Svara þráð

Spjall

Pablo í KR- Pálmi og Beitir framlengja6.nóvember 2017 kl.16:53
Mér finnst þetta signing hjá KR virkilega áhugavert að fá Pablo til liðsins, en auðvitað var orðið ljóst að styrkja þyrfti miðjuna víst að Præst og Sandnes fóru. Það er alveg greinilegt að það á að koma liðinu aftur þar sem það á heima! Einnig eru góðar fréttir að við höldum bæði Pálma og Beiti. Maður áttar sig einhvern veginn ekki almennilega á því hvaða taktík Rúnar ætlar að nota á næsta ári eða hvernig liðið verður en miðað við mannskapinn núna held ég að þetta sé okkar sterkasta lið Beitir Skúli-Aron-Gunni Arnór-Pablo-Pálmi-Kiddi Óskar-Bjöggi-Andri Áfram KR
David Winnie
6.nóvember 2017 kl.21:30
Vel gert að fá Pablo. Gott að hafa Beiti afram. Hann sló óvænt í gegn hjá KR í sumar. Einnig Pálmi Rafn sem styrktist sem leikmaður með hverjum leik. Præst skilaði sínu á meðan hann var ómeiddur, en vera Sandnes var eitthvað sem ég botnaði aldrei í.
Stefán
6.nóvember 2017 kl.22:39
Verður þá ekkert pláss fyrir unga leikmenn?
Vesturbæingur
7.nóvember 2017 kl.00:35
Að sjálfsögðu ekki. Hélstu það í alvöru? KR er enn í sama ruglinu með sömu hörmungarstjórnina og sjálftökumann sem framkvæmdastjóra
Kr
7.nóvember 2017 kl.07:11
Í álvöru Vesturbæingur og Kr?Annað hvort eruð þið vitleysingar eða haldið með öðrum liðumþVið spiluðum illa í fyrra og þurfum titla til að halda andanum.Rúnar er að fá nýja áhugaverða leikmenn - vel gert, þetta gæti orðið ágætt.Áfram KR
kringur
7.nóvember 2017 kl.18:53
kringur hlýt þá að vera vitleysingur allaveganna er ég úr Vesturbænum og Afi minn var einn af stofnendum KR.Menn hljóta að mega hafa mismunandi skoðanir?
Vesturbæingur
8.nóvember 2017 kl.00:32
Það er í það minnsta ekki yfirlýsing um traust að Rúnar hefur ekki stjórnað leikmannahópi sínum í einum æfingaleik áður en farið er í að bæta við hópinn fjölda nýrra leikmanna.
KR-ingari
8.nóvember 2017 kl.10:35
Best fyrir KR hefði verið að blanda liðið með ungum leikmönnum og reynslumiklum sem eru til staðar.Losa sig eitthvað við af þeim elstu og byggja upp til framtíðar.
Bjarni
9.nóvember 2017 kl.04:41
Ég skil þetta ekki alveg. Pálmi Rafn er líklega meðal launahæstu leikmanna deildarinnar en hann hefur ekkert getað og hefur bara ekki metnað í fótbolta lengur - annars hefði hann ekki komið heim úr atvinnumennsku. Pablo er fínn leikmaður sem mun vonandi skila sínu, en þetta er fimmta félagið hans á Íslandi og hann fer greinilega bara til hæstbjóðanda. Veit ekki hvort hann hafi það sem þarf til að rífa hlutina aðeins upp.
dóri
9.nóvember 2017 kl.12:24
Það var stígandi í leik Pálma Rafns í sumar og ég hef fulla trú á því að Rúnar muni ná meira út úr honum. Annars er ég mest ánægður með minn mann Kjartan Henrý núna. Sá á nú aldeilis heima í landsliðinu !
Stefán
9.nóvember 2017 kl.13:08
Tek undir varðandi Kjartan Henry. Langt síðan KR-ingur hefur látið til sín taka í landsliðinu og þá var það KR-ingur sem lagði upp markið. Mér finnst samt gleymast að Pálmi verður 34 ára næsta sumar og það sama gildir um Óskar Örn. Þeir eru báðir komnir langt yfir sitt besta. Skil það að framlengja við Óskar en veit ekki með hitt.
kr
9.nóvember 2017 kl.13:49
Sammála skil þetta ekki með Pálma fannst hann ekki leggja sig nógu vel fram í sumar.Annað með Óskar hann er "legend" hjá KR.
Bjarni
9.nóvember 2017 kl.22:23
Jæja Pálmi Rafn, nú hefur aldeilis verið sett pressa á þig, he, he. Óskar Örn hefur lengi verið dáður í Vesturbænum, enda dáðadrengur.
Stefán
10.nóvember 2017 kl.18:11
Hvar faid thid peninga i leikmannakaup.
FHHafnfirdingur
12.nóvember 2017 kl.02:34
ekki frá skattgreiðendum sveitarfélagsins eins og fimleikafelagið sem mjólkar hafnarfjarðarbæ með vafasömum leigusamningum
qwerty
KR-ingar í landsliðsverkefnum14.nóvember 2017 kl.20:08
Frábært að sjá hversu margir KR-ingar eru búnir að vera taka þátt með landsliðum Íslands í dag. Andri og Ástbjörn byrjuðu fyrir u-19, Atli kom inná. Albert fyrirliði u-21 og setti tvö í frábærri endurkomu u-21 gegn Eistlandi. Kjarri og Emmi komu báðir af bekknum gegn Katar...
David Winnie
KR-ingar í landsliðsverkefnum15.nóvember 2017 kl.15:12
þú gleymir Oliver sem byrjaði leikinn gegn Færeyjum líka Winnie!
kringur
Talað af þekkingu og viti.1.maí 2018 kl.23:47
David Winnie skrifar af viti og þekkingu hér og vil ég fá meira af svo góðu hvort heldur er frá honum eða öðrum
Heimir Lárusson Fjeldsted

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012