Svara þráð

Spjall

(Endur)stofnfundur Miðjunnar8.apríl 2019 kl.15:12
Næstkomandi fimmtudag, þann 11. apríl verður haldinn endurstofnfundur Miðjunnar. Ég er búinn að tala við hann Svenna (Sveinbjörn Þorsteinsson, formaður Mannvirkja KR) og fá það í gegn að halda þetta í Félagsheimili KR kl. 20:00. Farið verður yfir plön sumarsins ásámt nýjum áherslum sem við munum leggja fram. Frír bjór í boði KR fyrir alla sem mæta. Það er kominn tími til þess að rífa þetta aftur í gangi! Vonum að sjá sem flesta Áfram KR! #AllirSemEinn
King Schram
8.apríl 2019 kl.15:30
Ég mæti. Ég hef séð hjá mörgun liðum í handkasti og körfuboltakasti að það eru yngri strákar sem eru að styðja liðin í stúkunni. Hvernig væri að þjálfarar 3. og 2. flokks hvetji menn til að mæta á þennan fund? Auðvitað mættu þeir ekki snerta bjórinn. Þetta eru strákar sem hafa alist upp svartir og hvítir og ættu að elska klúbbinn og hafa nægilega orku til að STYÐJA LIÐIÐ!!! Beck
Þórólfur Beck legend
8.apríl 2019 kl.22:16
Þetta eru stórkostlegar fréttir. Gangi ykkur vel.
ábs
8.apríl 2019 kl.23:22
Verður þetta þá í Þórólfsstofu?
JJ
9.apríl 2019 kl.09:39
Mér sýnist stefna í það góða mætingu að Þórólfsstofan sé ekki nógu stór fyrir okkur :) Þannig við verðum bara í salnum. Einnig hef ég þær fréttir að færa að það verður leynigestur á svæðinu sem allir KR-INGAR þekkja og get ég lofað því að þetta er eitthvað sem menn vilja ekki missa af!!! Kv. Schram
King Schram
9.apríl 2019 kl.09:40
Ég mæti. Tek guttann með
Gunni Ragg
9.apríl 2019 kl.14:50
Tekinn
ábs
Uppbygging KR svæðis9.apríl 2019 kl.19:38
Mig og sjálfsagt allt stuðningsfólk KR langar að fá einhverjar fréttir af fyrirhugaðri uppbyggingu á KR svæðinu. Núna þegar t.d. FH og Valur hafa byggt glæsilega upp og búa við fyrirmyndar aðstæður, þá þolir KR svæðið ekki frekari bið þar sem aðstaða og umgjörð hæfa varla lengur úrvalsdeildarliði
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012