Svara þráð

Spjall

Strækerar22.júní 2017 kl.15:55
Af hverju gat KR ekki reynt að næla í Patrik Pedersen? Hver veit nema strákurinn hefði viljað próf eitthvað nýtt. Og hvað er annars að frétta af strækeramálum almennt? Enginn að skora, Willum að treysta um of á Garðar Jó. Liðið þarf að fá einhvern markaskorara í glugganum.
Vaxtaverkir
22.júní 2017 kl.18:19
Hann hefur varla snert fótbolta og er í engu leikformi. Erum við að fara að redda tímabilinu með þannig gaur?
Damus7
22.júní 2017 kl.21:14
Ef takast á að bjarga tímabilinu, þarf að fá miðvörð og striker.Ég veit ekki hversu raunhæf krafa það er, en mér sýnist það vera bráðavandi.
Primus
22.júní 2017 kl.22:24
Ja, ef ekki verður brugðist við, þá er það hugsanlega Inkasso-deildin næsta tímabil. Of margir lélegir leikmenn núna.
Stefán
23.júní 2017 kl.11:03
Damus, Valsarar meta það svo að þessi gaur sé að fara að vinna titilinn fyrir þá. Annað, þegar FH-ingar fengu sér Dani fyrir um 15 árum, fengu þeir Tommy Nielson og Allan Borgvardt. Þegar Valsmenn prófa, þá fá þeir Patrik Pedersen. En þegar við fáum okkur Dani, enda þeir allir á því að vera letihaugar eða pappakassar. What gives?
Hundfúll
23.júní 2017 kl.15:38
Ég held blákaldur veruleikinn sé að Valur er einfaldlega töluvert fjársterkara en KR í dag.
Kiddi
23.júní 2017 kl.15:43
Það er rétt að þeir meta þetta svo. Þeir eru efstir og það getur orðið þeim að falli að fá til sín leikmann sem þarf að komast í leikform. Gaurinn var jú markahæstur 2015 með heil 13 mörk, samt var hann ekki eitthvað sem ég hefði viljað Í KR. Er það ekki Henrik Bødker sem sér um að redda þessum erlendu leikmönnum? Er bara ekki kominn tími á að fá eitthvað annað en Dani hingað? Eftir þetta tímabil þurfum við að losa okkur við 1/2 af liðinu okkar.
Damus7
23.júní 2017 kl.19:04
Sú var tíðin að KR var á hverju tímabili með nokkra af flottustu framherjum deildarinnar. Gumma Ben, Gunnlaugssyni, Kjartan Henry, Takefusa og svo mætti lengi telja og leita enn aftar í söguna. Nú er svo komið að KR er mögulega með döprustu framlínu í deildinni og mér liggur við að segja að ef KR tæki inn random-dúdda þá væri hann betri framherji en þeir sem nú eru innan vébanda liðsins. Ég kann vel við Willum að mörgu leyti og var ánægður að sjá hann koma inn í fyrra og halda áfram núna. Svo signaði hann Garðar Jó í vetur og mér fannst það vera ágætt múv, eins langt og það náði og átti von á því að hann myndi hjálpa á undirbúningstímabilinu og vera góður fyrir klefann og allt það. En hann er bara of mikið í plönum Willums. Og þar liggur helsti galli Willum, hollusta við einstaka leikmenn. Hann er að treysta á hesta sem eru ekki lengur þess trausts verðir. Willum og Garðar voru auðvitað saman hjá Val á sínum tíma ef ég man rétt. Ég veit ekki hvort liðið megi við því að bíða þar til tímabilinu líkur með að losa sig við leikmenn. Allavega má liðið ekki bíða með að ná sér í leikmann/menn í næsta glugga.
Vaxtaverkir
23.júní 2017 kl.19:14
Spurning mín varðandi stóra framlínuvandamálið og markaþurðina er þessi: Hver er ábyrgð Arnars Gunnlaugssonar fyrrum sóknarmanns og aðstoðarþjálfara ?
Stefán
24.júní 2017 kl.20:48
Arnar var flottur fótboltamaður og ég held að hann sé þokkalegasti þjálfari. Hann hefur mikla þekkingu og reynslu til að miðla. Þekki karlinn ekki neitt en af því sem ég hef séð er hann vel máli farinn og kemur hlutum vel frá sér. En hann getur ekki sparkað í boltann fyrir leikmennina, þeir verða að græja það sjálfir og setja hann í netið. Það virðist ekki hafa verið vandamál í dag, þrjú góð mörk.
Vaxtaverkir
24.júní 2017 kl.21:16
En frábær og mikilvægur sigur fyrir norðan í dag og sóknarmenn KR kláruðu heil þrjú færi eftir frábærar stoðsendingar Arnórs Sveins, sem hlýtur að hafa átt sinn allra besta knattspyrnuleik til þessa. Ég er líka rosalega ánægður með Beiti.
Stefán
26.júní 2017 kl.00:32
Too little, too late fyrir lið sem ætti að vera að berjast um titilinn í haust. KA er skyldusigur þó þeir séu spútniklið.
Hagamelur

Svara þráð

Nafn: Fyrirsögn: Það þarf að setja inn stafina "KR" í vörnina til að þráðurinn birtistVörn: Skilaboð:

Mest lesið

Finndu okkur á Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012