
Björgvin vs Klausturbarliðinu7.júní 2019 kl.19:24
Ég minni á að þingmenn á fullum launum hjá almenninngi viðhöfðu mjög gróf ummæli út og suður á Klausturbar og það á vinnutíma. Þeir eru enn á fullum launum hjá okkur og þurfa ekki að bera nokkra ábyrgð á orðum sínum og gjörðum á meðan einn ungur knattspyrnumaður er nánast stymplaður út úr tímabilinu í fótbolta fyrir barnaleg mistök til þess að vera fyndinn. Öfugt við Klausturbarsliðið, þá hefur Björgvin beðist afsökunar sem hin svokallaða Aganefnd KSÍ hundsar með öllu. Gerir þetta svonefnda Aganefndarfólk sér einhverja grein fyrir því hvaða afleiðingar svona fordæmalaust og ruddalegt bann getur haft á ungan mann sem hefur á aðdáunarverðan hátt náð sér upp úr lyfjaneyslu og spilar knattspyrnu af ástríðu og heiðarleika, eða er þetta alveg samviskulaust fólk sem þarna vinnur undir stjórn Guðna Bergssonar ? Hundsum með öllu komandi landsleiki KSí !!!
Stefán
10.júní 2019 kl.09:48
algjörlega sammála, virðing min à Guðna Bergssyni og hans mönnum er fyrir bi, skammist ykkar.
kalli
10.júní 2019 kl.09:52
Af hverju í ósköpunum sleppa Þórsrinn stjörnumaður og Pétur fh-ingur fyrir mun grófariummæli inni á vellinum en Bjöggi í eigin frítíma ok án leyfis fra KR ?? að spyrja línuvörð hvort hann sé þroskaheftur og segja við leikmann ertu geðveikur er mun grófara að öllu leyti.
kalli
Aganefndin 10.júní 2019 kl.20:46
Hvernig ætli aganefndarfólk KSÍ myndi bregðast við ef þvottabursta væri veifað framan í þau ? Líklega fangelsisdómur eftir þriggja vikna yfirlegu.
Stefán
11.júní 2019 kl.08:30
Tiltekin tjáning getur kostað leikmann, þjálfara og aðra í það minnsta fimm leikja bann, þ.e. ef ummæli þóknast ekki KSÍ. Ég samþykki þá tilhögun mála í þeim tilvikum þegar orð manna eru ljót, særandi og almennt knattspyrnunni ekki til fyrirmyndar. Þetta á við um alla tjáningu, t.d. fuck you merki sem leikmaður gefur boltastrák, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt hlítur takmörkun á tjáningu að vera jafn alvarlegt, t.d. þegar þjálfari liðs veitist að fjölmiðlamönnum og meinar þeim að spyrja tiltekinna spurninga. Eða lítur KSÍ svo á að tjáningarfrelsi sé ekki jafn mikilvægt og "réttur" fólks að vera ekki móðgað?
Herborg
13.júní 2019 kl.18:29
Tek undir með Herborgu. Þjálfari Vals á að fá fimm leikja bann fyrir atlögu sína að fréttamönnum. Þetta er bæði niðrandi og án eftirbreytni að veitast svona að fréttamönnum. Mér finnst á mér bortið sem gömlum fréttahauk, mér líður illa út af hegðun hans sem ég tel vera árás á tjáningarfrelsi. Ég er móðgaður, ég vil fimm leikja bann hið minnsta.
Ási H.
Aganefnd KSÍ13.júní 2019 kl.20:55
Það hafa margir haft á orði við mig ( fæstir þeirra stuðningsmenn KR ), að þetta svokallaða siðanefndarfólk KSÍ hljóti að vera siðblindingjar. Enginn hefur í mín eyru sagst skilja þennan alltof harða dóm þar sem ráðist er á liggjandi mann af að því er virðist hugleysingjum, sem aldrei myndu beita sér svona gegn stærra nafni innan fótboltans.
Stefán
13.júní 2019 kl.23:11
https://www.fotbolti.net/printStory.php?id=252258
Knattspyrnuáhugamaður
13.júní 2019 kl.23:11
https://www.fotbolti.net/printStory.php?id=252258
Knattspyrnuáhugamaður
14.júní 2019 kl.16:35
Hvaða helvítis rugl er þetta í KSÍ. Burt séð frá alvarleika þeirra ummæla sem Björgvin lét frá sér falla þá verður að vera samræmi í refsingum. Hefur herra Ólafur einhvern tíman beðist afsökunar á sínum ummælum? Mér sýnist á öllu að hér sé annars vegar á ferðinni ummæli hjá ungum manni sem sá strax að sér, baðst afsökunar og lærir af sínum mistökum og hins vegar vítaverð ummæli þjálfara Vals þar sem lögð er fram án nokkurra sönnunar ásökun um mjög alvarlegt svindl. Einbeittur brotavilji eins og einhver myndi segja.
Andri
14.júní 2019 kl.17:18
Þá er "Góða fólkið" búið að tjá sig í pistli sem birtur var á fotbolta.net. Ég skil ekki af hverju sá ágæti miðill er að birta sem frétt vangaveltur manns sem virðist ekki hafa nokkurt vit né forsendur til að tjá sig um málið. Ekki þarf að kafa djúpt í pistilinn til að sjá það strax að þar er engin réttarvitun til staðar né réttmæt siðferðisleg afstaða en "góða fólkið" hefur tjáð sig. Það er eins og sumir kjósi að sjá það ekki að hér er um tvö mál að ræða. Annars vegar ummælin, sem eru ekki með nokkru móti hatursorðræða heldur í besta falli misheppnað grín hjá ungum manni. Hins vegar snýst þetta mál um réttláta málsmeðferð og að refsingin sé í samræmi við önnur sambærileg brot.
Góða fólkið
Logi Pedró vs Vesturbærinn14.júní 2019 kl.20:31
Hinn klárlega ljúfi og elskulegi Valsari Logi Pedró Stefánsson telur okkur í Vesturbænum sofa og standa ekki í lappirnar, sem er auðvitað alveg rétt þar sem við sofum liggjandi um nætur og hvílum lappirnar. Þegar sykurpopphljómsveit Loga Pedros hætti, sagði Logi ,, Við vorum orðin þreytt " og þannig er það einmitt kæri Logi Pedro Stefánsson ( ekki sonur minn ) , þið voruð orðin þreytt og stóðuð ekki lengur í lappirnar og núna sofið þið vonandi vel eins og við Vesturbæingar gerum, enda höfum við ekkert slæmt á samviskunni.
Stefán
14.júní 2019 kl.22:07
Þad heyrdist ekki MUKK i Loga Pedro thegar Kristofer Acox vard fyrir rasisma fra Tindastol og Saudarkroki. Thesis valsari aetti ad halda sig til hles
qwerty
KR-ÍA15.júní 2019 kl.20:28
Ég skemmti mér mjög vel á leiknum uppi á Skipaskaga í dag. Sá þann mæta dreng Björgvin Stefánsson sitja stutt frá mér og Albert Guðmundsson fagnaði afmæli á bekk fyrir framan mig. Tel að hin svokallaða aganefnd KSÍ súpi nú hveljur yfir því að KR er á toppnum. Aganefndin hlýtur því að leita að öðrum leikmanni KR til að leggja í einelti. Megi svo hinn góði en þreytti valsari Logi Pedro hvíla í friði og með frið í hjarta.
Stefán
16.júní 2019 kl.01:30
Gott á hann að vera dæmdur i bann. Við getum unnið án hans. Þessi gaur þarf að hætta þessu bulli og fullorðnast. Bara fífl haga sér svona.
KRingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012