Svara þráð

Spjall

Allt á uppleið31.júlí 2018 kl.14:51
Þrír deildarsigrar í röð og allt á uppleið. Ef ekki hefði verið fyrir óheppni í Valsleikjunum og Víkingsleiknum væri KR í bullandi toppbaráttu. En miðað við hvernig liðið er að spila núna gæti liðið komist þangað hvort eð er. Rúnar er greinilega á réttri leið með liðið.
Vaxtavextir
1.agúst 2018 kl.00:34
Gott að Rúnar sá það sem allir hafa líklega verið búnir að sjá, að Watson var ekki að gera góða hluti í vörninni. Núverandi varnarlína er að svínvirka. Svo er frábært að Óskar Örn er kominn í gamla góða gírinn og meiriháttar er að fá Björgvin Stefánsson tvíefldan inn í liðið á ný. Bjerregaard er allt of mistækur. Ef bara tekst að ná í þrjú stig í Kópavogi, þá ...
Stefán
1.agúst 2018 kl.12:08
Margt jákvætt undanfarið, aukinn stöðugleiki, meiri seigla og það er frábært að hafa tekið sex stig gegn toppliði Stjörnunnar sem ég tel ekki ólíklegt að hirði titilinn í ár. En ömurlegir leikir í vor, til dæmis gegn ÍBV og gegn Breiðabliki í bikarnum. Vonandi sjáum við ekki slíka lágkúru aftur.
ábs
1.agúst 2018 kl.20:25
Og stelpurnar að ná frábærum úrslitum!
BaraKR
1.agúst 2018 kl.21:33
Já, alveg frábært hjá stelpunum okkar - Áfram KR-stúlkur !!!
Stefán
1.agúst 2018 kl.22:31
Jákvætt og gott tel góða möguleika á Evrópusæti og stelpurnar eruað koma til.Áfram KR.
Vesturbæingur
Niðusveifla8.agúst 2018 kl.02:01
Það voru mér og líklega öllum stuðningsmönnum KR vonbrigði að sjá Watson settan í vörnina á móti Breiðablik, enda hafði vörn KR spilað sína bestu leiki án hans. Annað óskiljanlegt var að vonlaus Bjerregaard skyldi vera í byrjunarliði KR í stað Björgvins Stefánssonar, sem var settur inn á allt of seint. Andlausir KR-ingar áttu því varla nokkuð skilið út úr þessum leik í Kópavogi, jafnvel þó að augljóslega löglegt mark Óskars Arnar hafi ekki fengið að standa.
Stefán
8.agúst 2018 kl.10:43
Sammála Watson á ekki að vera í byrjunarliði er búinn að kosta okkur töpuð stig í sumar.En erum því miður of langt frá topp þremur Evrópusæti er enn raunhæft.
Vesturbæingur
Allt á niðurleið12.agúst 2018 kl.20:51
Vá hvað KR liðið var ömurlega andlaust og algjörlega vonlaust sóknarlega á móti Fjölni. Rúnar og Bjarni eru bara alls ekki að ná tökum á þessu.
Stefán
13.agúst 2018 kl.00:03
Það vantar fyrst og fremst meiri gæði í þennan hóp. Ef það tekst að ná Evrópusætinu skapast forsendur til að styrkja hópinn. Mig grunar að Rúnar sé að standa sig vel með hópinn og Willum hafi gert það líka í fyrra. Þetta er bara langt frá því að vera sterkasti leikmannahópurinn í deildinni.
ábs
13.agúst 2018 kl.11:25
Mikið rétt og það er til skammar fyrir ,, stórveldi " að vera ekki með sterkari mannskap og geta boðið stuðningsmönnum upp á þá skemmtun sem ætlast er til.
Stefán
13.agúst 2018 kl.19:25
Hópurinn er ekki nógu sterkur og vantar að yngja upp.Verðum að sætta okkur liðið er á pari og í fyrra .
Vesturbæingur
13.agúst 2018 kl.21:36
Það er sárast að vera með handónýta útlendinga í liðinu og vita svo af strákunum hans Sigga Helga, sem teljast ónothæfir.
Stefán
14.agúst 2018 kl.16:36
Guðmundur Andri hefði auðvitað átt að vera í byrjunarliðinu allt síðasta sumar og það er sorglegt að vita af honum utan hóps hjá liði í Noregi.
ábs
14.agúst 2018 kl.21:38
KR er með elsta mannskapinn í Pepsideildinni í ár. Gamlir, þreyttir og eitthvað svo andlausir bara blessaðir karlanir okkar. Hvað er stjórn knattspyrnudeildar KR eiginlega að pæla ?
Stefán
16.agúst 2018 kl.15:26
Síðustu tveir leikir hafa verið vonbrigði og sýna að enn er töluvert í land með að ná stöðugleika. Þessi umferð var þó jákvæð að því leyti að liðið fékk fleiri stig en Grindavík og FH. Það eru helstu keppinautar KR um 4ja sæti. En liðið verður að komast aftur í gang í næstu umferð því annars fer það niður á við í töflunni. Ég vil sjá meiri kraft í leikmönnunum, hefur verið of mikið skokk og dútl í síðustu tveimur leikjum. Vantar meiri hörku líka og það er í lagi að vera grófur af og til. Liðið hefur bara fengið tvö gul spjöld í síðustu leikjum það segir mér að menn eru of kurteisir.
Vaxtavextir
17.agúst 2018 kl.21:19
Þurfum miklu betri leik gegn KA úti en við sýndum gegn Fjölni heima.
ábs
18.agúst 2018 kl.11:15
Sammála - Ég vil ekki sjá þá Watson og Bjerregaard í byrjunarliðinu.
Stefán
19.agúst 2018 kl.18:13
Virkilega sanngjarn sigur KR á Akureyri, enda Bjerregaard og Watson ekki á vellinum - Takk Kennie Chopart fyrir góðan leik og mikilvægt mark !
Stefán
19.agúst 2018 kl.21:33
Ánægður með okkar menn sterkur útisigur.Ef við komumst í Evrópukeppni yrði ég himinlifandi með árangur sumarsins .Áfram KR
Vesturbæingur
Allt á uppleið á ný26.agúst 2018 kl.19:12
Kennie Knak Chopart hefur leikið frábærlega að undanförnu og flestir byrjunarliðsmenn KR hafa verið sannfærandi. Byrjunarlið KR í síðustu tveimur leikjum er svo sannarlega rétta byrjunarliðið, en ég vil samt alltaf sjá Atla Sigurjónsson leika meira og hann átti hreint brilliant innkoma gegn ÍBV í dag. Atli kann nú aldeilis að skemmta okkur stuðningsfólki KR. Halldór Páll markvörður ÍBV bjargaði liði sínu tvímælalaust frá tvöfalt stærra tapi - Áfram KR !!!
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012