Svara þráð

Spjall

Enn einn Daninn11.júlí 2017 kl.13:00
Nú er búið að bæta við enn einum Dananum í lið KR. Ég skil ekki afhverju Guðmundur Andri er látinn spila meira en raun ber vitni. Þetta er drengur sem hefur verið að setja hann grimmt í vetrarleikjunum en svo þegar "sólin" kemur upp þá er honum hent á tréverkið og er númer 4 í röðinni?? Tobias kom inn með miklar yfirlýsingar en er gjörsamlega fyrirmunað að skora, þarf allavega 50 færi til að skora eitt mark! Átta mig ekki á hlutverki Garðars, að hann sé framar en GAT er óskiljanlegt. Willum er allt of staður þegar kemur að liðsuppstillingu og skiptingum, sem hefur skilað sér í afar döpru sumri, því miður.
ABZ
12.júlí 2017 kl.00:48
Hann hefur skorað 18 mörk í 157 leikjum. 18! Miðað við wiki þá er þetta einhver vinnuhestur, en við þurfum frekar einhvern markaskorara, ekki enn einn þjösnarann sem skorar ekki sjálfur.
Hvað er í gangi
12.júlí 2017 kl.00:51
Ekki gleyma því að áhugi hins almenna KR-ings á liðinu hefur sennilega aldrei verið minni. Síðan Bödker kom til KR hafa eftirfarandi Danir komið liðsins. Set mitt álit á þeim fyrir aftan. 1. Kennie Chopart - duglegur leikmaður en hefur afar takmarkaða hæfileika. 2. Michael Præst Möller - getur djöflast en spilar engan fótbolta. algjörlega tilgangslaust að hafa hann. 3. Morten Beck - besti daninn sem við höfum fengið og réttlætanlegur. Var samt betri í fyrra. 4. Robert Johann Sandnes - sorglegt að vera með svona mann í hópnum. Tekur bara pláss frá ungum leikmönnum. Til hvers að vera með dýran útlending á bekknum. 5. Tobias Thomsen - algjör semi leikmaður. Ekki staðið undir væntingum. Skorar en gerir lítið annað. Svona næstum því leikmaður. 6. Denis Fazlagic - algjör c leikmaður sem gerði ekkert annað en að stela spilatíma frá ungum strákum. 7. Jeppe Hansen - var fyrirmunað að skora. Var í engu standi og gat ekki neitt. 8. Morten Beck Andersen - hafði ýmislegt en nýttist okkur lítið. Fannst hann samt betri en það sem við höfum í dag. Skoraði heil 6 mörk. Allt í lagi en ekki nógu góður. 9. Jacob Toppel Schoop - var flottur fótboltamaður sem styrki liðið og gladdi áhorfendur. Dalaði eftir því sem á leið en var flott kaup á sínum tíma. 10. Rasmus Steenberg Christiansen - var mjög slakur. Fengum hann eftir erfið meiðsli og hann náði sér aldrei á strik. Létum hann svo fara og hefur verið ágætur hjá Val. 11. Sören Frederiksen - Sennileg sá allra slakaast en fékk ótrúlega mörg tækifæri. Núna erum við að taka inn tólfta danska leikmanninn á fjórum árum. Tveir þeirra hafa staðið undir nafni, sumir hafa verið allt í lagi en meiri hlutinn ekki getað nokkurn skapaðan hlut. Af hverju er Bödke treyst fyrir þessu. hann er löngu fallinn á prófinu og léleg stjórn félagsins hefur sennilega sett um 100 mkr. í þessa leikmenn. Þetta er m.a. ástæða þess að fólk er hætt að mæta á leiki. Það er afrek ef það mæta yfir 1000 manns á KR leiki og það mæta orðið fleiri á Hlíðarenda. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi nýi dani muni styrkja liðið. Ekki talar allavega tölfræðin með honum.
kr
12.júlí 2017 kl.09:28
hummm <br> humm <br> hum
o
12.júlí 2017 kl.09:36
Af hverju varstu að troða regnhlíf upp í rassgatið á þér? Ég var farinn að vera sammála þér, þar til þú skrifaðir: "Það er afrek ef það mæta yfir 1000 manns á KR leiki og það mæta orðið fleiri á Hlíðarenda" Valur hefur spilað einhverja 6 leiki á heimavelli í deild og bikar, helmingur þeirra undir 1000 manns. Hjá Vali var mest þegar KR mætti. KR hefur aldrei farið undir 1200 manns. Valur - Víkingur Áhorfendur: 1079, Valur - FH Áhorfendur: 1407, Valur - KR Áhorfendur: 1443, Valur - ÍBV Áhorfendur: 873, Valur - KA Áhorfendur: 894, Valur - Stjarnan (bikar) Áhorfendur: 483, KR - Víkingur R. Áhorfendur: 1430, KR - ÍA Áhorfendur: 1209, KR - FH Áhorfendur: 1796, KR - Grindavík Áhorfendur: 1398, KR - Breiðablik Áhorfendur: 1287. Vonandi líður þér ekki ílla eftir að ég opnaði regnhlífina.
Damus7
12.júlí 2017 kl.10:02
Eins og staðan er núna varðandi getu liðsins og fallbaráttuna, lít ég mjög jákvæðum augum á komu þessa Dana.Hann er stór og sterkur , og það er það sem okkur vantar fremst.Ég vil minna menn á að Fram tók þá ákvörðun að losa sig við alla útlendinga, og hvar eru þeir staddir í dag?Jú krónískt Inkasso lið , sem er aftur farið að sækja útlendinga til þess að reyna að komast upp.Núna er mest um vert að tryggja sæti KR í deildinni að ári.
Primus
12.júlí 2017 kl.10:29
Skil ekki þessa stefnu stöðugt að kaupa lélega Dani að nokkrum undantekningum,stað þess að gefa ungum leikmönnum tækifæri.
vesturbæingur
12.júlí 2017 kl.11:26
Primus - það er miklu meiri áhætta að kaupa dana sem við vitum ekkert um annað en að hann er með vonda tölfræði. Það sem meira er að flestir þessara leikja eru spilaði í b deildinni í Danmörku. Stór og stekur dani. Maður hefur nú séð þessar lýsingar áður. Þessi leikmaður hefur væntanlega ekkert nýtt fram að færa frekar en t.d. sá dani sem við tókum inn á miðju síðasta tímabili. Jeppe Hansen var líka stór og sterkur. Damus - hvað val varðar þá tók ég það sem lélegt dæmi. Mættu hins vegar tvisvar sinnum fleiri á síðast heimaleik vals en hjá KR í evrópukeppni. En fyrir það fyrsta þá vil ég ekki bera okkur saman við val eða aðra klúbba hér á landi. En Damus nú veit ég að þú mætir á alla heimaleiki KR - finnst þér uppgefnar tölur trúverðugar? Hefur þú ekki orðið var við fækkun áhorfenda og stemmningsleysi í kringum liðið?
kr
12.júlí 2017 kl.13:06
Vandamálið er ekki danskir leikmenn. Vandamálið er miklu víðtækara. Það er út um allan völl. Ég vonaði að á þessu ári byrjaði KR á að byggja liðið upp að nýju eftir tvö sérkennileg ár. Þess í stað er spólað í sama farinu. Í raun var illt gert verra með því að fækka í vörninni og það tók ótrúlega langan tíma að breyta frá þeirri meinloku. Hversu mörg stig kostaði það?
Reykjavigs fodboldklub
Pandora's box12.júlí 2017 kl.14:15
KR, Ég hef mætt á flesta leiki. Horfði reyndar á Valur-KR í sjónvarpinu þar sem ég vildi ekki styrkja Vali á þessum tímapunkti og KA ferðin varð frestuð af óútskýrðum ástæðum. Varðandi mætingu hjá KR-ingum þá finnst mér hún búin að vera svipuð og síðustu ár. Í byrjun leiks er maður er almennt með í hausnum að það sé léleg mæting, svo skoðar maður mætingu aftur þegar 10 mín eru búnar af leiknum og það er komin fín mæting. Varðandi að bera saman Evrópukeppni og deild þá er það bara ekki sambærilegt. Menn eru með áskort á völlinn og hafa svo enga löngun í að borga sig inn á rusl lið eins og þetta Finnska, einmitt í þeim leik var komin fín mæting eftir þessa klassísku 10 mín. Nefndi það meira segja á leiknum sjálfum eftir að félagi minn sagði í byrjun leiks að það væri dræm mæting. Burt séð frá þessu þá er málið að Danirnir sem við erum að fá eru slakir. Við erum KR og eigum ekki að hafa þolinmæði gagnvart lélegum leikmönnum. Hvort sem það er uppalinn eða keyptur. Hvernig væri að taka íslensku leikmennina inn í þetta og grilla þá líka? TD þá hefur Finnur Orri átt skelfilegt tímabil, Óskar Örn klikkar úr dauðafærum og þremur vítum. Pálmi loksins byrjaður að spila vel eftir afar lélega spilamennsku. Ég þori ekki að ræða vörnina, því það væri sprenging. Aukalega er Willum búinn að vera í ruglinu með uppstillingu og það að vera bara þarna bara til að hjálpa til (eins og þetta sé eitthvert góðgerðarmál). Mætir ekki ÍR - KR, þar sem hann var staddur á Alþingi. Öllum finnst það bara ok. Ég vill helst bara fá Óskar Hrafn sem þjálfara og sparka 70% af þessum leikmönnum í burtu. Þeir eru einfaldlega ekki KR material eða/og gamlir.
Damus7
12.júlí 2017 kl.14:37
Það er kannski ekki sniðugt að vera að ausa skít yfir liðið og þjálfara og kannski stjórn þegar það er að fara að spila mikilvægan leik í Israel eftir frábæran leik í Finlandi.Ég er spenntur að sjá hvernig okkur gengur þar.Ég tek samt undir það sem hér er skrifað. Þetta er að verða ömurlegt danskt lið. Fólk nennir þessi ekki og það er bara rétt að fólki er að fækka á vellinum og gamanið er farið. Ég hefði viljað sjá GAT og Atla Sig. frekar en enn einn Danann. Þar eru leikmenn með KR hjörtu.
jón
12.júlí 2017 kl.14:51
Eru menn virkilega til í að fara í nýja Fram tilraun,ráða óreyndan þjálfara og henda öllum útlendingum burt. Langar okkur virkilega svona mikið að sitja í IKEA stúkunni í Úlfarsárdal. Það er einfaldlega staðreynd að öll liðin í deildinni styrkja sig með útlendingum, og ef við gerum það ekki föllum við. Framtilraunin ætti að vera víti til varnaðar.
Primus
12.júlí 2017 kl.14:52
Þér að segja þá er leikmönnum bent á að sniðganga spjallið, eðlilega :D Varðandi KR hjartað. Atli Sigurjóns búinn að vera í KR í 3,5 ár svo hann er nú ekki með KR hjarta þó svo að hann sé góður drengur. Sjálfsögðu vill maður sjá Guðmund Andra spila meira, annars þarf hann bara að fara úr KR til að fá sinn spilatíma eins og allir þeir sem ekki fá sénsinn.
Damus7
12.júlí 2017 kl.14:55
Fram tilraunin var einfaldlega sparnaðar aðgerð. KR hefur nú meiri metnað en að henda út góðum leikmönnum. Útlendingur, Íslendingur eða uppalinn skiptir bara engu rassgat máli annað en að það er skemmtilegt að sjá unga leikmenn slá í gegn.
Damus7
12.júlí 2017 kl.15:03
Ég viðurkenni það að KR hjartað í mér sló örar í mér þegar við tókum Finnana en það er bara ekki nóg. Ég vil sjá og finna ánægjuna yfir þvi að horfa á KR og vera KR ingur. Það vantar hjartað í þetta. Hvað ert þú Primus alltaf að tala um Fram og bera okkur saman við þá. Það er enginn að tala um KR án útlendinga. Það er hins vegar verið að bæta við 6. Dananum. Ég hef bara ekki mikla trú á þessum blessað Dana sem hoppar og skoppar æpandi á hliðarlínunni sem virðist ráða miklu í þessum endalausu kaupum á dönskum miðlungs leikmönnum.
jón
12.júlí 2017 kl.15:11
Mér finnst allt í lagi að hafa nokkra danska leikmenn í byrjunarliði KR, en mér finnst ekki í lagi að sumir þeirra eru varla nema meðalgóðir leikmenn á íslenskum mælikvarða.
Stefán
12.júlí 2017 kl.15:19
Ef þeir eru nógu góðir, þá ætti þjóðernið að skipta engu máli. Gallinn er að þeir sem við fáum eru annað hvort lélegir eða latir, og ég veit varla hvort er verra. T.d Jacob Schoop, sem hefði getað orðið leikmaður ársins og lykilmaður í Íslandsmeistaraliði. Hann hætti að nenna þessu, ég myndi líta á hann sem verri leikmann en suma af hinum. Sá sem ég hefði viljað sjá spila eitt ár enn var Morten B. Andersen, sem var loksins að komast í takt við liðið undir lok síðasta tímabils. Niðurstaðan er hins vegar sú, að þetta eru meira og minna, með einni undantekningu, bara málaliðar, sem skila síðan ekki einu sinni þeirri vinnu sem þeir eru fengnir til að gera, en fá samt að hanga á byrjunarliðssætinu hvað sem tautar og raular. Og nú bætist enn einn í hópinn. Þetta er rugl.
Hvað er í gangi

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012