Svara þráð

Spjall

Upphitunarkvöld KR-klúbbsins13.apríl 2018 kl.16:32
Af KR.is: KR-klúbburinn mun þann 19. apríl næstkomandi (sumardagurinn fyrsti) standa fyrir upphitunarkvöldi fyrir stuðningsmenn KR í aðdraganda Íslandsmótsins í knattspyrnu. Upphitunarkvöldið verður haldið á Rauða Ljóninu á Eiðistorgi og er um að ræða kærkomið tækifæri fyrir stuðningsmenn KR til að hittast og stilla saman strengi fyrir átökin framundan. Dagskrá upphitunarkvöldsins hefst klukkan 20:30 og verður sem hér segir: 20:30-20:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla, fer yfir tímabilið framundan hjá körlunum 20:45-21:00 Bojana Besic, þjálfari meistaraflokks kvenna, fer yfir tímabilið framundan hjá konunum 21:00-21:15 Glænýr varabúningur KR frumsýndur 21:15-21:30 Guðmundur Pétursson, markvörður Íslandsmeistaraliðsins 1968 og landsliðsmarkvörður, sem hefur sömuleiðis þjálfað KR, verið formaður rekstrarfélags KR, og varaformaður KSÍ, mun segja nokkur orð um félagið og rifja upp góðar sögur úr leik og starfi 21:30-22:15 Gummi Ben, einn vinsælasti og besti leikmaður KR í seinni tíð, mun halda Pub Quiz með KR-þema. Tveir einstaklingar saman í liði og í verðlaun eru 2 leikjahefti sem innihalda 11 miða á heimaleiki meistaraflokks karla í sumar
KR#1

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012