Svara þráð

Spjall

KR:IBV6.maí 2019 kl.17:13
Jæja. Þá er allt farið af stað. 2 umferðir búnar og afraksturinn góður. Mætingin á völlinn ásættanleg en umfjöllun eða umræður engar á þessum vef. Mig langar að sjá hér hvað fólki fannst um leikinn í gær.
NN
6.maí 2019 kl.19:23
Ég var á báðum fyrstu leikjum KR. Það var frábært að komast frá fyrsta leiknum með jafntefli á erfiðum útivelli og manni færri. Trommurnar í Garðabæ og fleiri útivöllum skapa mikla stemmingu og ég myndi vilja sjá trommara í KR stúkunni, en einhverra hluta vegna er það bannað (nema að Dalvíkingum leyfðist það um daginn). Mæting KR-inga var þokkaleg í gær (þó talsvert af auðum sætum í stúkunni), en stuðningsfólk ÍBV var líklega á handboltaleiknum í Hafnarfirði. Seinni hálfleikur var vel leikinn hjá leikmönnum KR. Sérstaklega fannst mér Óskar Örn og Atli baráttuglaðir, en Tobias olli mér vonbrygðum.
Stefán
7.maí 2019 kl.21:36
Stefán, það eru til trommur inni í kompu og þær yrði leyfðar um leið og einhver hópur gæfi sig fram og sýndi áhuga. Það sem vantar er ungur stuðningshópur sem er til í að gera eitthvað, hvort sem það er með trommum eða ekki. - Trommubannið er engin fyrirstaða. - En mér fannst stemningin á móti ÍBV og í seinni hálfleik á móti Stjörnunni alveg ok.
ábs
8.maí 2019 kl.00:08
Stemmningin í seinni hálfleik íbv leiksins var ágæt, líklega betri en í flestum leikjum seinasta sumars. Það er nú oft svoleiðis á KR vellinum, allavega seinustu árin, að stemmningin kemur með aukinni velgengni. Þetta lítur allavega nokkuð vel út hingað til. Næst er erfiður leikur á móti hungruðu Fylkisliði en þrátt fyrir það er nauðsynlegt að taka punktana þrjá úr þeim leik. Jákvætt hingað til: Óskar, pálmi, Bjöggi og vörnin hafa byrjað mjög vel. Stemmningin yfir liðinu og á vellinum er bjartsýn og augljóst að liðið ætlar sér langt. Neikvætt: Mætingin gæti verið betri, Tobias Tomsen hefur varla sést og svo þykir mér leiðinlegt að heyra ekki í röddinni sjálfri í hátalarakerfinu á leikjunum, þó svo að það skipti í raun litu máli. Áfram KR!
takefusa
KR - Fylkir12.maí 2019 kl.21:13
Því og miður léku KR-ingar svo illa í seinni hálfleik, að við áttum jafntefli skilið. Beitir bjargaði okkur frá tapi, nokkuð sem Hannes Þór hefði ekki náð að gera. Alls ekki viðunandi frammistaða á heimavelli.
Stefán
KR - Fylkir12.maí 2019 kl.21:13
Því og miður léku KR-ingar svo illa í seinni hálfleik, að við áttum jafntefli skilið. Beitir bjargaði okkur frá tapi, nokkuð sem Hannes Þór hefði ekki náð að gera. Alls ekki viðunandi frammistaða á heimavelli.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012