Svara þráð

Spjall

Keflavík - KR15.júní 2018 kl.08:22
Það segir dálítið mikið um viðhorfið hérna að enginn minnist á leikinn við Keflavík en talað er um vandamál KR-útvarpsins. Ef leikurinn hefði tapast hefðu komið nokkuð komment um það. Ég á dálítið erfitt með að meta liðið út frá þessum leik því Keflvíkingarnir voru mjög slakir. Það er samt gott til þess að vita að ef lið gefa KR svona gott pláss til að spila að það sé rúllað yfir þau. Þá var gott að sjá að menn voru tilbúnir í baráttuna frá fyrstu sekundu. Vonandi kemur sigurhrina núna því við þurfum nokkra sigurleiki til að þokast upp í Evrópusæti.
ábs
15.júní 2018 kl.12:22
Hárrétt hjá þér ábs. Við eigum að halda þessum þræði lifandi alltaf. Gott að sjá strákana taka þennan leik með afgerandi hætti. Reyndar algjörlega nauðsynlegt.
Túlli
15.júní 2018 kl.16:42
Góður sigur tveir góðir leikir í röð mjög jákvætt.Áfram KR.
Vesturbæingur
15.júní 2018 kl.21:36
Það er ekki mikið afrek að vinna eins lélegt lið og Keflavík er og hefur verið það sem af er sumri, en sigurinn var það stór og sannfærandi að full ástæða er til að fyllast af bjartsýni.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012