Svara þráð

Spjall

Tillaga um lagningu sparkvallar á Landakotstúni24.maí 2018 kl.22:39
Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi borgarráðs í dag af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins:,,Lagt er til að Reykjavíkurborg leggi sparkvöll með gervigrasi á Landakotstúni sem nýtist börnum og unglingum í hverfinu til leikja og íþróttaiðkunar. Sviðsstjóra umhverfis og skipulagssviðs er falið að leita eftir samkomulagi um málið við kaþólsku kirkjuna sem er eigandi túnsins. Um sex þúsund manns búa í Gamla Vesturbænum og er hann eina hverfi borgarinnar þar sem börn og unglingar hafa ekki aðgang að viðurkenndum sparkvelli með gervigrasi.
Kjartan Magnússon
24.maí 2018 kl.23:03
Hvernig stendur á því að meirihluti Vesturbæinga kjósa núverandi meirihluta sem gerir ekkert í málefnum Íþróttamannvirkja í 16 þús manna hverfi.Hvernig Dagur hefur hagað sér gagvart þessu hverfi er til skammar.Skerðing á svæði KR er hneisa gagnvart einu fornfrægasta félagi bæjarins.Fimm spakvellir í Breiðholti hvað margir í Vesturbænum? allaveganna fær núverandi meirihluti ekki mitt atkvæði og er ég ekki Sjálfstæðismaður. Áfram KR.
Vesturbæingur
25.maí 2018 kl.17:46
Sjálfstæðisflokkurinn fær allavega ekki mitt atkvæði vegna þess að þeir spörkuðu Kjartani Magnússyni út af sínum lista og það kann ekki górði lukku að stýra fyrir okkur KR-inga og þar trónir líka Árbæingur og Fylkismaður á toppnum.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012