Svara þráð

Spjall

Nýr vallarstjóri23.apríl 2019 kl.13:34
Sá að KR voru að fá nýjan vallarstjóra. Þýðir það að Elli sé hættur? Vonandi að þetta sé til góðs en völlurinn hefur ekki verið góður síðustu árin.
Einsi Dan #8
23.apríl 2019 kl.20:11
Það væri nú gaman að sjá völlinn betri en undanfarin ár. Það væri þá allavega eina mannvirkja framför fólgin í því.
Stefán
24.apríl 2019 kl.02:52
Elli er ekki búinn að vera seinustu 2 ár. Maggi Bö, nýji vallarstjórinn, er án efa þekktasti vallarstjóri landsins og virkilega vel gert að ráða hann í starfið. Völlurinn var lengi að ná sér seinasta sumar vegna framkvæmda sem stóðu langt fram í nóvember haustið á undan. Annars var hann alls ekki slæmur í byrjun júní og hélst nokkuð góður fram á haust. Einnig er ekki hægt að líta fram hjá veðurfari seinustu tveggja sumra og ekki ólíklegt að það hafi spilað inn í. Hann er núna iðagrænn og verður í toppstandi þegar að fyrsta leik kemur. Vonandi skilar þetta bara árangri í sumar
10
24.apríl 2019 kl.07:03
Takk fyrir gott svar 10. Ég skoðaði einmitt völlinn í fyrradag og hann lítur vissulega mun betur út en körfuboltaliðið okkar gerði í gærkvöldi.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012