Svara þráð

Spjall

Arnþór Ingi í KR8.nóvember 2018 kl.23:43
Samkvæmt öruggum heimildum er Arnþór á leið í KR en búið er að ganga frá öllum helstu atriðum og aðeins smáatriði eftir. Hann verður þriðji leikmaðurinn sem KR fær eftir tímabilið en Alex Freyr Hilmarsson kom frá Víkingum og þá kom Ægir Jarl Jónasson frá Fjölni. Fyrstu viðbrögð? Búið er að styrkja liðið rækilega. Meistaraefni?
Doddi Neon
9.nóvember 2018 kl.17:51
Liðið er búið að fá flotta styrkingu hingað til og einnig er frábært að Gunni, Finnur og Sindri framlengdu samningana sína við KR! Við erum komnir skrefinu nær titilbaráttu á næsta ári en samt verðum við að bæta við okkur sóknarmanni og markmanni til að vera orðnir fullmannaðir! Síðan væri frábært að sjá ungu KR-ingunum að fá tækifæri eins og Ástbirni, Axel, Ólíver og fleirum
David Winnie
10.nóvember 2018 kl.09:09
Hver í andskotanum er Arnþór Ingi?Ég man þá tíð þegar Kr fékk alla bestu bitana á markaðnum, en í dag Þá eru þetta bara meðal skussar sem maður hefur aldrei heyrt um áður.
rez
10.nóvember 2018 kl.11:20
því miður er Valur framar en önnur félög í dag.En set spurningarmerki við nýjustu skiptin KR er vel sett miðjulega. Tekur þetta ekki spila tíma frá ungum leikmönnum eins og Oliver sem spilaði vel með Gróttu í sumar.
Vesturbæingur
10.nóvember 2018 kl.13:09
Rez, hvaða leikmenn eru það sem þú hefðir viljað fá?
Damus7
11.nóvember 2018 kl.10:22
Við f0gnum auðvitað innkomu þessara leikmanna allra. Þeir munu ekki aðeins bæta liðið heldur líka yngja það, sem svo sannarlega veitti ekki af. Og svo inn með eitt stykki alvöru sóknarmann, takk.
Stefán
24.nóvember 2018 kl.04:07
Hvaða bull er þetta!!!! Að fá inn slakan leikmann Víkings í Arnþóri.....Flottur á boltann en alls ekki í neinu standi til að spila fyrir íslandsmeistaralið og tölfræðin hans segir það sama...Ægir Jarl er flottur leikmaður en það er synd og skömm að við notum ekki frekar jafnaldra hans sem náð hafa flottum árangri fyrir KR og reynum að móta sem leikmenn sem eru uppaldir og þar af leiðandi fá fólk á völlinn myndi nefna dæmi en vil ekki setja þá leikmenn óþarflega í umræðuna því þeir muna hvort eð er ekki spila útaf þessu.....Alex Freyr er frábær fengur og rétt leið að mínu mati þ.e hann ólst upp fyrir austan tók nokkur tímabil með víking og BÆTIR síðan okkar hóp.
hrvalur
24.nóvember 2018 kl.04:17
Og Stefán Yngja það? Hefur þú fylgst með Yngri flokkunum okkar? Margir geggjaðir árgangar sem þurrkast út vegna þess að tækifærin eru fá og svo kemur leikmaður frá öðru félagi sem er langt frá því að vera betri í sama árgangi .....Andlega,Félagslega,Fjárhagslega og Stemmingslega er þetta ekki leiðin.
hrvalur
24.nóvember 2018 kl.16:01
Jú hrvalur, ég er alveg sammála þér varðandi okkar uppöldu leikmenn, sem eru hraktir í burtu ár eftir ár, en eru núna sumir hverjir lykilmenn hjá t.d. Gróttu. Stjórn Knattspyrnudeildar KR spilar ekki alltaf í takt við stuðningsmenn KR, verða því oft fyrir mikilli gagnrýni.
Stefán
26.nóvember 2018 kl.19:18
hvalur ert með þetta er dagsatt.Mun til framtíðar hafa skaðleg áhrif á okkar gamla góða KR.
Vesturbæingur
7.desember 2018 kl.10:07
Lykilmenn hjá Gróttu? og? það þýðir ekki að þeir eigi að spila fyrir KR? Hr. Valur? held að þú ert bara tröll að reyna skapa leiðindi...
kringur
9.janúar 2019 kl.14:30
Fenguð sóknarmann Tobias Thomsen he he.Allir á Hlíðarenda vöggu fótboltans brosa út í eitt.
Balli
9.janúar 2019 kl.19:30
Balli, þið Valsarar fenguð Gary Martin, svo við KR-ingar brosum út í eitt á móti.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012