Svara þráð

Spjall

KR-Fylkir13.maí 2019 kl.08:52
Fínn fyrri hálfleikur en skíthræddir í seinni! Á 58 mínútu fer Atli útaf (mögulega meiddur), Arnþór Ingi kemur inn, og Rúnar/Bjarni breyta um taktík með því að fækka í framlínu. Eftir það hætti KR að sækja og leyfði fylkismönnum að valta yfir sig í hálftíma með tilheyrandi nauðvörn. Hættum að spila hræddir. Við vorum með þetta fylkislið í vasanum. Þá legg ég til að Maggi Bö vallarstjóri sendi Ragnari Braga Sveinssyni reikning uppá amk tveggja tíma vinnu við aðalvöllinn.
KR_ERU_BESTIR
KR-Fylkir13.maí 2019 kl.09:24
Beitir, Óskar Örn og Pálmi Rafn spiluðu eins og sannir KR-ingar. Restin spilaði illa og gerðu ekkert til að vinna leikinn. Rúnar og Bjarni ætluðu greinilega að hanga á þessu eina marki og gerðu því augljós mistök og liðið bakkaði. Jöfnunarmark Fylkis var því sanngjarnt. Kæru þjálfarar KR, við stuðningsmenn sem mætum á alla heimaleiki oerum búnir að fá nóg af svona andlausum, baráttulausum heimaleikjum, takk !!!
Stefán
Ragnar Bragi Sveinsson13.maí 2019 kl.10:20
Framhald síðan í vetur - hreinræktar úrhrak. Reynir svo að rústa vellinum á leiðinni heim eins og geðsjúklingur.
KRingur
13.maí 2019 kl.12:04
Það voru einfaldlega þessar tvær varnarskiptingar sem drápu leik okkar manna. KR voru mun betri þangað til að ákveðið var að pakka í vörn. Liðið lærir af þessu, hörku leikur í grindavíkinni næst. Þar duga bara 3 stig
Takefusa
13.maí 2019 kl.19:52
Leikurinn spilaðist eins og leikurinn í fyrra gegn Fylki.Má ég frekar biðja um góða byrjun í mótsbyrjun í stað góðs árangurs í æfingamótum sem skipta engu máli.
Vesturbæingur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012