Svara þráð

Spjall

Evrópupeningar6.júlí 2017 kl.08:53
Dottnir út úr bikanum þannig að ekki gefur þátttaka þar evrópusæti. Erum í skítvondum málum í deildinni og á brattann að sækja varðandi evrópusæti þar. Útileikurinn í dag skiptir okkur öllu máli. Stjórn KR reiðir sig algerlega á þennan pening til þess að reka félagið. Ef við ekki söfnum inn dágóðum slatta í kepnninni í ár þá verður mjög þungur róður fyrir félagið fjárhagslega á næsta ári. Nema að við spýtum í lófana og rjúkum upp deildina og tryggjum okkur inn í Evrópu.
KR-ingari
6.júlí 2017 kl.09:25
Svo rétt allt sem þú skrifar hér að ofan KR-ingari. Í dag kemur svo sannarlega í ljós hvort núverandi þjálfarar KR eru starfi sínu vaxnir. Ég spái því að Stefán Logi verði í marki og það verður mikil pressa á honum með Beiti á bekknum.
Stefán
6.júlí 2017 kl.13:44
Þetta er einmitt kjarni málsins,ekkert Evrópusæti engir peningar.Miðað við getu liðsins dettur liðið úr leik í dag, og á enga möguleika á Evrópusæti í deildinni.Aðalmarkmiðið á að vera að forðast fall, og búa síðan til ódýrara lið fyrir næsta tímabil.
Primus
6.júlí 2017 kl.18:04
Ég held að liðið hafi alla burði til að ná Evrópusæti í ár enda er gengið líklega að snúast við á þessum punkti. Ergilegt að vera búnir að tapa öllum þessum stigum, mörgum mjög klaufalega, en nú kemur sjálfstraustið. Finnarnir fengu varla færi og tvö lagleg mörk - miðað við lýsingu.
ábs
6.júlí 2017 kl.18:58
Verðum evrópumeistarar lásuð það fyrst hér!
AB from C
6.júlí 2017 kl.22:20
Glæsilegur sigur ! Meira svona, takk.
Stefán
7.júlí 2017 kl.16:17
Liðið er bara búið að standa þrusuvel í síðustu leikjum og hefur ekki fengið nóg kredit fyrir það. Vandamál liðsins í sumar hefur verið klaufagangur og slappheit fyrir framan mark andstæðingana. Stjörnuleikurinn var gott dæmi um það. Hann staðfesti að það er klassamunur á þessum liðum. Hann staðfesti líka gömlu sannindin að það betra að vera heppinn en góður og Stjörnumenn voru tómir grísarar í þessum leik. KR er á fullu inní íslandsmótinu varðandi að ná í fjórða sætið allavega og Evrópuævintýri eru alltaf vel þegin. Liðið er á réttri leið.
Vaxtaverkir

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012