Svara þráð

Spjall

Styðjum liðið28.agúst 2018 kl.21:51
Núna eru nokkrar umferðir eftir og Stórveldið á siglingu. Eigum við ekki að sammælast um eitt það sem eftir er leiktíðar svo við náum Evrópusæti: STYÐJA LIÐIÐ Áfram KR
Valdemar Ásbjörnz
29.agúst 2018 kl.19:43
Tek heilshugar undir það og bara vonandi að Rúnar haldi sig við óbreytt byrjunarlið, nema að ég vil sjá meira til Atla Sigurjónssonar - Áfram KR !!!
Stefán
Tryggjum 4 sætið22.september 2018 kl.21:51
Eftir met lélega mætingu á síðasta heimaleik KR - Keflavík, þá er bara engin afsökun að mæta ekki á KR - Fylkir Sunnudag 23 Sept. Ókeypis á völlinn fyrir alla og Skúli Jón snýr aftur tvíefldur og meira að segja Björgvin Stefánsson væri vís með að skora - Áfram KR !
Stefán
23.september 2018 kl.16:23
OK, allt í lagi mæting og veðrið gott, en lélegur leikur hjá KR og Rúnar og Bjarni með alveg furðulega skiptingu. Lásu greinilega ekki rétt í spilin blessaðir, sem er ekkert nýtt fyrir okkur stuðningsmenn KR að horfa upp á.
Stefán
23.september 2018 kl.17:16
Alveg rétt Stefán skildi ekkert í skiptingunni.Björgvin var búinn að skora og var ógnandi.
Vesturbæingur
Evrópusætið farið23.september 2018 kl.17:23
Evrópusætið fauk út í veður og vind í dag - FH vinnur Stjörnuna og okkur tekst ekki að leggja Víking með ekki betra lið en þetta.
Titus
23.september 2018 kl.19:25
,, Ekki betra lið en þetta " en eru þjálfarar KR eitthvað skárri en liðið ? Ég varpa þeirri spurningu hér með til stjórnar knattspyrnudeildar KR.
Stefán
26.september 2018 kl.13:08
Það er allavegana stór spurning í ljósi þess að t.d. Atli Sigurjónsson var frystur framan af sumri. Sá t.d. á twitterinu hans síðasta félagaskiptadaginn mynd af honum í Breiðabliksbúningnum, sem ég skil ekki af hverju fór ekki hærra. Og I can't blame him m.v. tækifærin sem hann var þá að fá, jafnvel þó að hann næði með innkomu sinni t.d. að tryggja okkur sigur í leikjum þegar liðið virtist alltaf skora eitt og fá svo á sig eitt í restina. Þá er skiptingin í leiknum á Björgvini mjög athyglisverð. Hann er okkar skæðasti framherji, og kosturinn við hann er að hann er alltaf að tuddast í vörninni, þannig að jafnvel þó hann skori ekki sjálfur getur hann opnað fyrir aðra til að skora. Þetta er stundum frekar vanmetið hlutverk, en Gaui Baldvins gerði t.d. mjög svipaða hluti fyrir okkur á sínum tíma. Kennie Chopart er aftur á móti "Lúxusframherji", þ.e. hann virðist stundum þurfa 10 færi til að skora eitt mark. Það virkar kannski ef þú heitir Andy Cole í Man. Utd 1999 þar sem liðið skapar fullt af færum, en í KR 2018 er það ekki að blífa. Fari svo, sem mér finnst eiginlega bara líklegt, að við klúðrum leiknum í Víkinni (1-0 eða 1-1), þá má alveg horfa á töpuð stig gegn Fjölni, Fylki og fleiri liðum í neðri hlutanum sem eina ástæðu þess, en liðið hefur oft verið passífara í þeim leikjum heldur en í leikjunum gegn efri hlutanum, hver sem ástæðan fyrir því er.
Nafni
28.september 2018 kl.17:05
Nú er að duga eða drepast. Nú bara verðum við að mæta á útivöllinn og styðja okkar lið. Lítið á Magna þar komu á annað hundrað manns suður úr 3 hundruð manna byggðarlagi til að styðja við bakið á þeirra mönnum og Fylkismenn komu fjölmennir á okkar heimavöll til að tryggja veru í deildinni og Valsmenn komu fleiri en FHingar í Kaplakrika til að styðja sína menn. Upp með sokkana eins og góður maður sagði.
NN
28.september 2018 kl.21:30
Þjálfarar KR hafa málað sig svo út í horn hvað 4 sætið varðar, að ekkert annað en sigur kemur til greina til að bjarga bágum fjárhag knattspyrnudeildar KR - Fjölmennum því í Víkina og hjálpum til, annars ......
Stefán
29.september 2018 kl.11:53
Mætum öll þessi leikur er lykillinn að því hvort að KR verðı í toppnaráttu eða ekki ÁFRAM KR
Vesturbæingur
4 sætið !29.september 2018 kl.15:59
Úff hvað mér er létt. Það er eins og við höfum unnið bikar eða eitthvað, en það er þó bara 4 sætið sem hafðist og það skiptir okkur miklu máli og kallar um leið á mun sterkari mannskap fyrir næsta tímabil. Ég vil sérstaklega þakka Atla Sigurjónssyni fyrir frábæra leiki, þá loksins að hann fékk að spila.
Stefán
29.september 2018 kl.17:48
Atli Sigurjónnssoni

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012