Svara þráð

Spjall

Gary Martin Schadenfreude14.maí 2019 kl.12:01
https://www.dv.is/433/2019/5/14/gary-martin-afalli-leikmenn-vals-trua-ekki-hvad-er-gangi-valur-hefur-sett-mig-mjog-erfida-stodu/ Hvar er Valsarinn sem hefur svo gaman af því að tjá sig á þessu spjallborði þegar maður þarf á honum að halda?
Gústi
14.maí 2019 kl.12:23
Þið getið fengið hann til að leika í framlínunni með Tomsen he he allir sem Valur getur ekki notað fara í KR.Valur fer á run fljótlega sanniði til.
Balli
14.maí 2019 kl.12:53
Þarna ertu! Maður getur margt lært af þessari jákvæðni, það verður að viðurkennast í fullri einlægni.
Gústi
14.maí 2019 kl.13:27
Ég elska Gary Martin. Myndi bjóða hann velkominn á MEISTARAVELLI. Beck.
Þórólfur Beck legend
Gary Martin - Hannes Þór14.maí 2019 kl.14:24
KR á engan pening í svona leikmann, en spurning hvort að Valur fer ekki líka að losa Hannes Þór undan samningi ?
Stefán
17.maí 2019 kl.13:25
Gott hjá liðunum að hjálpa ekki Val úr þessari klípu sem þeir eru búnir að koma sér. Þeir sitja uppi með Svarta Pétur núna, á þriggja ára samningi ef ég man rétt. Verði þeim að góðu. Svona getur gerst þegar lið verða of góð með sig og eiga of mikið af pening.
Vaxtaverkir
20.maí 2019 kl.22:58
Valur þarf að borga Gary 9000 evrur á mánuði. Dýr ákvörðun hjá Óla slóð.
Höddi Magg
21.maí 2019 kl.07:07
Valur er sennilega með helmingi dýrara lið en KR. Bæði lið eiga í vandræðum í upphafi móts. Eitthvað sem fáir hafa sennilega búist við. Þjálfarar KR þurfa virkilega að bæta varnaleik liðsins og sumir sem sem notaðir eru í vörn eru alls ekki varnarmenn, en við höfum Beiti, besta markvörð landsins í dag. Vandræði Vals eru kanski ekki síður utanvallar en innan, eða þá í höfði þjálfara ?
Stefán
21.maí 2019 kl.12:34
Valur fer á run fljótlega og vinnur titilinn betra að taka þetta hægt og rólega.
Balli
KR24.maí 2019 kl.08:24
Valur er með góða leikmenn en ekkert lið, sem stendur. Eitthvað sem við KR-ingar þekkjum því miður of vel af biturri reynslu. Fyrst og fremst er þetta leiðinlegt fyrir knattspyrnuna að sjá illa farið með góðan leikmann. Valsmenn geta talað GM niður en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann er góður í fótbolta og kann að skora mörk.
Andri
24.maí 2019 kl.13:54
Bjöggi á leið í bann og Valur að gera starfslokasamning við Gary. Liggur það ekki í augum uppi að við fáum Gary?
Einsi Dan #8
24.maí 2019 kl.15:54
Er það ekki alltaf sama sagan: Peningaleysi hjá KR og svo velja margir góðir leikmenn önnur lið vegna aðstöðuleysis hjá KR eins og Óskar Örn ýjaði réttilega að í viðtali. En vá, þvílíkt rugl og rasistatal á okkar ágæta sóknarmanni.
Stefán
24.maí 2019 kl.22:52
Líklega fær Björgvin hann fyrir heimskuleg og óafsakanleg ummæli.En fékk ekki leikmaður Stjörnunnar eins leiks bann fyrir að kalla leikmann helvítis geðsjúklingr?
Vesturbæingur
25.maí 2019 kl.10:20
Jú Vesturbæingur og þá var viðkomandi leikmaður að leika fyrir Stjörnuna. Mér finnst það alvarlegra en heimskuleg ummæli sem Björgvin lét flakka utan vallar og þá alls óviðkomandi KR, en sennilega er Stjarnan meira INN hjá KSÍ en KR - kemur í ljós.
Stefán
25.maí 2019 kl.10:49
Sammála Stefàn gaman að sjá hvernig KSÍ bregst við þessu og hvernig samræmið er hjá þeim.
Vesturbæingur
25.maí 2019 kl.23:45
Munid lika eftir aganefndar nidurstodunni og Ola Jo. Hann sagdi ad thad vaeri verid ad rada urslitum leikja i isl. knattspyrnu. KSI sendi that til aganefndar. Engin refsing. Af hverju? Ju thvi ad ummaeli hans voru utan vallar (i vidtali) og ekki i neinum tengslum vid starfid hans. Brot Thorarins Inga, i midjum KSI leik, vid annan leikmann sem er oformlegur talsmadur gedsjukra i knattspyrne, eru i raun mun verri.
qwerty
25.maí 2019 kl.23:58
Pétur Viðarson spyr línuvörð í miðjum leik hvort hann sé þroskaheftur, Þórarinn stjörnumaður spyr andstæðing sinn hvort hann sé geðveikur, vitandi að hann a við þunglyndi að stríða, hvoru tveggja mjög gróft en engin leikbönn, nú Bjöggi missir út úr sér ummæli sem ekki eiga sð heyrast en biðst strax afsökunar og sér eftir þessu, en aðalmàlið er sð hann var úti í bæ í eigin frítima og ekki à vegum félags sins, skiptir það virkilega ekki máli ? mér finnst sð aganefnd KSÍ hafi ekki yfirráð yfir mönnum sem ekki ers sð spila á vegum Ksí...
kalli
Aganefnd KSÍ26.maí 2019 kl.17:07
Þarna mun virkilega reyna á aganefnd KSÍ - Hvort að fólk þar sé virkilega tilbúið að gera upp á milli félaga ? Vissulega á enginn leikmaður að fá að komast upp með svona lagað, en margt jafn vel verra hefur verið sagt áður af leikmönnum annarra liða.
Stefán
26.maí 2019 kl.20:57
Eins og hvað, Stefán?
Bitegeko
27.maí 2019 kl.00:00
Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar var með niðrandi orð um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar, sem dómari heyrði. Pétur Viðarsson FH kallaði línuvörð þroskaheftan. Báðir fengu rauð spjöld og eins leiks bönn. Þarna voru þeir í vinnu fyrir sín félög. Ummæli Björgvins fóru fram utan leiks og algjörlega án vinnu fyrir KR, svo að margra leikja bönn yrði refsing fyrir KR í heild, þó að félagið komi hvergi nærri nema að harma ummælin. Klara Bjartmarz og siðanefnd KSÍ verða því að skoða öll svona mál í heild sinni, í stað þess að ræða bara mál Björgvins. Annars lítur út fyrir að þarna sé bara verið að ráðast á KR.
Stefán
27.maí 2019 kl.15:48
Vonandi fær Björgvin bann.Fínt framyfir Valsleikinn að minnsta kosti.
Balli
27.maí 2019 kl.16:48
Voðalega er margt fólk orðið taugaveiklað og hrætt. Eitthvað var sagt, samfélagsmiðlar titra, fáir þora að verja kallinn að einhverju leyti af ótta við að vera sjálfir kallaðir rasistar og annað álíka slæmt. Fæstir virðast meira að segja spá í því hvað raunverulega var sagt, orðrétt. Þessi ummæli Björgvins voru ófyndin og frekar smekklaus. Stemningin er hins vegar þannig að þarna hafi hann sagt það ljótasta sem hægt er að segja. Gæinn er búinn að biðjast afsökunar á slæmum brandara og hann lærir bara af þessu og sleppir því vonandi að lýsa leikjum í nánustu framtíð. Allt tal um bann er útúr korti.
Vaxtaverkir
20.júní 2019 kl.03:51
Ef það þarf fimm leikja bann til að menn segi ekki svona rugl, hvort sem er í vinnu fyrir KR eða ekki, þá er það bara fínt. Við erum KR. Okkur er öllum drullusama um önnur lið! Það að leikmenn annara liða segi og geri rugl afsakar aldrei okkur.
Gústi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012