Svara þráð

Spjall

Vor í hjarta10.apríl 2019 kl.12:51
Það styttist heldur betur í mótið. Fyrir mínar sakir þá er ég mjög spenntur. Ég hugsa að það sem muni skilja að í baráttuna um titilinn í ár eru stuðningsmenn. Við sjáum að strákarnir eru tilbúnir en þá er það undir okkur komið að styðja liðið. Mér þætti rosalega vænt um það ef það væri full stúka á öllum leikjum á KR vellinum í sumar. Beck.
Þórólfur Beck legend
Aðalstyrktaraðili16.apríl 2019 kl.19:42
Ef ég man rétt þá var samningi Alvogen sem aðalstyrktaraðila KR lokið um síðustu áramót. Ég hef ekki tekið eftir því að nýr aðalstyrktaraðili hafi verið kynntur til sögunnar ??
Stefán
17.apríl 2019 kl.09:10
Heyr, heyr. Við þurfum að styðja vel við liðið í sumar. Þá skilst mér að Alvogen hafi snúist hugur og verði áfram aðalstyrktaraðili.
Stórveldið
Stjarnan-KR28.apríl 2019 kl.09:47
Eftir leikinn í Garðabænum í gærkvöldi get ég vel skilið að Rúnar segi Beiti besta markvörð landsins. Beitir virtist vissulega óöruggur í fyrri hálfleik, en þá var varnarleikur KR líka óagaður sem endaði með rauðu spjaldi. Eftir það var varnarleikur KR og markvarsla til hreinnar fyrirmyndar. Sóknarleikur KR var hinsvegar aldrei góður í þessum fyrsta leik og menn verða aldeilis að gera mun betur þar í fyrsta heimaleik.
Stefán
28.apríl 2019 kl.11:10
Burt séð frá öllu stig í Garðabæ er gott miðað sem undan var gengið.Munar um Kristinn og Skúla þegar þá vantar.
Vesturbæingur
KR-ÍR29.apríl 2019 kl.21:46
Eftir körfuboltaleik kvöldsins er ekkert vor í Vesturbænum. Verandi á leiknum get ég ekki enn skilið hvernig leikmenn KR gátu spilað svona skelfilega illa og klaufalega á lokamínútum fjórða leikhluta og framlengingar. Bara alveg hreint til skammar fyrir svona reynslubolta.
Stefán
Íslandsmeistarar í 6 sinn4.maí 2019 kl.21:56
Ég var drullusvekktur þegar ég fór að henda inn körfubolta athugasemd hér að ofan í fótboltaspjallið, en nú er ég svo glaður að ég verð að henda hamingjuóskum hér inn - Áfram KR !!
Stefán
5.maí 2019 kl.22:43
Ánægður með þig Stefán. Allt er gott sem endar vel. Vonandi endar þetta sumar bara ágætlega líka, allavega langt siðan maður hefur séð KR á toppnum en þar erum við í dag og þar eigum við heima. Áfram KR!
Takefusa
6.maí 2019 kl.16:13
Verið rólegir Óli kemur Stórveldinu og stolti Reykjavíkur á flug fljótlega og mun landa þeim stóra örugglega heim.
Balli
22.agúst 2019 kl.02:14
Við skulum ekki gleyma þessum spádómi Balla. Þessum þræði þarf að halda til haga. Sérstaklega þegar þetta félag á afturenda er fyrir löngu dottið úr bikar og er núna fimmtán stigum á eftir KR þegar 5 umferðir eru eftir.
KK
22.agúst 2019 kl.09:31
Óli Jó er greinilega að syngja sitt síðastsa með þetta rándýra, oflaunaða Hlíðarendafélag. Félag sem er greinilega að drukkna í peningaflóði.
Stefán
22.agúst 2019 kl.09:49
Dómarar hafa verið Val óhagstæðir í sumar er ástæðan fyrir slæmu gengi Vals.
Balli
22.agúst 2019 kl.11:36
Ekki gleyma því Balli að veðrið hefur farið hrikalega illa með Valsmenn í sumar. Og léleg spretta á gervigrasinu.
KR 120
22.agúst 2019 kl.12:57
Valsarar hljóta að geta keypt dómara eins og allt annað.
Stefán
23.agúst 2019 kl.13:31
Djöfull elska ég þennan dásamlega valsara. Gefur lífi mínu lit.
Gústi
23.agúst 2019 kl.13:56
Segðu mér Balli - er Heimir Guðjónssong að fara þjálfa Val? Sagður vera að hætta í Færeyum og segir ekkrt um framhaldið. Hefur áður tekið við af Óla Jó með góðum árangri. Og Valur borgar vel.
KR 120
23.agúst 2019 kl.17:32
Meiri fókus á KR og minni fókus á aðra klúbba. Sérstaklega ekki Val. Þeir eru ekki relevant núna. Standard!
Vaxtaverkir
23.agúst 2019 kl.20:52
Ég held að Balli hljóti að búa í hjarta Reykjavíkur, Vesturbænum og elski okkur KR-inga á laun. En burt séð frá því, þá sé ég fyrir mér miklar hreinsanir í liði Vals, fari svo að Heimir taki þar völdin með færeyska vini sína.
Stefán
26.agúst 2019 kl.10:37
KR 120 Nei Óli og Bjössi verða áfram ekki þeim að kenna gengið.
Balli
29.september 2019 kl.12:40
Balli þú ert alltaf mígandi í annarra manna görðum og veist ekki hvað er að gerast heima hjá þér.
KR 120
29.september 2019 kl.16:19
Kanski er Balli hundur ?
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012