Svara þráð

Spjall

Mikið passion3.júní 2018 kl.19:48
Mikið er gaman að fylgjast með KR þessa dagana, tapa fyrir Blikum í bikarnum verðskuldað og svo tapa gegn IBV á fyrstu 10min í eyjum. Áfram gakk eins og maðurinn sagði í viðtali um daginn. #Þvílíkastórveldið
Friðrik
3.júní 2018 kl.20:13
Já, mikill er metnaðurinn hjá Vesturbæjarstórveldinu þessa dagana og ekki verður annað sagt en að allir leggi sig alla fram. Baráttuglaðir leikmenn KR hrífa stuðningsmenn með sér og ekki verður annað sagt en að metnaðarfullir þjálfarar KR hafi ráð undir rifi hverju. Mikið verður gaman að mæta í troðfulla stúku í næsta heimaleik og horfa stoltur á leikgleðina og metnaðinn sem einkennir félagið.
Stefán
Fallbarátta3.júní 2018 kl.20:43
Leikurinn við ÍBV var fyrsti tapaði 6 stiga fallbaráttu leikurinn. Síðan eru eftir leikir við ÍBK og Víking, sem gætu farið allavega. Eftir leikinn hörmulega móti UBK í bikarnum, fer um mann hrollur eftir að hafa verið afgreiddir á 11 mínútum af ÍBV.
Libor
4.júní 2018 kl.09:32
Hvað í andskotanum er í gangi hjá liðinu okkar núna ? eftir UBK leikinn í bikarnum sagði ég við sjálfan mig ja neðar getur þetta ekki farið, en það var greinilega rangt metið hjá mér.Þvílíkt metnaðarleysi er þetta nenna leikmenn þessu virkilega ekki lengur, nú tel ég okkur með hæfan þjálfara en það virðist samt ekki virka eins og málin standa núna.
Kalli
10.júní 2018 kl.18:52
Nú er ég búinn að gefast upp á Rúnari og hans vali á liðinu. Við verðum að mega gagnrýna þennan mann. Hann er úti á túni. Hann getur ekki viðurkennt mistök í kaupum á leikmönnum og spilar lélegum mönnum útí eitt á meðan miklu betri menn eru á bekknnum.
Túlli
10.júní 2018 kl.21:36
Algjör endurtekning á leiknum á Hlíðarenda. KR getur ekki haldið út á síðustu sekundum og á því bara skilið að vera um miðja deild. Það vita allir um innkomur Atla Guðna og menn áttu því einfaldlega að gæta hans betur. Rúnar á mikið verk óunnið með þetta KR lið.
Stefán
10.júní 2018 kl.21:54
Betri leikur en þessi tveir hörmungarleikir á undan gátu ekki sokkið dýpra.En sömu mistök í lokin og í leiknum á móti Val skemmdu allt.Bara veit ekki hvaða leið við erum liðið er velmannað en skortir breidd.
Vesturbæingur
10.júní 2018 kl.22:15
Metnaðarleysið síðustu ár hefur einfaldlega skilað því að ég og eiginlega enginn sem ég þekki hefur snefil af áhuga á því sem er í gangi í klúbbnum. Þetta á greinilega við um leikmennina líka...
Gústi
10.júní 2018 kl.23:13
Gústi, frábært hjá þér að nenna að tuða hérna.
Damus7
11.júní 2018 kl.07:31
Er ekki gengi liðsins núna eitthvað svipað því sem var síðast þegar Bjarni var þjálfari ?
Stefán
11.júní 2018 kl.10:25
9 stig eftir 8 leiki 2016. Erum með 10 stig eftir 8 leiki í dag.
11.júní 2018 kl.20:06
Rólegir með að ýta á alla panikktakkana. Liðið er á þokkalegum stað miðað við þá óheppni sem liðið hefur þurft að þola. Það tekur tíma fyrir Rúnar að byggja upp lið. Við hverju var verið að búast núna, öruggu 5 stiga forskoti á toppnum eftir 8 umferðir og tvennan í kortunum?
Vaxtavextir
12.júní 2018 kl.07:20
Ég spai því að yngri leikmenn KR verði kallaðir inn í liðið, eða þá að liðið verði styrkt öðruvísi þegar glugginn opnar á ný, ef núverandi leikmenn fara ekki að sýna að þeir séu færir um að klára leiki.
Stefán
12.júní 2018 kl.09:54
Inkasso.
Balli
13.júní 2018 kl.14:09
var arnór aðalsteins lykilmaður í báðum þeim mörkum sem við höfum fengið á okkur á 94 mínútu þetta sumarið, þeas. gegn Val og gegn FH?
ebenes
13.júní 2018 kl.14:11
það sem er AÐAL atriðið við þennan FH leik er það, að ef leikmenn hefðu _nýtt_ færin sín í fyrri hálfleik þá hefði staðan verði 3-0 í leikhléi. Við nýtum ekki færin okkar, og það kemur svo í bakið á okkur þegar vörnin sofnar á verðinum.
ebenes
13.júní 2018 kl.21:38
Já ebenes, nú þegar Valsmenn eru að stinga af, þá nálgumst við KR-ingar botnbaráttu, hvort sem um er að kenna lélegum mannskap eða almennu áhugaleysi innanvallar sem utan.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012