Svara þráð

Spjall

Þetta er að bresta á25.apríl 2018 kl.08:33
Jæja, ætla menn ekki að fjölmenna á leikinn á föstudagskvöld? Hvernig er best fyrir Rúnar að setja leikinn upp? Er kominn tími til að KR fari að spila meira varnarsinnað á Valsvellinum? Eða kunnum við ekki að spila svoleiðis bolta?
ábs
25.apríl 2018 kl.10:44
ég ætlaði að seigja einkvað mjög findið núna um að valur tekur þetta með einari hend en svo kúkaði ég óvart á mig og mamma þurfti að fara skipta á mér
balli
25.apríl 2018 kl.19:43
KR byrjar á erfiðasta leiknum þannig séð. Ef KR fer út með það markmiði að sækja stíft og fær svo mörk í bakið á sér fær Rúnar að heyra það fyrir að vera með slæma taktík. Hann verður að spila þennan leik varlega og spila öflugan varnarleik, stundum á kostnað sóknarinnar. KR þarf fyrst og fremst að ná upp baráttunni. Ég býst ekki við mjög flottum bolta í apríl. Í fyrstu umferðunum snýst þetta um að ná í sem flest stig með hvaða hætti sem er og svo getur maður farið að gera meiri kröfur um spil og stíl. En á föstudaginn vil ég sjá harðan varnarleik, pínu grófan ef það er það sem þarf, og svo beinskeyttar sóknir þegar möguleikar opna sig.
Vaxtavextir
26.apríl 2018 kl.08:23
Í byrjun móts snýst þetta jafnan fyrst og fremst um baráttu. Við þurfum bara að nálgast þennan leik varfærið, halda boltanum og sækja hratt upp kantana þegar færi gefst. Í fyrra á Valsvellinum stjórnuðum við leiknum en leyfðum þeim að breika á okkur þ.a. stórhætta skapaðist í hvert sinn. Ef við höldum boltanum vel og byggjum upp góðar sóknir hef ég engar áhyggjur af þessum leik.
Stórveldið
27.apríl 2018 kl.07:34
Við höfum ekki breiddina ... en við höfum Rúnar !
Stefán
27.apríl 2018 kl.09:44
Verður auðvelt í kvöld og í sumar líkt og 1978 eitt jafntefli allt sumarið gegn KA.Reikna með 64 stigum að lágmarki.
Balli
27.apríl 2018 kl.17:08
Ég vil sjá eins fáa Dani og sem flesta Íslendinga í liðinu í kvöld og hægt er.Og alls ekki menn sem eru hálfmeiddir í byrjunarlið.Ef Óskar og Kenny eru ekki heilir þá eiga þeir ekki að byrja. Þetta verður alvöru leikur.
Manni
Tap27.apríl 2018 kl.22:44
Búmmm....kv Óli Jó
Hans
28.apríl 2018 kl.09:59
Það kann ekki góðri lukku að stýra að losa sig við markahæsta leikmanninn, Tobias Thomsen, sem svo launar fyrir sig með sigurmarki gegn liðinu sem ekki gat notað hann. Hjá okkur KR-ingum var svo ekkert að ske hjá okkar frmsta manni, André Bjerregaard, ekki frekar en hjá Kennie Chopart, sem var afar slakur . Og ekki var þessi Albert Watson að heilla.
Stefán
28.apríl 2018 kl.10:28
Sé ekki hversvegna var verið að sækja Albert Watsson.Maður að nafni Aron Bjarki er betri greinilega mistök sem kosta.
Vesturbæingur
28.apríl 2018 kl.16:09
Hefðum unnið með Aron í vörninni eða í það minnsta náð stigi
kríngur
28.apríl 2018 kl.17:27
Spilum með eins fáa Dani og Íra eins og hægt er og fáum stemmingu í liðið. Mér fannst ekki gott að sjá 3-4 leikmenn sem hafa verið meiddir undanfarið í byrjunarliði.Ég vil sjá Aron Bjarka og Atla og ksnnki Gunna í næstu leikjum. Það er stundum eins og þjálfarar verði að spila leikmönnum vegna þess að þeir fengu þá til félagsins. Mér líður þannig eins og það sé að gerast í dag burt séð frá því hvort þeir séu besti kostur.
Manni
28.apríl 2018 kl.22:19
Mikið er ég sammála því að fá Aron Bjarka og Atla Sigurjóns í byrjunarlið, en yfir í körfuna: TIL HAMINGJU og takk fyrir mig !!!!!
Stefán
29.apríl 2018 kl.09:27
Ein fyrirspurn, vökvuðu Valsarar völlinn í vítateig KR í hálfleik, eins og í fyrra? Ég man að þeir gerðu þetta í fyrra til að auka líkur á að skora og aðspurðir viðurkenndu þeir að gera þetta og fannst það bara í lagi. Fyrir mér er þetta alls ekki eðlilegt, svipað og ef KR myndi slá grasið í hálfleik í vítateig andstæðinga til að láta boltann fleytast meira. Ekki það að þetta skipti höfuð máli, leikurinn er búinn og bara hægt að snúa sér að næsta leik, en bara svona forvitni.
Tómas
30.apríl 2018 kl.08:46
Af hverju lokaði Atl og Óskari ekki á manninn? Algjöur aumingjaskapur. Á seinust seikundu! Hrikalegt. Og Aron Bjarki er alltof mistækur til að hafa í vörnina mema til auka.
kringur
1.maí 2018 kl.17:43
Glæsilegur sigur í Mosfellsbæ í dag og ég held að Atli Sigurjóns hafi sannað í þessum fyrstu leikjum að hann eigi fullt erindi í byrjunarlið.
Stefán
2.maí 2018 kl.10:09
Atli og Pablo voru báðir mjög fínir í leiknum í gær. Fínt fyrir sjálfstraust liðsins að valta yfir hið annars ágæta 2. deildar lið Aftureldingar.
ebeneser

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012