Svara þráð

Spjall

KR - Stjarnan17.júlí 2017 kl.20:50
Rosalega er þetta bitlaust hjá KR - engin sköpun og öll uppbygging er allt of hæg - þetta er bara leiðinlegur bolti. Eins gott að seinni hálfleikur verði skárri. Já það er dökkt yfir.
ABZ
17.júlí 2017 kl.21:46
Held því miður að Willum sé gjörsamlega gjaldþrota með þetta lið því miður. Gerði flotta hluti í fyrra en þetta tímabil er hörmung.
ABZ
17.júlí 2017 kl.23:10
Aldrei þessu vant umhugsunarverðir punktar sem FH-ingurinn kom fram með í Pepsi mörkunum - meðan Óskar og Hjörvar voru hikandi í sínum málflutningi. Ljóst að staðan er óþolandi!
ABZ
17.júlí 2017 kl.23:40
,, Held því miður að Willum Þór sé gjörsamlega gjaldþrota með þetta lið ". Mikið rétt, Willum Þór er kominn út í sama horn og Bjarni Guðjóns í fyrrasumar. Ég bendi bara á það, að Arnar Grétarsson er á lausu. Staðan í deildinni er Knattspyrnudeild KR til háborinnar skammar.
Stefán
17.júlí 2017 kl.23:56
Jæja. Fallbarátta á næsta leiti, svæðið staðnað, leikmannamálin í ólestri. Það hvernig fínni stöðu fyrir fjórum árum var glutrað niður er mikið umhugsunarefni.
Hvað er í gangi
18.júlí 2017 kl.05:04
Þetta snýst ekki um Willum og snerist ekki um Bjarna í fyrra. Þetta snýst ekki einu sinni um þetta tímabil. Þetta snýst um það að hið óhugsandi hefur gerst. Ég er fæddur 1984 og er alinn upp við að KR sé stærsta félagið á Íslandi - þrátt fyrir þurrkatíð var engin spurning hverjir voru stærstir. Síðan um aldamótin hefur titlasöfnunin svo verið góð (keyrt hressilega áfram af Björgólfi um tíma) og manni fannst óhugsandi að KR yrði nokkurn tímann í sömu sporum og "fornu risarnir" Víkingur, Fram og Valur (Valur er í alveg sömu langtímavandræðum þrátt fyrir góðan árangur þessi misserin). KR hefur hins vegar staðið eftir í allri uppbyggingu kringum félagið. Alveg sama hvert er litið, þá hefur ekki nokkur skapaður hlutur breyst í tuttugu ár, eins og hefur verið tíundað margoft hér á þessu spjalli. Í stuttu máli sagt hefur það gerst sem ég hélt að aldrei myndi gerast. KR er í dag ekkert nema enn eitt af alltof mörgum Reykjavíkurfélögum. Þetta er þróun sem maður tekur ekki eftir dag frá degi - eða ár frá ári - en núna er maður að ranka við sér og sér að á tíu eða tuttugu árum hefur öllu verið stefnt í óefni.
dóri
18.júlí 2017 kl.05:24
KR stæði ekki undir nafni sem stórveldi í dag, ef ekki væri fyrir alla titlana í körfubolta undanfarin ár. Allt annað er að drabbast niður og Knattspyrnudeild KR er í mikilli tilvistarkreppu. Aðalstjórn KR ber sína ábyrgð á því. Knattspyrnudeild KR ber sína ábyrgð á því. Stjórn Knattspyrnudeildar KR ber sína ábyrgð á því. Hendrik Bödker ber sína ábyrgð á vali á lélegum dönum. Willum Þór og Arnar Gunnlaugsson bera sína ábyrgð á hörmulegu gengi KR í sumar.
Stefán
18.júlí 2017 kl.08:33
Staðan í dag er óþolandi. Liðið getur ekki spilað leik án þess að fá á sig mark. Eina liðið sem ekki hefur skorað á móti KR er SJK frá Finnlandi. Höttur, ÍR og bara öll hin liðin sem við höfum spilað við í sumar hafa komið boltanum í netið hjá okkur. Höfum unnið einn leik í deildinni síðustu tvo mánuði. Næstu tveir leikir gegn Víkingum R og Fjölni skipta öllu máli. Ef við fáum ekki sex stig úr þessum leikjum þá verður þetta fallbarátta fram í síðustu umferð og mögulega fall.
KK
18.júlí 2017 kl.09:31
Loksins eru stuðningsmenn búnir að fatta það að liðið er ekki nógu gott til að vinna einhver afrek. Framundan er bara grimm fallbarátta og ef leikmenn, stjórn og liðsstjórn vilja ekki skilja það er voðinn vís.
Enga Inkassodeild takk!
18.júlí 2017 kl.09:33
Algerlega sammála Dóra. Málið snýst ekki um að vera e.h mega neikvæður eða hafa allt á hornum sér. Bara það að sjá þetta félag koðna svona niður og engin fyrirsjáanleg stefnubreyting í þeim málum, engin framtíðarsýn, ekkert samtal, heldur bara EKKI NEITT, þá er ljóst að stjórnarmenn bæði í aðalstjórn sem og knattspyrnudeild bera þessa ábyrgð að félagið er að verða miðlungsklúbbur - það er bara ekki hægt að sitja hjá og vera alveg sama. Það verður að koma inn nýtt blóð, það verður að rífa félagið á þann stall sem það á heima.
ABZ
18.júlí 2017 kl.11:20
Ég ítreka það sem ég benti á hér að ofan, að Arnar Grétarsson er á lausu. Það er grafalvarlegt fyrir stóran klúbb eins og KR að lenda í fallbaráttu eins og blasir við og maður skynjar ákveðna uppgjöf hjá leikmönnum, nákvæmlega eins og var að gerast í fyrrasumar.
Stefán
18.júlí 2017 kl.11:30
Inkasso býður eftir ykkur.Vísu verður þetta slæmt hjá risanum bara bikarmeistartitill og annað sæti í deild plús að slá Víkinga út og komast áfram.
FHafnfirðingur
18.júlí 2017 kl.17:23
Willum virkaði pirraður í viötölum eftir leik yfir því að hafa farið 1-0 undir í hálfleikinn. Talaði um að þetta hafði verið steindautt og að þetta hefði aldrei átt að vera neitt annað en 0-0. Willum þarf að skilja það að steindautt er ekki boðlegt núna. Alveg sama þótt liðið hafi verið að koma úr Evrópuleik. Liðið fékk frí í deildinni fyrir þann leik. En ef menn eru þreyttir þá að setja ferskar lappir inná. En margir hefðu gott af því að hvíla sig aðeins hvort eð er. Menn sem vita að þeir eiga fast sæti í byrjunarliðinu og nenna bara að gíra sig upp fyrir evrópueiki. Og ég ætla ekki að hætta að tala um lykilhlutverk Garðars Jó af bekknum. Það er kannski ekkert skrýtið að liðið er gjaldþrota sóknarlega ef Garðar Jó 2017 er hugsaður sem bjargvættur af bekknum. Og Hjörvar talaði um í gær í pepsíinu að það væri svo mikið af mörkum í Pálma. Hann og Kennie gætu alltaf skorað! Willum er svo trúr þeim að hann er örugglega til í að bíða fram á næsta ár áður en hann hugar að breytingum.
Vaxtaverkir
18.júlí 2017 kl.20:27
Núna er gott að staldra við, og reyna að átta sig á hvers vegna við erum í þessari stöðu.Eftir síðasta tímabil var ljóst að liðið þurfti að fá nýjan hafsent - kantmann og framherja með hraða. Síðan hefði þurft að skipta Pálma út og fá öflugri miðjumann í staðinn.Hvað var síðan gert. 1. Fengum Róbert Sandnes - sem er ekkert notaður. 2. Fengum Arnór Svein , sem er ágætur. 3. Fengum Tobias Thomsen með engan hraða. 4. Fengum Bjærregard, en notuðum hann ekki í gær. Ég get ekki með nokkru móti áttað mig á þessu, en árangurinn talar sínu máli 11 stig af 30 mögulegum.
Werner
18.júlí 2017 kl.21:27
Fyndið hvað fh-ingun er umhugað um okkar stöðu. Rétt mörðu lið frá færeyjum og þykjast himinn höndum tekið. Þeir vita, það sem KR-ingar vita, að við erum sigursælasta lið í íslenskum fótbolta. Ekki bara frá upphafi heldur líka á þessum áratug. Fimm stórir titlar frá 2010 á meðan fh hefur unnið fjóra. Ennþá með eina stjörnu á móti fimm hjá KR. Þeir ættu að halda sig á mottunni amk þangað til þeir eru komnir með fjórar stjörnur. En það er ansi langt þangað til það gerist, ef það gerist yfir höfuð. Svo er það pínku fyndið að þeir skuli finna hjá sér þörf til að koma á spjallsíðu KR-inga til monta sig yfir því að þeir hafi unnið færeyskt lið einum fleiri. Það sýnir hversu mentalítetið er lítið. Annars góðar stundir.
KK
18.júlí 2017 kl.23:17
KK - það er nú ansi lítill stórveldisbragur yfir okkur þessa dagana. Innistæðan er amk ekki til staðar hjá okkur. FH er með árangri í evrópu og mögulegri sölu á Gylfa Sigurðssyni að fá á þriðjahundrað milljónir í kassann á þessu ári.
kr
19.júlí 2017 kl.00:20
Það er eflaust gaman fyrir fh. Breytir því ekki að það strokar ekki út árangur síðustu ára. Þessi uppgjöf sem maður skynjar hér er afskaplega þreytt. Fyrir 20 árum eða svo fengu eyjamenn tugi milljóna fyrir Hermann Hreiðarsson. Breytti engu um þeirra gengi. En ef menn vilja festa sig í svona hugsunarhætti þá er alveg eins hægt að leggja þetta batterí niður. Margir myndu eflaust fagna því...
KK
19.júlí 2017 kl.01:08
Ég er sammála því að ég skynja uppgjöf hér á spjallinu. Það erndurspeglar hins vegar bara ástandið í félaginu. Félagið er staðnað, við höfum dregist aftur úr og það er því miður ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að breytast.
kr
19.júlí 2017 kl.21:19
Þetta félag er í rúst fyrir utan körfuna. Stjórnlaust frá A-Ö
RK

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012