Svara þráð

Spjall

Mæting á KR völlin til skammar (aftur)30.september 2018 kl.00:28
Þriðja eða fjórða tímabilið í röð þar sem meðal mæting í frostaskjólið er undir 800 manns. Hvað getum við (eða stjórn KR) gert til að bæta þetta? KR á einfaldlega ekki að vera með færra fólk í stúkunni en valur eða stjarnan, sama hvernig staðan er í deildinni..
KRT
30.september 2018 kl.10:54
Ég er einn af þeim sem mæti á alla heimaleiki og marga útileiki, en ég skynja að það er eitthvað við umgjörðina, eitthvað móralskt sem hefur haldið fólki fyrir utan stúkuna undanfarin ár. Við KR-ingar gerum alltaf miklar kröfur um árangur, en þegar ekkert er gert í mörg ár til að ná árangri, þá er allt fljótt að drabbast niður, m.a. mæting og stemningsleysi. Við getum þakkað fyrir að hafa mann eins og Bóas til að halda lífi í okkur í stúkunni þegar liðið inni á vellinum er sem slappast. Fólki finnst það líka neikvæð þróun að uppaldir strákar komast ekki lengur í liðið á meðan boðið upp á lélega leikmenn frá Danmörku og Írlandi. Ég vil því kenna innanhússvandamálum og röngum ákvörðunum að stórum hluta um minnkandi mætingu, en vonast til að stjórnendur knattspyrnudeildar KR sýni dugnað og metnað til að rífa liðið og umgjörðina upp á hærra plan og að þá fyllist stúkan á ný - Áfram KR !
Stefán
30.september 2018 kl.13:16
Þegar ég var að byrja að fylgjast með íslenska boltanum fyrir nokkrum áratugum síðan áttaði ég mig fljótt á því að KR var með bestu stuðningsmennina. Það var eitthvað öðruvísi við að mæta í Frostaskjólið en á aðra velli. Manni fannst pínu eins og maður væri kominn til annars lands því þetta var einfaldlega betra og öðruvísi en á öðrum völlum. Stemmningin í lok tíunda áratugarins og fram yfir aldamót var stórkostleg. Þegar Miðjan kom upp bar hún höfuð og herðar yfir stuðningsmannasveitir íslenska boltans. Í dag er staðan önnur. Stuðningsmennirnir mæta illa og láta lítið í sér heyra á vellinum. Háværir eru þeir þá á netmiðlum og liggur við að þeir vilji fá borgað fyrir að mæta á völlinn. Þeir kenna öllum öðrum um af hverju þeir mæta ekki og þegar eitthvað er gert er það ekki nóg, þeir vilja meira. Og meira. Og meira. Langflestir stuðningsmenn annara liða geta kvartað yfir einhverju hjá félagi sínu en það er hvergi kvartað meira en í Vesturbænum. Það er sorgleg staða þegar stuðningsmenn geta bara mætt og verið sáttir þegar allir titlar eru að finnast og aðstaða til fyrirmyndar, annars er allt ómögulegt. Stuðningsmenn KR eru einfaldlega ofdekraðir. Í dag er KR ekki lengur með bestu stuðningsmennina, KR er með verstu stuðningsmennina.
Vaxtavextir
30.september 2018 kl.16:48
Hárétt að ofan er þetta ekki sama í Körfunni mæta ekki KR -ingar þegar úrslitakeppni hefst? en vil óska öllum til hamingju með Evrópusætið er gott miðað við allan stuðninginn og mannskapinn sem er til staðar.Ef menn vilja meira þá verða Vesturbæingar að styðja gamla góða KR betur.
Vesturbæingur
1.október 2018 kl.12:23
Er algjörlega sammála "Vesturbæing". Mér finnst alltof oft talað um að áhorfendur mæti bara þegar liðinu gengur vel en of sjaldan um hina hliðina á málinu, að liðinu gangi betur þegar að fjölmennt er í stúkunni og öskrin heyrast inn á völl. Mér fanst gaman að hlusta á viðtal við pálma í KR Podcastinu þar sem hann lagði áherslu á hve mikinn auka kraft liðið fengi við það að labba út á fullan KR völl. Einnig tók ég eftir því í leiknum við víking að Kennie Chopard kallaði oft eftir meiri látum úr KR stúkunni sem virtist skila sér oft á tíðum. Ég vil ekki ganga svo langt að segja að góð mæting = Íslandsmeistaratitill en það væri allavega góð byrjun. Áfram KR
KRT
2.október 2018 kl.10:47
Ég tel að tvær aðgerðir gætu bætt verulega mætingu á næsta ári. Í fyrsta lagi þá væri hægt að gera breytingu á stúkunni (og eftir atvikunum sætunum sjálfum), til þess að fjölga stæðum og standandi stuðningsmönnum. Þegar stemningin var hvað best á KR vellinum þá stóð fólk, á meðan borgarstjórinn, eldri borgarar og börn sátu í neðsta hluta stúkunnar. Þetta þarf að útfæra með einhverjum löglegum hætti í ljósi reglna KSÍ. Í öðru lagi þá þarf eitthvað átak fyrir næsta tímabil, sem gæti falist í því að fólk reyni sjálft að taka með sér 2 á völlinn. Ef mætingin byrjar vel og árangur liðsins líka þá gætum mjög gott sumar náðst á næsta ári.
KR_ERU_BESTIR
10.október 2018 kl.11:35
Svo eru nokkrir "stuðningsmenn" okkar orðnir fastagestir á Hlíðarenda. Ótrúlegt hvað sumir snúast með veðri og vindum, man eftir þessum mönnum fagna titlum á Eiðistorgi. Þessir aumingjar vita hverjir þeir eru.
Jói P
10.október 2018 kl.12:32
Alveg rétt Jói P nokkrir gamalgrónir KR-ingar orðnir Valsarar hef tekið eftir þessu í sumar.Útilokað að nokkur Valsari gerist KR -ingur.
Balli
Verðandi viðsnúningur10.október 2018 kl.18:42
Þeir munu sjálfsagt skila sér til baka þegar KR verður komið á beinu brautina á ný eftir mögru árin. Vona að við förum að fá góðar fréttir af nýjum leikmönnum sem munu klæðast svart/hvítum búningum á næsta ári og lyfta liðinu á hærra plan.
Stefán
16.október 2018 kl.15:59
Að mörgu leyti sammála því sem kemur fram. Hins vegar set ég líka heilmikil spurningamerki við talningu á velli almennt í deildinni. Tel það t.d. mjög mismunandi hvort börn séu talin með eða ekki. Sem dæmi þá telja FH ingar fjöldann með því að telja auðu sætin í stúkunni. Hjá okkur KR ingum er fjöldi barna sem ekki borgar sig inn en stendur kannski við grindverkið lungan úr leiknum og hlaupa svo jafnvekl um svæðið (sem er gott frelsi). Ég hef farið með mín börn á Valsvöllinn og verið rukkaður um aðgangseyri fyrir þau. Það er aldrei gert á KR vellinum og verður vonandi aldrei gert.
Stebbi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012