Svara þráð

Spjall

Grindavík - KR15.maí 2019 kl.20:06
Eftir mikinn vonbrygðaleik á heimavelli gegn Fylki, er nú komið að útileik gegn Grindavík. sá leikur VERÐUR að vinnast ætli KR sér eittvað í sumar. KR teflir fram elsta liðinu rétt eins og í fyrra og tölfræði sýnir að liðið heldur bolta ekki vel. Það eru vissulega skrítið af svona reynsluboltum. Við stuðningsmenn gerum kröfur um baráttu, gæði og titla sem fyrr - Áfram KR !!!
Stefán
KR-Grindavík16.maí 2019 kl.21:11
Leik lokið og lið KR varð sér til skammar, ekki síður en heima á móti Fylki. Munu Rúnar og Bjarni ná að ræsa þetta gamla lið eða er þessi mannskapur útbrunninn ?
Stefán
16.maí 2019 kl.21:28
Ætla okkar menn að stimpla sig útúr toppbaráttu strax?
Vesturbæingur
Slappir16.maí 2019 kl.21:31
Frammistaða í heild til háborinnar skammar.
Jonni
KR-Grindavík17.maí 2019 kl.07:10
Og svo þegar þjálfarar og leikmenn sýna svona áhuga og metnaðarleysi strax í byrjun móts, þá hætta stuðningsmenn að mæta á völlinn og stúkan verður fljótt hálftóm eins og of oft undanfarin ár. Já og knattspyrnudeildin talar um peningaleysi - mótsagnakennt.
Stefán
17.maí 2019 kl.13:30
Voðalega er lítill baráttuandi hérna. Eitt tap og menn eru tilbúnir að kasta inn handklæðinu og hóta því að mæta ekki meira. Liðið búið að standa sig frábærlega í vetur og nota peninga sparlega. Svo tapar liðið einum leik í deildinni og Rúnar viðurkenndi það að þetta hafði verið lélegt og dró ekkert undan, sem mér finnst jákvætt. Það var raunsæi í því og mun gera það að verkum að liðið mun mæta dýrvitlaust í næsta leik.
Vaxtaverkir
17.maí 2019 kl.14:49
Fyrri hálfleikurinn í gær var samblanda af VANMATI og óheppni, aðallega það fyrrnefnda líklega. Menn læra vonandi af þessu og mæta 110% til leiks, sama hver andstæðingurinn er. Liðið var taplaust fyrir þessa viðureign það er rétt. Sem betur fer er nóg eftir til að svara fyrir þennan ömurlega fyrri hálfleik. Við vorum stanslaust í sókn í seinni hálfleiknum. Loks kalla ég eftir því að Finnur Tómas byrji næsta leik. T.d. er Arnór Sveinn eflaust fínn liðsmaður en hann á ekki heima í byrjunarliðinu. Hann lét leikmenn Grindavíkur pakka sér saman í einvígum í gær og það hefur gerst áður, með fullri virðingu .
KR_ERU_BESTIR
17.maí 2019 kl.16:13
Mjög vond úrslit í gær en ennþá lítið búið af mótinu. Liðið hefur alla burði til þess að vinna næstu leiki og koma okkur nær toppbaráttunni. Tek annars undir það að ég vil sjá Finn Tómas koma inn í byrjunarliðið enda okkar besti varnarmaður á undirbúningstímabilinu.
Stórveldið
17.maí 2019 kl.16:46
Sammála setjum unga leikmenn í samblandi við reynslumikla.Sé að stuðningsmenn velunnarar og gamlir leikmenn voru að færa Skagamönnum átta milljónir.Er ekki kominn tími að gamlar hetjur úr Gullaldarliðum okkar geri svipað?
Vesturbæingur
18.maí 2019 kl.10:09
Er nokkuð viss um að Finnur Tómas sé meiddur, allavega tæpur. Hann er búinn að vera utan hóps tvisvar á leiktíðinni og var meiddur í bikarleiknum. Skúli er auðvitað líka meiddur en nú er Aron bjarki ekki lengur í banni og gæti tekið sæti arnórs í liðinu. Finnst þó einnig að Ástbjörn gæti mögulega byrjað næsta leik á kostnað pablo sem er einfaldlega ekki nógu góður varnarlega. Það þarf að hrista aðeins upp í liðinu næsta mánudag, fyrrnefndar skiptingar gætu skilað sínu varnarlega en í sóknarlínunni mætti ægir fá að taka sæti Tobiasar sem ekki gert stóra hluti í sóknatleik liðsins hingað til. Bjöggi spilar miklu betur þegar hann er einn uppi á topp.
Takefusa
Varnarleikmenn18.maí 2019 kl.11:21
En hvað finnst ykkur um varnarleik Kennie Chopart ? Persónulega finnst mér varnarlínan svolítið eins og IKEA húsgagn sem hefur ekki verið sett rétt saman.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012