Svara þráð

Spjall

FH-KR2.september 2018 kl.19:07
Hvað í andskotanum gengur á? Hvað getur maður sagt?
Hersir
2.september 2018 kl.19:39
okkar menn brugðust okkur heldur betur.Skulda að koma í þá leiki sem eftir eru á fullum krafti.
Vesturbæingur
2.september 2018 kl.20:37
Þessi frammistaða er til hàborinnar skammar, sumarið ónýtt endanlega og að mínu mati à KR bara ekki skilið að fara í Evrópuk 2019 hreint og klárt segi ég
kalli
Algjört andleysi og getuleysi2.september 2018 kl.20:48
Svona stórt og skammarlegt tap kallar á mikla uppstokkun hjá KR fyrir næsta tímabil: KR þarf a.m.k. markvörð, miðvörð, hægri bakvörð, sóknarmann sem getur skorað og aðstoðarþjálfara. Svo þarf stjórn knattspyrnudeildar klárlega að fara í algjöra endurskoðun.
Stefán
2.september 2018 kl.21:02
Hvað à að þÿða að gera endurnýjunarsamning við Kenny sem mér finnst klaufskasti sóknarmaður Ever ??
kalli
2.september 2018 kl.22:48
Betra að vera með yfirlýsingar þangað til eftir síðasta leik tímabilsins .Ef að Evrópusætinnu verður klúðrað er greinileg þörf á uppstokkun.
Vesturbæingur
3.september 2018 kl.09:56
Sammála þér Vesturbæingur, það þjónar ekki okkar hagsmunum að vera með yfirlýsingar. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort nálgunin á þessu leik hafi verið rétt. Við gátum vel sætt okkur við jafntefli þegar FH þurfti sigur. Þeir leyfðu okkur að dútla með boltann á miðjunni, unnu hann síðan og sóttu hratt hægra megin þar sem við vorum veikastir fyrir. Það má spyrja sig hvort ekki hefði verið betra að liggja til baka og láta þá koma. Síðan má líka velta því fyrir sér hvert FH er að stefna með 7 erlenda leikmenn í byrjunarliðinu, þetta hlýtur að vera dýr útgerð.
Titus
3.september 2018 kl.12:22
Kæri Titus og vestubæingur, hafið ykkar skoðun fyrir ykkur ég læt ykkur alls ekki banna mér að ausa úr skálum reiðinnar, mér var gjörsamlega misboðið í gær í firðinum pg gat ekki á mér staðið, hvar var Watson núna ? Gunnar sem var lofaður í gríð og erg gerði slæm mistök t.d. og markvörðurinn ekki traustvekjandi.
kalli
3.september 2018 kl.20:04
Jú, ég viðurkenni fúslega að það sem ég skrifaði hér að ofan í reiðikasti eftir að mér var misboðið í Hafnarfirði eins og Kalla og öðrum stuðningsmönnum KR, er djúpt í árinni tekið. Staðreyndin er hins vegar sú að við köllum okkur ,, Stórveldi " ,, Vesturbæjarstórveldið " og þetta lið sem mætir aftur og aftur árum saman ekki tilbúið í leiki má bara skammast sín og allir sem að því standa. Ég styð við mitt KR-lið á heimavelli og á útivöllum og geri einfaldlega miklar kröfur um að KR sé meira en eitthvað miðlugnslið.
Stefán
4.september 2018 kl.17:45
mæli með podcast viðtalinu við Óskar Hrafn. Þar talar hann um sóknarbolta og leiðindar boltann í pepsi deildinni. FH pakkaði í vörn á eigin heimavelli gegn okkur á sunnudaginn. Og það virkaði. Þvílík afþreying sem þessi pepsi deild er orðinn.
ebenes
KR - Keflavík - Atli Sigurjónsson16.september 2018 kl.18:39
Það kom berlega í ljós í leiknum í dag að Rúnar og Bjarni hafa ekki haft nokkra ástæðu fyrir því að hafa haft Atla Sigurjónsson svona mikið á bekknum í sumar. Hugsanlega væri KR jafnvel með fleiri stig ef Atli hefði fengið að spila meira og svo mikið er víst að Atli er vinsælli í stúkunni en margir aðrir leikmenn KR, jafnvel vinsælastur. Svo vil ég bara segja að þessi met lélega mæting á leikinn í dag ætti að fá stjórnendur Knattspyrnudeildar KR til að hugsa virkilega sinn gang - Áfram KR !
Stefán
Hvar er like takinn?16.september 2018 kl.21:00
Sammála honum Stefáni hér að ofan.
Torfi
19.september 2018 kl.17:45
Þessa lélegu mætingu er ekki hægt að skella á stjórnina. Það má gagnrýna hana fyrir ýmislegt en á endanum verður fólk sjálft að ákveða að mæta á völlinn. Hvað er að stoppa fólk núna? Liðið er að standa undir væntingum með því að vera á góðri leið með að innsigla Evrópusæti. Liðið spilar ágætisbolta. Þokkalegt veður á fínum velli. Og liðið er þjálfað af óumdeildum manni og topp KR-ingi. Ef þetta dugar ekki til að fá fólk á völlinn þá efast ég um hversu góðir stuðningsmenn þetta eru.
Vaxtavextir
20.september 2018 kl.21:08
Er fækkun áhorfenda ekki dýpra mál en að það sé eingöngu hægt að benda á stjórn Knattspyrnudeildar.Frekar hægt að benda á aðalstjórn sem hefur ekkert gert til að bæta aðstöðu. Sömu andlit hafa mætt ár eftir ár og enginn endurnýjun.Eitt sem ég vill vara við við erum ekki búnir að tryggja Evrópusætið ef það gerist er maður ánægður með sumarið. Áfram KR
Vesturbæingur
21.september 2018 kl.22:26
Sama þróun hjá öllum félögum. Þetta er þróun sem öll félög glíma við. Vissulega leiðinleg þróun en vandamálið er stærra en svo að það snerti bara eitt félag og aðstöðu þar. En ég er hins vegar sammála að KR þarf að gera eitthvað varðandi aðstöðu og umhverfi. Ekkert breyst í rúmlega tuttugu ár.
KK

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012