Svara þráð

Spjall

Framtíðarplan6.júlí 2017 kl.17:51
Ef ég væri í stjórn KR þá myndi ég vilja vinna að eftirfarandi framtíðarplani: 1) óska eftir lóð undir stærðarinnar framtíðarsvæði KR í nýrri byggð í vesturenda vatnsmýri. Það er ekki langt frá gamla malarvellinum og yrði í grennd við nýja byggð þegar flugvöllurinn ferl. Reykjavíkurborg er einnig viljugt til að gefa íþróttafélögum ókeypis lóðir, 2) gera áætlanir og teikningar um alhliða íþróttaaðstöðu Vatnsmýri nær í Skerjafirði: aðalvöllur, knatthús, handbolta- og körfuknattleikshús, 3) selja KR svæðið við Frostaskjól undir íbúðabyggð. Dýrasta byggingasvæði landsins. KR ætti að geta fjármagnað framkvæmdir með söluverðinu.
ebenes
6.júlí 2017 kl.21:55
Afhverju ekki allt er breytingum háð.Núverandi svæði er löngu sprungið vaxtamöguleikar engir.Hinn möguleikinn er landfylling út í Örfirsey.
Vesturbæingur
6.júlí 2017 kl.21:55
Afhverju ekki allt er breytingum háð.Núverandi svæði er löngu sprungið vaxtamöguleikar engir.Hinn möguleikinn er landfylling út í Örfirsey.
Vesturbæingur
6.júlí 2017 kl.22:23
Það verður allavega að fara að gera eitthvað í þessum málum og það strax !
Stefán
6.júlí 2017 kl.23:11
Ef ég væri í stjórn KR myndi ég líta í eiginn barm og viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég væri ekki starfi mínu vaxinn og að ég væri ekki að þjóna klúbbnum eins og best væri á kosið. Við getum ekki bara bent á borgina og sagt að hún vilji ekkert gera fyrir íþróttir. ÍR, Fram og Valur hafa fyrir löngu afsannað það. Við berum okkur einfaldlega ekki eftir björginni.
kr
7.júlí 2017 kl.13:08
Gaman að heyra loks hér í manni með blóð í æðunum Hr. Ebeneses!Við KR-ingar verðum að brjótast út þessari varnarstöðu okkar: Stefna í Vatnsmýrina með völl og höll. Tvær stúkur, 3-5 þúsund fyrir körfu og fótbolta. Karla og konur. Æfingasæðin okkar geta verið út á Gróttu.Gera KR aftur að FC Reykjavík (Forstaskjölið er betra fyrir blokkir með ungu fólki, það hljóta að vera heilmikil verðmæti í þessu landi).Nema verði brugðist við þessari stöðnun í félaginu okkar breytist KR hægt ó rólegan í klúbb eins og Gótta. Huggulegt Seltjarnanes samfélag,
kringur
7.júlí 2017 kl.13:32
ég vil nú hafa alla aðstöðuna á sama svæði, þar á meðal æfingasvæðin. Þegar flugbrautin sem skilur að innri Skerjafjörð og Vesturbæ lokar, þá opnast þarna risastórt landsvæði í Vatnsmýri, sem liggur við Vesturbæinn og er steinsnar frá gamla Melavellinum. Kjörið framtíðarsvæði og Reykjavíkurborg hlýtur að vilja aðstoða í lóðamálum.
ebenes
7.júlí 2017 kl.16:12
Hvernig er staðan á eignarhaldinu á KR-svæðinu við Frostaskjól nákvæmlega? Hvað á KR og hvað á borgin? Heyrði einhvers staðar fyrir löngu síðan sagt að Valur (áður en þeir byrjuðu að selja allt) væri eina liðið sem ætti sitt landsvæði sjálft. Er það kannski bara einhver misskilningur?
Vaxtaverkir
7.júlí 2017 kl.17:03
KR á allt núverandi svæði. KR og valur eru einu félögin á höfuðborgarsvæðinu sem eiga sín svæði. Skv. Wikipedia keyptu KR-ingar þetta svæði árið 1939.
KK
7.júlí 2017 kl.17:16
KR er sem sagt í feitum málum. Hvað var þá verið að bíða eftir borginni í þessu öllu varðandi einhvern SÍF reit í öll þessi ár? KR er með nóg af trompum á hendi. Þarf bara öflugra fólk sem getur sett saman áætlanir og fylgt þeim eftir. Plan ebenes hljómar ekki galið.
Vaxtaverkir
7.júlí 2017 kl.18:02
Ég er kannski gamaldags en mér finnst KR eiga að vera í hjarta Vesturbæjar en ekki í sköflungi hans. KR lóðin er alveg nægilega stór til þess að anna öllu starfinu. Hún er hins vegar ótrúlega illa skipulögð. + Ég vil sjá okkur byggja lóðina upp. Hins vegar sé ég ekkert því til fyrirstöðu að byggja samhliða upp æfingasvæði nálægt Vatnsmýrinni og þá með góðri búningaaðstöðu. Þá mætti fara rúta um Vesturbæinn, Vatnsmýrina og Skerjafjörð og sækja börn til æfinga.
KR-ingari
7.júlí 2017 kl.18:40
Áhugaveðrar pælingar en sættum okkur bara við það að flugvöllurinn er ekkert að fara. Ég er byggingarverkfræðingur og get sagt ykkur það að byggð í Vatnsmýri er það sem menn kölluðu í barnæsku, draumur í dós. Kostnaðurinn við að byggja á svæðinu er allt of mikill. Það er ódýrar og öruggara að fylla upp út í eyju og byggja þar.
Andrési
8.júlí 2017 kl.00:39
Það er reyndar ekki alveg rétt að KR eigi allt sitt svæði. Svæðið undir gervigrasinu er í eigu borgarinnar en hitt er í eigu félagsins.
kr
8.júlí 2017 kl.09:26
Það er reyndar ekki alveg rétt kr - borgin á grasið en KR á landið undir því
Dengsi
8.júlí 2017 kl.09:27
þ.e. borgin á sem sagt gerfisgrasvöllinn en KR lóðina
Dengsi
Glugginn 15 Júlí8.júlí 2017 kl.17:43
Í ljósi þess að Kenny Chopart er ansi mistækur og að Willum Þór virðist ekki treysta Guðmundi Andra, þá finnst mér helst vanta nýjan mann í byrjunarlið í þeirra stað. Finnur Orri er ekki nógu skapandi og Robert Sandnes hefur ekki komið nógu sterkur inn.
Stefán
9.júlí 2017 kl.13:43
Áhugaverðar hugmyndir. Væri reyndar sniðugt að selja hluta af svæðinu. T.d. þar sem gervigrasvöllurinn er og frístundaheimilið og litli sparkvöllurinn. Nota peningana til að byggja upp nýjan aðalvöll á nýjum stað í Vesturbæ. Nota síðan restina af KR-svæðinu undir æfingavelli. Þannig myndi miðstöð ungliðastarfs vera áfram í hjarta Vesturbæjar en völlurinn sjálfur á öðrum stað. Svoleiðis fyrirkomulag er þekkt víða erlendis.
KK
Nýr sóknarmaður11.júlí 2017 kl.09:43
Eins og sjá má hér að ofan var ég að óska eftir nýjum sóknarmanni þann 8. Júlí, enda ekki vanþörf á. Nú er danski sóknarmaðurinn André Bjerregaard kominn í okkar raðir og vonandi er hann meiri markaskorari en þeir sem fyrir eru í fremstu línu. Enginn af þeim er mikill markaskorari, a. m.k. ekki það sem af er sumars.
Stefán
11.júlí 2017 kl.10:02
Get nú ekki sagt að það sé mjög bjart yfir framtíð liðs sem er með 6 danska leikmenn innanborðs og svo restin tæplega fertug.
kr
Andre Bjerregaard11.júlí 2017 kl.11:40
https://www.youtube.com/watch?v=EfXJpYQ2lJw2.02 min.
Ac Horsens
11.júlí 2017 kl.13:08
Klúbburinn er því miður orðinn mjög þreyttur. Öll umgjörð, aðstaða og hvar sem stigið er niður. Eins og margoft hefur komið fram þá er ekkert í gangi og það sem verra er það er engin framtíðarsýn - það er ekkert sem segir, svona verður KR eftir X ár! Engin stemning, engin kraftur. Stjórnarmenn hvorki sjást né vilja láta heyra í sér, koma ekki einu sinn í stúkuna á leikjum heldur hanga á svölunum, passa sig að blanda ekki geði við "hinn almenna KR-ing" - ekki samtal við stuðningsmenn né nágrennið s.s skólana. Það þarf breytingar - það þarf kraft - það þarf framtíðarsýn - það er KR!
ABZ
11.júlí 2017 kl.14:05
Ég hef það reyndar alveg fyrir víst að ekki allir í stjórn Knattspyrnudeildar KR séu að leggja einhverja vinnu í stjórnarsetu sína. Vissulega er þarna um sjálfboðavinnu að ræða, en samt alveg óþolandi að menn séu að gefa kost á sér í stjórn, bara til að hanga með vinum uppi á svölum.
Stefán

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012