Svara þráð

Spjall

Frábært viðtal við Rúnar í Fréttablaðinu í dag7.október 2017 kl.13:25
Gaman að lesa viðtalið við Rúnar í Fréttablaðinu í dag. Hefur flotta framtíðarsýn fyrir klúbbinn, bæði með tilliti til uppbyggingu á aðstöðu félagsins og því að byggja upp sterkan KR-kjarna í liðinu. Maður er umtalsvert bjartsýnni á framtíðina hjá liðinu núna en fyrir viku síðan.
KR#1
7.október 2017 kl.16:37
Það er sannarlega heillastjarna yfir Vesturbænum núna ... á ný
Stefán
3.júní 2018 kl.20:22
Hvar er "heillastjarnan" núna einhver munur núna og þegar Willum var?
Eiki
3.júní 2018 kl.20:30
Atli Sigurjónsson er heillastjarnan, en Rúnar ætti að velja sér annan og betri aðstoðarþjálfara.
Stefán
5.júní 2018 kl.21:32
Sammála síðasta innleggi. Skil ekki af hverju var verið að draga Bjarna aftur inní þetta. Þetta er orðið fullreynt með hans þjálfaraleikaraskap en það virðist þurfa áfram þurfa að búa eitthvað hlutverk til fyrir hann. Vandamálið hjá KR er að þetta er orðið of mikið buddy buddy system hjá klúbbnum og það bitnar á liðinu, úrslitunum og aðstðunni og öllu.
Vaxtavextir
1.júlí 2018 kl.21:37
Nei, ég held að enginn skilji af hverju Bjarni var dreginn inn í þetta og núna er ég farinn að stórefast um Rúnar Kristinsson.
Stefán
1.júlí 2018 kl.22:31
Bara eitt staða KR á þessu Íslandsmóti er óboðleg þessu gamla stórveldi.Bjarni er aðstoðarþjálfari ábyrgðin er Rúnars sem aðalþjálfara.
Vesturbæingur
1.júlí 2018 kl.23:28
Satt er það og allir aðrir þjálfarar en Rúnar væru virkilega tæpir núna hjá KR í þessari hörmulegu og skammarlegu stöðu.
Stefán
2.júlí 2018 kl.08:38
Lélegasta KR-lið sem ég hef séð. Hvar er hjartað og baráttan í þessu liði? Sama andleysið ár eftir ár. Þetta er alveg skelfilegt. Eins og standa með vatnsglas úti í eyðimörk og horfa á húsið sitt brenna. Þrettán stig eftir tíu umferðir. Þetta er djók. Eru menn alveg sáttir við svona árangur?!?
KK
2.júlí 2018 kl.20:06
Við sem hvetjum liðið okkar áfram í stúkum hér og þar erum auðvitað ekki sátt við þann aumingjaskap og metnaðarleysi sem einkennir KR í dag, en Rúnar er ánægður með spilamennskuna samkvæmt viðtölum og þar við situr.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012